Jökull


Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 105

Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 105
Snjóflóðin miklu í Höfðahverfi í febrúar 1974 EGILL EGILSSON Snjóflóð eru árviss í suðurhluta hins mikla fjallgarðs á milli Leirdals- og Flateyjardalsheiða á Austurskaga í Suður-Þingeyjarsýslu. Einkum er norðurhlíð Dals- mynnis illræmd fyrir þetta, og hefur komið fyrir að öll hlíðin á milli bæjanna Þverár og Skarðs hafi fallið fram í einu flóði, sem hefur eytt skógi, jafnvel upp eftir hlíð sunnan megin. A milli þessara bæja eru um fjórir og hálfur kílómetri. Árlega falla flóð úr Grefilsgili á mörkum Hnjúka og Dalsmynnis. Úr Hnjúkunum sjálfum, sem snúa vestur af Höfðahverfi falla oft snjóflóð, en sjaldan niður til byggða, nema þau tvö sem fjallað er um hér. I þeim, eða öllu heldur ofan þeirra og beggja vegna sunnan og norðan eru hamraskálar, þar sem flóðin eiga upptök sín. Þrjár þessara skála eru geysistórar, þ.e. nefnt Grefilsgil, Grýtuskál á norðurmörkum þessa svæðis, og ónefnd skál upp af bænum Lómatjörn, hér nefnd Lóma- tjarnarskál. Austur af þessum skálum er flati, um það bil tólf hundruð metra yfir sjávarmáli. Á bandarískum kortum gerðum eftir loftmyndum er allt að kvart- ferkílómetri í 1220 m hæð og yfir. Þessi flóð ollu ekki teljandi tjóni. Hið syðra reif horn af sumarbústað í Stekkjardal ofan Lómatjarnar. Sama flóð hentist neðan úr Dýjadal upp á Litluflöt í Hléskógalandi og reif með sér langan kafla túngirð- ingar. Það endaði neðan vegar ekki langt frá tjörninni sem Lómatjarnarbær er kenndur við. Hið ótrúlega er að ytra flóðið (hið lengra á myndinni) olli engu tjóni, þótt það sleikti næstum veggi bæjarhúsa og heima- rafstöðvar í Hléskógum. Þetta flóð er ástæðan til þess að þessum flóðum eru gerð skil. Það virðist nefnilega einstakt að því leyti, að meðalhalli þess er varla meiri en um 18- 20%, sem mun vera næstum einsdæmi. Þetta sést af því að athuga leið flóðsins. Ekki sást greinilega til upptaka flóðsins í háfjöllum, en samkvæmt aðstæðum, þ.e. landslagi og veðurlagi getur það varla hafa komið annars staðar frá en úr suðausturhlíð Grýtuskálar. Fyrrnefndur flati nær allt norðvestur undir brún skálarinnar, sem getur vart verið undir ellefu hundruð metrum. Efstu rætur flóðsins eru tæplega undir kílómetra hæð yfir sjó. Ef menn rekja sig eftir nákvæmu korti eða athuga hlutföll loftmyndarinnar, sést að lengd þess er fimm til fimm og hálfur kílómetri. En flóðið endaði í um tuttugu metra hæð yfir sjó. Samkvæmt þessu eru neðri mörk hallatölunnar 980/5500 eða um 18%. Af myndinni sést að flóðið er tvískipt, og hefur meginhlutinn farið norðar og stöðvast nærri brún Leirdalsheiðar. Flóðið klofnaði um svonefndar Bungur, og hélt syðri hlutinn niður eftir Heiðarlág, sem er um eins kílómetra langur farvegur Grýtu. Sú á, sem kemur úr Grýtuskál hefur átt sér þrjá mismunandi farvegi eftir ísöld, þ.e. núverandi farveg niður til Gljúfurár, farveg niður hjá Grýtubakka, og Heiðarlágina niður til Hléskóga. Sá farvegur er augljóslega elstur. Það sem ræður úrslitum um lengd þessa arms snjóflóðsins er það hversu Heiðarlágin þrengir að. Flóð sem fær að breiðast út á flata (ytri armurinn) stöðvast, jafnvel þótt snjómagn sé meira, heldur en ef að þrengir um langan veg, líkt og var um syðri arm þess. Hitt snjóflóðið, úr nefndri Lómatjarnarskál, á sér upptök í um ellefu hundruð metra hæð og endar í um 5 m y.s. Meðalhalli þess er um 25%. Veðurskýrslur benda eindregið til að þetta hafi gerst 3. febrúar. Heimildarmenn: Guðmundur Þórisson, Hléskógum, Sverrir Guðmundsson, Lómatjörn og Jón Oskarsson, Kolgerði. JÖKULL,No. 41, 1991 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.