Jökull - 01.12.1988, Síða 56
Ágrip
GRUNNVATN Á ÍSLANDI
- AUÐLEGÐ OG EFTIRSPURN -
Ferskvatn er ein af þjóðarauðlindum Islendinga,
sem þeir eiga ennþá gnótt af. Þeim gæðum er þó
misskipt milli landshluta. Bezt og tryggast er fersk-
vatn það, sem unnið er úr jörðu, en vatnajarðfræði-
legir eiginleikar jarðlaganna ráða bæði magni þess
og gæðum.
Ungt berg - frá seinni hluta kvarters og nútíma
(yngra en 0,7 milljónir ára) - er yfirleitt lekt. Má þar
nefna nútíma hraun, grágrýti, bólstraberg og óum-
myndað móberg. Jarðmyndanir frá þessum tíma eru
víða sundursaxaðar af opnum sprunguskörum, sem
auka í senn á lektina og skapa um leið misleitni í
henni, er beinir grunnvatnsstraumum í ákveðnar
áttir. Straumar þessir spretta víða fram í vatns-
miklum lindum, einkum við jaðar hins síðkvartera
svæðis, undan hraunabreiðum og fram úr sprungu-
skörum. Grunnvatn liggur iðulega það djúpt í jarð-
myndunum þessum, að þess gætir lítt eða ekki í
lausum jarðlögum á yfirborði.
Þessu er annan veg varið í hinum eldri jarð-
myndunum - frá tertíer og árkvarter (eldri en 0,7
milljónir ára). Þar er berg yfirleitt orðið vatnsþétt af
ummyndunum og fergingu í jarðlagastaflanum. Þó
finnst lekt berg á þessum svæðum, til dæmis utan-
vert á Vestfjörðum.
Grunnvatn er tiltölulega efnasnautt á Islandi og
laust við mengun. Jafnvel má styðja það nokkrum
rökum að ferskvatnið sé full efnasnautt til manneldis
og einkum þó fiskeldis. Auðveldara er að efnabæta,
þegar þess er þörf, heldur en að nema óæskileg efni
brott. Hvað varðar mengun ber að hafa varann á.
Umferð hefur mjög aukizt á síðari árum um við-
kvæm vatnstökusvæði, sem fram að því höfðu verið
að mestu utan alfaraleiðar. Allvíða vantar jarðvegs-
þekju á berggrunninn, sem hlíft gæti grunnvatni
fyrir mengun af almennri umferð.
Taka ferskvatns til almenningsnota og einkanota
hefur aukizt mjög hratt á síðustu árum. Munar þar
mest um gífurlega vatnsþörf seiðaeldisstöðva, en
framleiðsla þeirra hefur margfaldazt á undanfömum
fáum ámm. Jafnframt hafa kröfur um hreinleika
vatnsins orðið sífellt strangari, og gildir það jafnt um
almenningsnot, frystiiðnaðinn og fiskeldið. Á árinu
1989 mun vatnsþörf til seiðaeldis verða um 50 %
meiri en allt það neyzluvatn, sem fer um vatnsveitur
landsins. Stefnir nú í hvort tveggja í senn, vatnsskort
og átök um vatnsnytjar, þar sem verst horfir.
Fyrirsjáanlegt er, að koma verður á laggimar með
lagabreytingum einhverju því stjómvaldi, sem haft
gæti eftirlit með þessari auðlind þjóðarinnar, sem
vatnsforðinn í heild sinni vissulega er. Lagareglur
um vatnstöku, vatnsvemd og eftirlit þarf að gera
skýrari og ótvíræðari. Með tilkomu Umhverfismála-
ráðuneytis munu forsendur til þessa batna til muna,
hver svo sem framkvæmdin verður.
54 JÖKULL, No. 38, 1988