Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 94
Staður þessi er þó ekki allskostar heppilegur, einkum
vegna þess að kvíslin setur honum þrengri skorður en
æskilegt væri.
Steinn Þórhallsson segir í athugasemd um jökulinn
milli Jökulsár og Stemmu: „Nú er Stemma horfin og
rennur í Jökulsárlón. Á mælistaðnum er nú komið
vatn meðfram jökli um 60 m breitt. Þarna er mikil
breyting frá því í fyrra ... Ennþá er við lónið landfast
dálítið haft sem Stemma fer undir, en það brotnar
eflaust niður. Jökullinn handan vatnsins er þver-
hníptur á að giska 10 m hár.'1
Við Fellsfjall hefur jaðar jökulsins þynnst mikið
frá í fyrra að sögn Steins.
Fláajökull - Jökullinn er greinilega að skríða fram
þótt tölumar sýni hop.
Hojfellsjökull - Vesturjökullinn, sem vissulega heitir
Svínafellsjökull, hefur hopað meira eða minna sam-
fellt í hálfa öld svo kílómetrum skiptir meðan sporður
þess eystra hefur lítið hörfað. Eins og er, er lítil
hreyfing á sporði Svínafellsjökuls.
TÍMAMÓT
Með mælingunni nú 1990 er lokið öðru 30 ára
tímabili í sögu sporðamælinga sem Jón Eyþórsson
veðurfræðingur hóf 1930. Þá er eðlilegt að staldra við
og huga að því, sem gert hefur verið og ekki síður
hvert skal stefnt.
Litið um ö.xl - Ekki verður Jóni Eyþórssyni nógsam-
lega þakkað að hann stofnaði til mælinga á jökul-
sporðum af slíkum myndarbrag. Hann sýndi þar
mikinn dugnað og áhuga sem honum virðist hafa
tekist að koma yfir á þorra landsmanna enda átti hann
auðvelt með að ná til fólks. Á nokkrum sumrum
ferðaðist hann um landið og kom upp merkjum til
mælinga og fékk heimamenn til að sjá um mæling-
arnar frá ári til árs eftir það. Þetta kerfi er enn við
lýði, nú á vegum Jöklarannsóknafélagsins og verður
e.t.v. ekki betur fyrir komið eins og síðar er vikið að.
Horft fram á veg - Oft hefur því verið varpað fram, að
hefðbundnar jökulsporðamælingar á borð við þær,
sem hér eru til umfjöllunar, séu orðnar úreltar og betri
og nákvæmari aðferðir vænni til árangurs. Eitthvað er
til í þessu. Við höfum í flestum tilvikum mælt jökul-
jaðarinn út frá merkjum á einni línu eða á fáeinum
stöðum, þar sem um stóran jökulsporð er að ræða.
Þetta gefur ekki annað en breytingar jökulsins í
stórum dráttum. En þannig fáum við líka alla megin
þætti í sögu jökulsins skráða, vissulega ekki upp á
eins metra nákvæmni, en þess gerist engin þörf. Með
loftljósmyndum er hægt að kortleggja jökuljaðarinn
allnákvæmlega, en slíkt er æði dýrt fyrirtæki. Land-
mælingar Islands hafa það að markmiði að taka
loftmyndir af óbyggðum á 10 ára fresti. Þetta er alls
ekki fullnægjandi því miklar breytingar geta orðið á
jöklum á þeim tíma. Ef til vill mætti fylla upp í
skörðin með gervitunglamyndum, en þær eru því
miður líka rándýrar. Enn mætti hugsa sér að gera út
mann á flugvél til að taka myndir af jökuljöðrum.
Slíkt myndi að sjálfsögðu kosta og úrvinnsla yrði
nokkuð vandasöm.
Með núverandi fyrirkomulagi fást ýmsar viðbótar
upplýsingar. Maður sem er kunnugur staðháttum
kemur árlega að jöklinum og verður margs áskynja,
sem ekki liggur í augum uppi fyrir ókunnuga. Með
því að skapa sér viðmið á staðnum, bæði við jökul-
jaðarinn og ekki síður bunguna á jöklinum þar fyrir
ofan, má oft sjá fyrir hver næstu viðbrögð jökulsins
verða.
Breytingar á jöklum 1960-1990 - Jón heitinn
Eyþórsson tók sjálfur saman árangur verka sinna í
grein í Jökli 1963. Það var ekki mikið annað en tafla
yfir breytingamar frá ári til árs og öðrum látið eftir að
draga sínar ályktanir. Allir jöklar landsins, sem
mældir voru þessi 30 ár, höfðu hopað án undan-
tekningar og segir það e.t.v. betur en nokkuð annað,
hve gífurlega veðri brá til hins hlýrra á öðrum
þriðjungi aldarinnar. Nú bregður svo við, að 12 jöklar
standa framar en þeir gerðu í kring um 1960. Þeir eru
Hyrningsjökull í Snæfellsjökli, Hagafellsjöklar eystri
og vestari í Langjökli, Múlajökull í Hofsjökli, Gíg-
jökull í Eyjafjallajökli, Sólheimajökull í Mýrdals-
jökli, Skeiðarárjökull austanverður, Brókarjökull og
Brúarjökull í Vatnajökli og Svínafellsjökull, Fall-
jökull og Kvíárjökull í Öræfajökli.
Nokkrir jöklar hafa hopað meira en einn kílómetra.
Þeir eru Tungnaárjökull, Síðujökull og Breiðamerkur-
92 JÖKULL, No. 41, 1991