Jökull


Jökull - 01.12.1970, Page 25

Jökull - 01.12.1970, Page 25
Mynd 5, a og b. Örvar sýna hraðadreifingu í skriðjökli. Fig. 5, a and b. Velocity vectors in ideal glacier. Áður en áfram er haldið skulum við staldra við og líta á nokkrar myndir. Mynd 5 a og b sýnir straumlínur í einföidum jökli. Lengd pílanna er mismunandi, og táknar lengdin hraða jökulsins. I ákomusvæðinu vex hraði frá efstu jöðrum jökuls að jafnvægislínu og minnkar svo í leysingarsvæðinu niður að jökulsporði. Hraði jökuls er mestur við yfirborð, en minnkar ört og verður hverfandi við botn, nema jökull renni (Mynd 6). Þær fáu mælingar, sem hafa verið gerðar á rennsli jökla, sýna, að jökl- ar geta runnið að meðaltali með hraða, sem er um helmingur af hraða yfirborðs. Minna má á, að flakið af flugvélinni Geysi fylgir nú straum- línu ofan frá Bárðarbungu niður jökulinn. FRAMHLAUP JÖKLA Framhlaup jökla hafa hingað til snert íslend- inga lítið, en ef virkjunarframkvæmdir hefj- ast upp við jökla, mun full ástæða til að fylgj- ast með framhlaupum og kanna orsakir þeirra og afleiðingar. Orsakir þess, að sumir jöklar hlaupa fram eru enn ekki kunnar. Reynslan sýnir, að þessir jöklar hlaupa með ákveðnu árabili. Brtxarjökull virð- ist hlaupa á 70—100 ára fresti. Dyngjujökull og Síðujökull hlupu 1934. Hinn fyrrnefndi hljóp siðar 1951, en hinn síðarnefndi 1963—64 (Sig- urður Þórarinsson 1969). f Norður-Ameríku er vitað um yfir 200 jökla, sem hafa hlaupið, en engan i Skandinavíu. Augljóst er því, að ákveð- in sérstæð skilyrði þarf til þess að jöklar hlaupi. Telja menn nú, að líklegast sé að leita skýringa i ókunnum randskilyrðum við jökulbotn, og að sérstæð lögun jökla geti ekki ein valdið hlaup- unum. Jarðskjálftar, eldsumbrot undir jökli eða sveiflur í veðurfari geta ekki skýrt framhlaupin. Kenningum um orsakir framhlaupa má skipta í þrjá flokka: 1. Þá, sem telur frumorsök vera spennu, sem skyndilega brestur. 2. Kenningu um, að hækkun hitastigs upp að bræðslumarki í botni gaddjökla valdi fram- hlaupum þeirra. 3. Kenningu um, að vatnshimna undir jökli þykkni svo, að hún lyfti jöklinum yfir minnstu ójöfnur og jökullinn geti þá runnið hraðar en ella. Gæti þá rennsli jökulánna aukizt, áður en jökull hleypur fram. Fyrsta og síðastnefnda kenningin ættu eink- um að varða okkar jökla. Hvorug þeiira hefur þó reynzt geta skýrt framhlaup að fullu. JÖKULL 20. ÁR 23

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.