Jökull


Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 91

Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 91
við slíkar aðstæður. Ekki gengur að kalla snjóskafla breytingar á jöklinum. DRANGAJÖKULL í Kaldalóni - Ekki hefur tekið upp snjóinn frá í fyrra við jökuljaðarinn og verður því ekki að marka mælingu þar. Skilmerkileg grein Indriða Aðalsteins- sonar fyrir árferði þar í sveit er svohljóðandi: „Haustið í fyrra var mjög gott til fyrstu viku í desember að undanskildum haustkálfi um vetumætur. Upp úr áramótum gekk í linnulausar norðanfann- burðarhríðar, svo hvað snjóþyngsli snertir, verður ekki við neitt jafnað áður þekkt hér í Skjaldfannardal. Einkum hlóðst fönnin í skjólin í suðurhlíðum og var þar þykkri en veturinn 1989 sem var þó sá snjó- þyngsti sem gamlir mundu. Vorveðráttan frá 1. maí og síðan, en þurrkar er á leið júní, töfðu sprettu og þurrkbrunnu víða harð- lendari tún. Rigningar samfara hlýindum um miðjan júlí bættu þó mjög úr og yfir höfuð var sumarið mönnum og málleysingjum hagfellt og gott. Berja- spretta þó léleg því seint kom undan snjó, en dilkar feikivænir, því grös stóðu í blóma út september. Töluvert kom uppúr af gamla jöklinum fyrir Kaldalóns- og Skjaldfannardalsbotnum, en afar miklir skaflar eftir í öllum brúnum hér að norðanverðu og Skjaldfönnin aldrei víðáttumeiri á haustdögum en nú. Hætt er við að nú drepist mikið af þeim gróðri sem var í sókn í og við snjóa „kistur" en kemur nú ekki undan eða of seint til að lifna." Reykjafjarðarjökull - Guðfinnur Jakobsson skrifar bréf að vanda og þar stendur m.a.: „... fórum norður 30. maí og komum aftur 11. ágúst. Sumarið hjá okkur þar mátti kallast ágætt og nokkuð hlýtt. Það kom aldrei frostnótt, en um Jónsmessuna snjóaði í fjöll. Jökuljaðarinn neðst er skelþunnur og lítið sprunginn, en svo sem 400-500 metrum ofar gæti ég trúað hann væri að bólgna upp..." yfir hann. Það er orðið áberandi að smájöklar eru að stækka um alla Jökulfirði og er það sérstaklega áberandi í Hesteyrarfirði og Lónafirði. Veturinn var sérlega snjóþungur annað árið í röð. Vetur var góður þar til í janúar, en þá fór að fenna og fennti allt í norðlægum áttum. Snjór varð meiri í Leirufirði en nokkru sinni áður þau 28 ár sem ég hef verið þar. Vorið kom 1. maí og var einstaklega gott og sumarið með og var gróður mjög fallegur þar sem hann komst upp úr snjónum á skaplegum tíma." NORÐURLANDSJÖKLAR Hálsjökull - I athugasemdum á mælingablaði segir Þórir Haraldsson: „Ekkert nýsnævi. Jökullinn er að mestu hulinn snjó frá fyrra vetri, þó er u.þ.b. 300 m (ekki mælt) breitt belti neðarlega í jöklinum komið undan síðasta vetrarsnjó. Bæði efri og neðri mörk þessa beltis eru mjög bein. Innan beltisins eru þó allar vatnsrásir sléttfullar af snjó, svo að ganga mátti talsvert upp eftir þeim á venjulegum gönguskóm og hlusta á vatnasynfoníuna í iðrum jökulsins. Við jökulsporðinn var enn 50 m (mælt) breitt lag af snjó síðasta vetrar. ...ekkert skrið er á honum frekar en fyrri daginn..." LANGJOKULL Hagafellsjökull eystri - Theódór Theódórsson hefur mælt nokkrum sinnum vatnsborðshæð á Hagavatni. 9. október 1982 5. október 1985 7. september 1986 24. september 1989 1. september 1990 434,2 m y.s. 434.8 m y.s. 435.8 m y.s. 435,5 m y.s. 436.9 m y.s. Talsvert hefur hækkað í vatninu eða um 2,7 m á 8 árum, en það er mikil breyting hvernig sem á henni stendur. Leirufjarðarjökull - Frá Sólbergi Jónssyni fréttist þetta: „Á mælingadag (14. sept.) sást nokkuð orðið í jökul, en óskaplegar fannir voru víða, sérstaklega að norðanverðu og fannir voru niður í sjó. Stór sprunga hefur myndast í jöklinum ofarlega og nær hún þvert HOFSJÖKULL A Lambahrauni - I athugasemdum á mælingablaði segir Bragi Skúlason: „Snjór á jökuljaðri er með minnsta móti, 100-200 m á breidd." Sátujökull - Bragi segir hér: „Jökull virðist hafa JÖKULL, No. 41, 1991 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.