Jökull


Jökull - 01.12.1988, Side 112

Jökull - 01.12.1988, Side 112
í janúar s.l. var stofnuð s.k. kortanefnd á vegum Jarðfræðafélagsins og er aðalverkefni hennar að gera úttekt á stöðu jarðfræðikortlagningar á Islandi og gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag hérlendis og vera stjóm félagsins til ráðuneytis um þessi mál. I nefndinni eru: Elsa G. Vilmundardóttir, Freysteinn Sigurðsson, Haukur Jóhannesson og Jón Eiríksson. Nefndin hefur skilað skýrslu um störf sín til félags- ins og er verið að fjölrita hana þegar þetta er skrifað. I skýrslunni kemur fram að við erum eftirbátar nágrannaþjóða okkar í Norður-, Mið- og Vestur- Evrópu hvað varðar jarðfræðikortagerð. Þær hafa látið kortleggja jarðfræðilega gerð landa sinna í mælikvörðum 1:25.000-1:100.000. Hér á landi hefur einungis verið unnið að jarðfræðikortagerð á landsvísu á Náttúrufræðistofnun íslands í mælikvarða 1:250.000 og eru komin út 7 kortblöð af 9, einnig er væntanlegt innan skamms frá þeim yfirlitsjarðfræðikort í mælikv. 1:500.000, en fyrsta og eina kortið af því tagi, er kort Þorvalds Thoroddsen, sem kom út 1901. Vatnsorkudeild Orkustofnunar hefur hafið kort- lagningu af vatna- og virkjanasvæðum landsins í samræmdum staðli og í mælikvarða 1:50.000. Fyrstu kortin eru komin út, en þau eru af vatnasviði Þjórsár og unnin og útgefin í samvinnu við Lands- virkjun. Kortin eru sambærileg við jarðfræðikort, sem gefin hafa verið út víða erlendis og minnst var á hér að ofan. Hér á landi er engin stofnun, sem er sambærileg við jarðfræðistofnanir, sem fyrirfinnast í flestum ef ekki öllum nágrannalöndum okkar. Þess vegna eru jarðvísindamenn og þar með vinna þeirra dreifð í mörgum stofnunum, sem heyra undir mörg ráðuneyti og samræming og heildarskipulag er mjög í molum. Þetta háir mjög allri jarðfræðilegri starfsemi í land- inu. A aðalfundinum var borin fram sú tillaga og sam- þykkt, að félagið stofnaði nefnd, sem hefði það markmið að kanna núverandi ástand hvað varðar jarðvísindalega starfsemi og semja tillögur um fyrir- komulag og starfsemi jarðfræðistofnunar, sem unnt væri að leggja fyrir opinbera aðila. Þess má geta, að í framhaldi af tillögu aðalfundar var stofnuð þriggja manna nefnd, sem vinnur að þessu máli og er vænt- anleg skýrsla frá henni fyrir árslok. STJÓRN FÉLAGSINS S.l. starfsár var stjómin þannig skipuð: Elsa G. Vilmundardóttir, formaður, Amý Erla Sveinbjöms- dóttir, ritari, Þórólfur Hafstað, gjaldkeri, Gylfi Þór Einarsson varaformaður og Margrét Hallsdóttir, meðstjómandi. A síðasta aðalfundi gengu Amý Erla Sveinbjömsdóttir og Gylfi Þór Einarsson úr stjóm, en Guðrún Helgadóttir og Þorgeir Helgason voru kjörin í þeirra stað. Endurskoðendur eru Agúst Guð- mundsson, eldri, Margrét Kjartansdóttir og Ingibjörg Kaldal til vara. SIGURÐARSJÓÐUR Ekki voru nein framlög greidd úr nýstofnuðum Sigurðarsjóði á liðnu starfsári. Sjóðurinn er stofnað- ur í minningu Sigurðar Þórarinssonar og er tilgangur sjóðsins að efla tengsl íslenskra vísindamanna við útlönd með því að bjóða erlendum fræðimönnum til fyrirlestrarhalds á vegum Jarðfræðafélags Islands, sjá nánar í stofnskrá sjóðsins, sem birtist í Jökli nr. 37 1987, bls. 107. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru tekjur af höfuðstól. Framlög til sjóðsins eru þegin með þökkum. Stjórn Sigurðarsjóðs er þannig skipuð: Elsa G. Vilmundardóttir, formaður, Sigurður Stein- þórsson og Sveinn Jakobsson. Elsa G. Vilmundardóttir 110 JÖKULL, No. 38, 1988
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.