Jökull


Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 109

Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 109
okkur við jöklaferðir, m.a. flutning á nýja skálanum á Grímsfjall. Hinn 23. nóvember vígði Flugbjörgunarsveitin nýtt aðsetur í Reykjavík og við færðum þeim innrammaða veggskreytingu er Gunnar Hjaltason gullsmiður gerði. Sigríður Gunnarsdóttir færði félaginu innrammað kort af Skeiðarárjökli, sem afi hennar, Samúel Eggertsson, skrautritari, hafði útbúið. SKÁLAMÁL í vorferð voru gerðar ýmsai' endurbætur á skálum félagsins á Grímsfjalli. Allar kojur voru fjarlægðar úr gamla skálanum, settar upp nýjar neðri kojur og gengið frá rafstöð og hitalögn undir þeim. Auk þess var sett upp loftræstirenna við súðina meðfram kojunum. Borið var á skálann að utan. Hitaveiturör var einangrað frá holunni að skálanum. Um helgina 20.-22. júlí hélt hópur félaga áfram starfi á Grímsfjalli. Þeir settu upp efri koju langs eftir gamla skálanum, borð og bekki í norðaustur horn hans, nýja opnanlega gaflglugga og nýja hlera fyrir þá. Kabissan var fjarlægð. Auk þess var borið aftur utan á báða skálana og skipt um rúðu í eldhús- glugganum í nýja skálanum. Miklar breytingar hafa nú orðið á Grímsfjalli á nokkrum árum, en með auknum ferðum þangað er orðið brýnt að bæta þar umgengni. Af öðrum verkum skálanefndar má nefna að borið var á skálann í Kverkfjöllum og á Kirkjubóli og öllu efni var komið til þess í Goðaborg, en ekki náðist að vinna þar vegna illviðra. I haustferð félagsins í Jökulheima var tekið til í bílageymslu í Jökulheimum. Að lokum skal á það bent að tekjur eru nú nokkrar af læstu skálunum og ekki veitir af vegna viðhalds, sem skálanefnd hefur samið áætlun um að vinna markvisst að. Skálanefnd gerði á árinu ítarlega áætlun um viðhald skála og framkvæmdir. Þar kemur fram að Kirkjuból er í góðu ástandi, borið var á skálann að utan, en stefnt er að því að lakka hann að innan. Einnig var borið á Kverkfjalla- skálann, sem er í góðu lagi, en talið nauðsynlegt að húða þar gólfið. Áburðarefni var komið í skálann í Goðahnúkum í vorferðinni, en þar sem ekki reyndist unnt að bera á hann vegna snjóa var gerð sérstök ferð til þess um mitt sumar. Þá var einnig sett plexígler í gluggahlera til þess að hleypa birtu inn á veturna þegar snjór og ísing liggur á skálanum. Esjufjallaskálinn er í góðu horfi, borið var á hann að utan, en þörf fer að verða á að lakka gólf og veggi. Á Grímsfjalli var fúavörn borin á skálana í vorferð og í ágúst var sett plexígler í gluggahlera. Öll hús í Jökulheimum voru máluð. NÁTTÚRUVERNDARÞING Jón Isdal sat 7. Náttúruverndarþingið, 26.-28. október sem áheyrnarfulltrúi. Þar var m.a. rætt um skipulagsskyldu við byggingar á hálendinu. Hér skal þess getið að allir skálar félagsins nema nýji skálinn á Grímsfjalli vom reistir áður en reglur um skipulagsskyldu tóku gildi 1979. Áður en sá skáli var reistur hafði félagið samráð við Náttúruvemdarráð. HÚ SNÆÐISMÁL Húsnæðismál félagsins í Reykjavík eru enn óviðunandi. Leiguherbergi að Bakkagerði 9 er allof lítið og engin leið að koma skipulagi á rit og skjöl félagsins þar vegna þrengsla. Rætt hefur verið í stjórninni um að stefna að því að eignast fokhelt húsnæði, sem félagar gætu gengið frá, en engar ákvarðanir teknar. BÍLAMÁL OG FARARTÆKI Snjóbíll félagsins, Bombardier af árgerð 1972, var s.l. haust fluttur til Reykjavíkur og unnið hefur verið að viðgerðum á honum á verkstæði Gunnars Guðmundssonar. f bílanefnd hafa hugmyndir verið ræddar um breytingar á bílnum, en nú er unnið að því að setja í hann sjálfskiptingu og millikassa og breikka beltin. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð var haldin laugardag 3. nóvember í Átthagasal Hótels Sögu og var óvenjumikið í hana lagt í tilefni af fertugsafmæli félagsins. Þar mættu 108 manns og á formaður skemmtinefndar, Halldór Ólafsson eldri, þakkir skyldar fyrir að hóa mörgum gömlu félögunum saman það kvöld. Veislustjóri var Jón E. ísdal, en formaður flutti ávarp og undir borðhaldi lék tríó Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, Sigurðar Snorrasonar og Páls Einarssonar. Stjómin þakkar skemmtinefnd mjög vel unnin störf. GJÖRFI OG KJÖRFI Skíðagöngufélagar í GJÖRFI fóru sínar venjulegu heilsubótargönguferðir annan hvern laugardag frá Nesti í Ártúnsbrekku. Kvenfélag Grímsvatnahrepps hélt uppteknum hætti og stjórnin þakkar þeim allan stuðning á liðnu ári. BREYTINGAR í STJÓRN FÉLAGSINS Einar Gunnlaugsson, sem hefur setið í aðalstjórn frá árinu 1983, óskar nú eftir að víkja úr henni. Á honum hefur hvfit mjög annasamt starf við ritun fundargerða, umsjón með fréttabréfi, auk spjaldskrár og félagatals og dreifingu gíróseðla við innheimtu félagsgjalda. Það var að tillögu Einars og frumkvæði að félagið hóf útgáfu fréttabréfsins í ársbyrjun 1984 og hann hefur annast það frá upphafi. Ég vil fyrir hönd félagsmanna þakka Einari fyrir mikil störf í þágu JÖKULL, No. 41, 1991 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.