Jökull


Jökull - 01.12.1988, Page 92

Jökull - 01.12.1988, Page 92
Umsögn um bókina KLIMA, VEJR og MENNESKE eftir Willi Dansgaard Kaupmannahafnarháskóla Geografforlaget í Danmörku gaf á síðasta ári út bókina Klima, Vejr og Menneske eftir Willi Dans- gaard prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Bók- in er alþýðlegt fræðirit um veðurfræði með sérstakri áherslu á loftslag og loftslagsbreytingar. Hún er ætl- uð skólum jafnt sem almenningi og gerir ekki sér- stakar kröfur um stærðfræði- eða eðlisfræðiþekkingu lesanda. Bókin er 128 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda teikninga og mynda, sem margar eru í lit. Fyrri hluti bókarinnar fjallar um almenna veður- fræði, samsetningu andrúmsloftsins, inn- og útgeisl- un í lofthjúpnum, vindakerfi jarðar, hafstrauma, þrýsting, hita og raka svo eitthvað sé nefnt. Ýmis atriði eru rædd í sjálfstæðum boxum, sem aðgreind eru frá meginmálinu með skyggingu og gerir þetta bókina mjög læsilega. Fjallað er um notkun tölvu- líkana við veðurspár, kjamorkuvetur, gróðurhúsáhrif í lofthjúpnum, hlýnun vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu og bráðnun jökla af þeim sökum. Einnig er fjallað um E1 Nino óregluna á hafstraum- um við Perú, sem veldur hruni í ansjósuveiðum Per- úmanna á nokkurra ára fresti, og margt fleira sem stundum heyrist nefnt í fréttum en ekki er fjallað um í hefðbundnum kennslubókum í veðurfræði. Þessi hluti bókarinnar kemur þó ekki í stað hefðbundinna kennslubóka í veðurfræði. Tiltölulega lítið er fjallað um loftmassa, skil og lægðir. Hins vegar fá vind- strengir og meginskil nokkuð ítarlega umfjöllun og góð lýsing er á vindakerfi jarðar, bæði í máli og myndum. Síðari hluti bókarinnar fjallar um loftslag og lofts- lagsbreytingar og nýtur góðs af mikilli þekkingu höfundarins á viðfangsefninu. Willi Dansgaard er einn þekktasti veðurfars- og jöklafræðingur nú á tímum. Hann og samstarfsmenn hans á Geofysisk Isotoplaboratorium við Kaupmannahafnarháskóla hafa staðið að kjamaborunum á Grænlandsjökli og hafa niðurstöður þeirra varpað ljósi á loftslag á jörð- inni síðustu 100.000 árin. I þessum hluta bókarinnar er ítarlega fjallað um ísaldir, hlýskeið og kuldaskeið, hitasveiflur á síðustu ísöld og á nútíma og kenningu Milankovich um or- sakir ísalda. Það kemur skýrt fram hve breytilegt loftslag á jörðinni er og hve viðkvæmt veðrakerfið virðist vera fyrir tiltölulega smávægilegum sveiflum t.d. í inngeislun sólar eða dreifingu hennar á jörðina eftir breiddargráðum. I bókinni em loftslagsbreyt- ingar settar í samhengi við mannlegt samfélag og mannkynssöguna eftir því sem hægt er og meðal annars minnst á landnám norrænna manna á Islandi og Grænlandi í því sambandi. Bók Dansgaards hentar vel sem ítarefni í veður- og jarðfræðinámi. Umfjöllunin um loftslag í síðari hluta bókarinnar er góð viðbót við hefðbundið nám í veðurfræði í menntaskólum og í upphafsnámskeið- um háskóla. Slíkt nám snýst alla jafna um veðra- kerfi jarðar eins og það er nú en fjallar ekki mikið um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Bókin er vel skrifuð og höfundur notar markvisst teikningar og myndir í stað langra útskýringa. Hún er því feng- ur fyrir áhugafólk um veður- og jöklafræði. Tómas Jóhannesson 90 JÖKULL, No. 38, 1988
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.