Jökull


Jökull - 01.12.1970, Page 27

Jökull - 01.12.1970, Page 27
Dry snow line Equilibrium line Mynd 7. Beltaskipti í jökli. Fig. 7. Zones in accumulation area.. (From Paterson 1969). inga. Lögð var áherzla á hin nánu tengsl af- komu og veðurfars. Vandfundinn er hentugri mælikvarði á veðurfarsbreytingu en afkoman. Rannsóknir á orkuskiptum lofts og jökuls sýna hins vegar, hvers eðlis þær breytingar eru. Ennfremur var bent á tengsl vatna- og jökla- fræði. Mælingar á ákomu á hálendi og orku- skiptum gætu reynzt hagnýtar við rennslis- og flóðaspár. Það yki öryggi í rekstri virkjana. Skýrt var frá hreyfingu jökla og drepið á fram- hlaup þeirra. Allt voru það verksvið, sem Is- lendingar gætu sinnt. Ég ber nú fram tillögur um rannsóknir: I. Jöklamenn velji strax jökul á Norður- landi og annan á Suðurlandi. Þar verða verk- efni: a) Mælingar á ákomu, leysingu og afkomu með snjómælingaaðferð. Til þess þarf ein- föld snjómælitæki og 3 menn í 2—3 daga vor og haust. b) Mælingar á vatnsrennsli frá jökli með sí- ritandi vatnshæðarmæli. c) Almennar veðurathuganir, ef þess er kost- ur. Athygli skal vakin á, að sjálfvirkar veð- urathugunarstöðvar hafa verið notaðar á jöklum í Kanada. d) Mælingar á hreyfingu jökuls með landmæl- ingatækjum (helzt tellurometer). e) Rannsóknir á orkuskiptum lofts og jökuls um skemmri eða lengri tíma. f) Gera þarf kort af jöklunum. Velja þarf hæfilega stóran, viðráðanlegan jökul með vel afmarkað vatnasvið. Syðra mætti velja Tungnaárjökul. II. í Jökulheimum er góð aðstaða til að haf- ast við og stunda rannsóknir á Tungnaárjökli. Jöklamenn hefur lengi dreymt um, að þar rísi jöklamiðstöð. Þar eru viðfangsefnin óþrjótandi. Með hugsanlegt framhlaup jökulsins í huga, bendi ég á nokkur verkefni: a) Nákvæmar mælingar á yfirborðshraða jök- uls. b) Borað verði með bræðslubor niður gegnum jökul, holan fóðruð, liraði mældur í hol- unni og rennsli jökuls kannað. Eiginleikar íss yrðu mældir. Þá fæst einnig hugmynd um vatnsrennsli og vatnsþrýsting undir jöklinum. c) Haldið verði áfram mælingum á rennsli frá jöklinum. Æskilegt væri að mæla vetrar- rennsli. Ef aukið vatnsrennsli undir jökli JÖKULL 20. ÁR 25

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.