Jökull

Útgáva

Jökull - 01.12.1976, Síða 92

Jökull - 01.12.1976, Síða 92
stæðið og svo önnur rás til suðurs, eitthvað á annan kílómetra. Þannig var hægt að lækka grunnvatnið, svo að án þess að dæla, var unnt að steypa á þurru 2,5 m djúpa sökkla. Undir hverjum sökkli eru 12 forspenntir steyptir staur- ar, þeir ganga jafnframt upp í sökkulinn. Það er eðli auravatna eins og allra annarra straumvatna á lausum botni að grafa sig niður, sé þrengt að þeim. A sama hátt grefur meginá sig niður, þar sem þverá fellur til hennar. Þver- áin veldur hydrodynamiskum-þverkrafti og botninn lætur undan, sé hann gljúpur. Þótt vatnsop Skeiðarárbrúar sé yfir 800 metrar á lengd, er frjálsræði árinnar heft. Hún hefnir sín á botninum. Ain er byrjuð lítillega að grafa sig niður samanber vatnsborðsstöðuna á fyrstu og síðustu mynd. AÐ LOKNU SKEIÐARÁRHLAUPI Hinn 25. september, þegar séð var næstum fyrir endann á hlaupinu, fór ég á fund Ragnars Stefánssonar í Skaftafelli og bað hann að gera samanburð á þessu hlaupi við önnur hlaup. Plann hefur haldið nákvæma dagbók um Skeið- arárhlaup allt frá 1922 og mun þetta vera hið 12. í röðinni. Ragnar segir: „Hlaupið er í flokki minni hlaupa, þó er það raunar ekki mjög frábrugðið undanförnum hlaupum. Eg álít til dæmis, að Skeiðará hafi nú flutt eins mikið vatn og 1972. í hlaupinu 1972 kom einnig hlaup í Gígju og Súlu, nú aðeins smáskvetta í Gígju. Má ekki jafna Gígju nú við Súlu 1972? Þá er aðalmunurinn nú og þá hlaupvatn Gígju 1972, sem er þá umfram það sem nú er.“ Eg spyr Ragnar um sérkenni hlaupsins, sem er að enda. Hann svarar: „Mikil brennisteins- lykt. Það er að vísu ekki neitt óvenjulegt, en hún hefur haldist út allt hlaupið og er enn æði stæk. Hún er meiri nú en í undanförnum hlaup- um. í júlí 1954 var mjög megn lykt. Þá drápust fuglar og skógurinn bliknaði, eins og þú manst. En ekki er gott að jafna þessu hlaupi saman við ’54-hlaupið, því að þá var vatnsmagnið langt um meira en nú og veður kyrr. Annað einkenni þessa hlaups er ,að nú brotna næstum engir jak- ar úr útfallinu. Það var að vísu einnig lítið 1972, en 1965 var jakadreif um alla sanda.“ Hlaupinu lauk 2. október, öll lykt rokin burt. Hinn 4. október var kominn ljós og fullkom- 90 JÖKULL 26. ÁR lega eðlilegur litur á vatnið. Hlaupvatnið reynd- ist 2,4 km3 í stað 3,2 km3 1972. Ef gerður er samanburður á þessum Grímsvatnahlaupum, sjá Jökul 23. ár, bls. 57, sést, að stærðarmunur hlaup- anna er sem næst hlaupvatn Gígju 1972, eins og Ragnar ályktaði. Skeiðará hélt sínu. Tímalengd milli Grímsvatnahlaupanna 1965 og 1972 var 6 ár og 5 mánuðir, en nú á milli hlaupanna 1972 og 1976, 4 ár og 5 mánuðir. Vatnsmagn hlaupanna er sem næst í réttu hlut- falli við tímalengdina á milli þeirra. Er hér máski á ferðinni vatnsbúskapur Grímsvatna- svæðisins í einfaldleik sínum? Rétt er að veita því athygli, að þekking á samspili Grímsvatna og Skeiðarár hefur skapað öryggi. Hér áður fyrr hefði það þótt algjör fjar- stæða að dvelja niður á Skeiðarársandi, þegar hlaup er að hefjast, hvað þá að hafa þar nætur- sakir, eins og vegavinnuflokkurinn gerði, sem ég nefndi í upphafi. Og svo meðan á hlaup- inu stendur, bætast fjölmargir mælinga- og rann- sóknamenn í hópinn. Allir unum við vel hag okkar. Það þarf þó raunar ekki að rekja jökul- hlaupasöguna ýkjalangt aftur í tímann til að sjá, að það var nokkur bíræfni að dvelja á Sand- inum við Skeiðará, nægir að hverfa aftur til áranna 1938 og 1934. Mælingar, sem gerðar hafa verið á hinum síðari hlaupum eða allt frá 1954 benda til þess, að hlaupin fari hægt minnkandi, bæði hvað heildarvatnsmagni og flóðtoppi viðvíkur. Telja má ljóst að þessi þró- un hefjist eftir hlaupið 1938. Að því hlaupi loknu virðist komast á kyrrð á Grímsvatnasvæð- inu eftir gosið og umbrotin 1934. En hvenær skiptir drekinn um ham? Áríðandi er, að fylgst sé rækilega með öllum breytingum á jöklinum, hvort heldur það snertir eldvirkni eða annað, sem gæti leitt til þess, að hinn hefðbundni hlaupastíll síðari ára raskist og breytist í stór- hlaup með rismiklum hættulegum flóðtoppi. Slíkt má ekki geta komið að óvörum. Að rannsóknum á hlaupinu störfuðu fjöl- margir. Ég vil færa þeim öllum bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. Það er alltaf ofurlítið kitlandi við þá frétt, að vatnsstaðan í Grímsvötnum sé að ná hámarki. - Verður það jöklafýlan, sem segir til um að næsta Grímsvatnahlaup sé hafið eða verður það skynjari í eða við Grímsvötn. Eða verður enn sem fyrr nef Ragnars í Skaftafelli nákvæmasta mælitækið? Sigurjón Rist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.12.1976)
https://timarit.is/issue/387294

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.12.1976)

Gongd: