Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 46

Jökull - 01.12.1970, Side 46
author by S. Freysteinsson. For his, and all the other members’ of the expedition, help and care for the wellbeing of the delicate gravity meter the author remains very thankful. REFERENCES Clark, S. P. 1966: Handbook of physical con- stants. Geol. Soc. Am. Memoir 97, 587 pp. Einarsson, T. 1954: A survey of gravity in Ice- land. Soc. Sci. Islandica, XXX. Freyst.einsson, S. 1968: Tungnárjökull. Jökull 18: 371-388. Nettleton, L. L. 1940: Geophysical prospecting for oil. McGraw Hill, pp. 144—48. Pálmason, G. 1964: Gravity measurements in the Grlmsvötn area. Jökull 14: 61—66. Parasnis. 1962: Principles of applied geophys- ics. Methuen. Sanclberg, 1958: Terrain corrections for an in- clined plane in gravity computations. Geo- physics, 23, 4. Thorarinsson, S. 1955: Mælingaleiðangur á Vatnajökul vorið 1955. Jökull 5: 27—29. — 1965: Changes of the water-firn level in the Grímsvötn caldera 1954—65. Jökull 15: 109-119. — 1967: Vatnajökulsleiðangur 1967. Jökull 17: 317-319. — a?id S. Rist. 1955: Skaftárhlaup í sept. 1955. Jökull 5: 37-40. ÁGRIP ÞYNGDARMÆLINGAR Á VATNAJÖKLI Sven Þ. Sigurðsson Birtar eru niðurstöður af þyngdarmælingum, sem framkvæmdar voru á Tungnárjökli í júní 1967. Ut frá niðurstöðum þessara mælinga, sem eru sýndar 1 Töflu 1, svo og niðurstöðum jarð- sveiflumælinga, sem Frakkinn J. P. Martin framkvæmdi vorið 1955, er unnt að áætla ís- þykkt Tungnárjökuls undir mælilínum. Lega mælilína er sýnd á Mynd 1. Þar er og að finna yfirlit yfir niðurstöður Martins, en þær hafa 44 JÖKULL 20. ÁR ekki áður birzt. Þversnið Tungnárjökuls undir mælillnum er sýnt á Mynd 2 og 3. I sambandi við þessi útreiknuðu þversnið er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Sú aðferð, sem beitt er við úrvinnsluna, veldur því, að lögun yfirborðsins undir jöklinum eins og hún reiknast út er að vissu marki útjöfnun á því yfirborði, sem þar er í raun og veru að finna, þ. e. þær ójöfnur, sem vottar fyrir á yfirborðinu á myndunum, eru í raunveruleikanum nokkuð hærri og minni ójöfnur hafa horfið með öllu. I öðru lagi hef- ur það áhrif á útreiknaða ísþykkt, hver eðlis- þyngcl bergsins undir jöklinum er áætluð, en sá munur, sem þetta veldur, er ekki tiltakan- legur, eins og raunar má sjá á Mynd 2 og 3. Loks rýrir það nokkuð áreiðanleik niðurstaðn- anna, að þyngdarmælilínurnar féllu ekki saman við mælipunkta Martins. Við þetta varð þó ekki ráðið, af því að túlkun þyngdarmælinga er einnig háð nákvæmri hæðarákvörðun mæli- punkta, og urðu því þyngdarmælingarnar að fylgja þeirn hæðarmælingum, sem framkvæmd- ar voru samtímis af Sigmundi Freysteinssyni. Ójöfnurnar B og C, sem koma frarn á yfir- borðinu á Mynd 2 og 3, renna nokkrum stoð- um undir þá tilgátu, að fjallgarður teygi sig inn undir Tungnárjökul í framhaldi af Fögru- fjöllum, eins og sýnt er á Mynd 1. Þá er at- hyglisvert að skoða, hvernig yfirborð jökulsins hefur verið yfir ójöfnunum A og B á Mynd 2 árið 1946, en það er ári eftir að jökullinn hljóp fram. Aður hafa verið birtar niðurstöður jarð- sveiflumælinga Martin’s á Grímsvatnasvæðinu árið 1955. Þær gáfu til kynna, að það ár hafi verið 500—600 m þykkt íslag í Grímsvötnum. Sigurður Þórarinsson hefur hins vegar bent á, að ef ísinn í Grímsvötnum fljóti á vatni, geti þetta valdið mistúlkun á niðurstöðum jarð- sveiflumælinganna. Þannig hafi árið 1955 í rauninni aðeins verið um 200 m þykkt íslag í Grímsvötnum fljótandi ofan á um 100 m djúpu vatnslagi. Nú má út frá niðurstöðum þyngdar- mælinga, sem framkvæmdar voru í Grímsvötn- um vorið 1960 af Guðmundi Pálmasyni, þegar aðstæður þar voru svipaðar og 1955, og ineð hjálp útreikninga svipaðra þeim, sem notaðir eru til að reikna þykkt Tungnárjökuls, bregða nokkru ljósi á þetta mál. Slíkar athuganir benda eindregið til, að tilgáta Sigurðar Þórar- inssonar 1 þessu máli sé rétt.

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.