Jökull - 01.12.1988, Page 112
í janúar s.l. var stofnuð s.k. kortanefnd á vegum
Jarðfræðafélagsins og er aðalverkefni hennar að
gera úttekt á stöðu jarðfræðikortlagningar á Islandi
og gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag hérlendis
og vera stjóm félagsins til ráðuneytis um þessi mál.
I nefndinni eru: Elsa G. Vilmundardóttir, Freysteinn
Sigurðsson, Haukur Jóhannesson og Jón Eiríksson.
Nefndin hefur skilað skýrslu um störf sín til félags-
ins og er verið að fjölrita hana þegar þetta er skrifað.
I skýrslunni kemur fram að við erum eftirbátar
nágrannaþjóða okkar í Norður-, Mið- og Vestur-
Evrópu hvað varðar jarðfræðikortagerð. Þær hafa
látið kortleggja jarðfræðilega gerð landa sinna í
mælikvörðum 1:25.000-1:100.000. Hér á landi
hefur einungis verið unnið að jarðfræðikortagerð á
landsvísu á Náttúrufræðistofnun íslands í
mælikvarða 1:250.000 og eru komin út 7 kortblöð af
9, einnig er væntanlegt innan skamms frá þeim
yfirlitsjarðfræðikort í mælikv. 1:500.000, en fyrsta
og eina kortið af því tagi, er kort Þorvalds
Thoroddsen, sem kom út 1901.
Vatnsorkudeild Orkustofnunar hefur hafið kort-
lagningu af vatna- og virkjanasvæðum landsins í
samræmdum staðli og í mælikvarða 1:50.000.
Fyrstu kortin eru komin út, en þau eru af vatnasviði
Þjórsár og unnin og útgefin í samvinnu við Lands-
virkjun. Kortin eru sambærileg við jarðfræðikort,
sem gefin hafa verið út víða erlendis og minnst var á
hér að ofan.
Hér á landi er engin stofnun, sem er sambærileg
við jarðfræðistofnanir, sem fyrirfinnast í flestum ef
ekki öllum nágrannalöndum okkar. Þess vegna eru
jarðvísindamenn og þar með vinna þeirra dreifð í
mörgum stofnunum, sem heyra undir mörg ráðuneyti
og samræming og heildarskipulag er mjög í molum.
Þetta háir mjög allri jarðfræðilegri starfsemi í land-
inu.
A aðalfundinum var borin fram sú tillaga og sam-
þykkt, að félagið stofnaði nefnd, sem hefði það
markmið að kanna núverandi ástand hvað varðar
jarðvísindalega starfsemi og semja tillögur um fyrir-
komulag og starfsemi jarðfræðistofnunar, sem unnt
væri að leggja fyrir opinbera aðila. Þess má geta, að
í framhaldi af tillögu aðalfundar var stofnuð þriggja
manna nefnd, sem vinnur að þessu máli og er vænt-
anleg skýrsla frá henni fyrir árslok.
STJÓRN FÉLAGSINS
S.l. starfsár var stjómin þannig skipuð: Elsa G.
Vilmundardóttir, formaður, Amý Erla Sveinbjöms-
dóttir, ritari, Þórólfur Hafstað, gjaldkeri, Gylfi Þór
Einarsson varaformaður og Margrét Hallsdóttir,
meðstjómandi. A síðasta aðalfundi gengu Amý Erla
Sveinbjömsdóttir og Gylfi Þór Einarsson úr stjóm,
en Guðrún Helgadóttir og Þorgeir Helgason voru
kjörin í þeirra stað. Endurskoðendur eru Agúst Guð-
mundsson, eldri, Margrét Kjartansdóttir og Ingibjörg
Kaldal til vara.
SIGURÐARSJÓÐUR
Ekki voru nein framlög greidd úr nýstofnuðum
Sigurðarsjóði á liðnu starfsári. Sjóðurinn er stofnað-
ur í minningu Sigurðar Þórarinssonar og er tilgangur
sjóðsins að efla tengsl íslenskra vísindamanna við
útlönd með því að bjóða erlendum fræðimönnum til
fyrirlestrarhalds á vegum Jarðfræðafélags Islands,
sjá nánar í stofnskrá sjóðsins, sem birtist í Jökli nr.
37 1987, bls. 107. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru tekjur
af höfuðstól. Framlög til sjóðsins eru þegin með
þökkum. Stjórn Sigurðarsjóðs er þannig skipuð:
Elsa G. Vilmundardóttir, formaður, Sigurður Stein-
þórsson og Sveinn Jakobsson.
Elsa G. Vilmundardóttir
110 JÖKULL, No. 38, 1988