Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 62
Tryggvason, T. and J. Jónsson, 1958. Jarðfræðikort af
nágrenni Reykjavíkur (Geological map of the
region around Reykjavik, in scale 1 : 40,000).
Tulinius, H., O.B. Smárason, J. Tómasson, I.B.
Friðleifsson and G. Hermannsson 1986. Hita-
stigulsboranir árið 1984 á höfuðborgarsvæðinu.
Holur HS-14 til HS-22. National Energy
Authority Report OS-86060/JHD-22B, 38 pp.
Walker, G.P.L. 1959. Geology of the Reydarfjördur
area, eastern Iceland. Quart. J. Geol. Soc. London
114: 367-393.
/
Agrip
SEGULSTEFNUMÆLINGAR Á
HRAUNLÖGUM í MOSFELLSSVEIT -
FRUMKÖNNUN
Mjög lítið hefur birst á prenti um jarðfræði hinna
eldri myndana í Mosfellssveit og Reykjavík, og er
þessi grein tilraun til þess að bæta nokkuð úr því. Við
höfum kortlagt myndanir frá Gufunesi inn að
Hafrahlíð, eftir því sem ófullkomnar opnur og fjöldi
misgengja á þessu svæði leyfðu. Við höfum einnig
stuðst við prófritgerðir jarðfræðistúdenta, borholu-
skýrslur og óbirtar upplýsingar sem starfsmenn
Orkustofnunar létu okkur vinsamlega í té. Tekin
voru sýni úr um 200 hraunum til segulstefnumælinga,
og hafa segulstefnurnar einkum verið lagðar til
grundvallar við tengingar milli sniða.
Segulmögnun hraunanna á Mosfellssveitar-
svæðinu er yfirleitt „öfug“, og er reiknað með að þau
hafi runnið fyrir eða um miðbik svokallaðs
Matuyama-segulskeiðs sem náði yfir tímabilið fyrir
2.4-0.7 millj. ára. Þunn „rétt“ segulmögnuð syrpa
sem kemur fyrir ofan á móbergi í Eiðsvík og víðar,
gæti þá verið frá hinu stutta Reunion-skeiði, og
jafngömul syrpu sem m.a. kemur fyrir í miðjum
hlíðum í Kistufelli. Önnur rétt segulmögnuð syrpa og
nokkru þykkri, ofan til í Úlfarsfelli, gæti þá
samsvarað Móskarðshnúkum í aldri. Ummerki sjást
um að minnsta kosti átta jökulskeið í þessum stafla,
og falla þau nokkuð vel að þeim fjölda sem finnst í
samsvarandi sniðum í Esjunni.
60 JÖKULL, No. 41, 1991