Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 111
sinni 7. desember. Þar var rætt um stöðu jarðfræðinnar í
íslensku þjóðfélagi og kennslu í jarðfræði, bæði í
framhaldsskólum og í Háskólanum.
Miðvikudaginn 13. febrúar var haldinn fyrsti fræðslu-
fundur félagsins á árinu 1991. Karl Grönvold, jarðfræðingur
á Norrænu eldfjallastöðinni og Ragnar Stefánsson, jarð-
eðlisfræðingur hjá Veðurstofu fslands fluttu erindi um gos-
sögu Heklu, efnasamsetningu kvikunnar og spennubreyt-
ingar sem verða í jarðskorpunni í sambandi við Heklugos.
Félagið gekkst fyrir ráðstefnu um jarðfræði og umhverfis-
mál að Hótel Loftleiðum 12. apríl. Alls voru flutt 17 erindi á
ráðstefnunni og var að venju gefið út ráðstefnurit með
ágripum erindanna. Rúmlega 100 manns sóttu ráðstefnuna.
Gestur Gíslason, jarðfræðingur hjá Hitaveitu Reykja-
víkur flutti erindi 30. apríl um jarðhita og jarðhitarannsóknir
í Kenýa, en hann starfaði þar í sjö ár, 1983-1990, á vegum
Sameinuðu þjóðanna sem yfirmaður þeirra við jarðhitaleit
sem ríkisstjórn Kenya og Sameinuðu þjóðirnar stóðu að.
Síðasta fræðsluerindi vetrarins var flutt á aðalfundi 14.
maí. Fyrirlesarar voru Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun, prófessor Stefán Amórsson og
prófessor Sveinbjörn Björnsson hjá Háskóla Islands.
Erindið fjallaði um vinnslueiginleika lághitasvæða Hitaveitu
Reykjavíkur. Flytjendur hafa unnið að samantekt á vinnslu-
eiginleikum lághitasvæðanna fyrir Hitaveitu Reykjavíkur,
en samantektin byggir á umfangsmiklum gögnum og
skýrslum sem starfsmenn Hitaveitunnar, Orkustofnun og
Vatnaskil hf. hafa unnið að langmestu leyti.
ENDURMENNTUN ARN ÁMS KEIÐ
Endurmenntunarnefnd Háskóla Islands stóð fyrir námskeiði
með aðstoð Jarðfræðafélagsins 6. til 9. nóvember, en þar
var fjallað um nytjavatn, ferskvatn og jarðhita. Freysteinn
Sigurðsson, Olafur Pétursson, Sigurður R. Gíslason og
Sveinbjörn Björnsson önnuðust undirbúning.
HEIMSÓKN FRÁ ARMENÍU
í júlí, 1991, komu 6 Armenar í heimsókn til Islands og
dvöldu hér í 9 daga í boði Jarðfræðafélagsins. Aður höfðu
nokkrir íslenskir jarðfræðingar farið í heimsókn til Armeníu
í boði Jarðfræðifélags Armeníu. Ymsir íslenskir aðilar,
aðstoðuðu við fjármögnun heimsóknarinnar, en íslensku
Armeníufararnir skipulögðu hana og önnuðust framkvæmd.
Farið var í kynnisheimsóknir til ýmissa stofnana og
fyrirtækja, dvalið nokkra daga í sumarhúsi í Brekkuskógi og
farið í ferðir um Suðurland.
FERÐ Á ELDSTÖÐVARNAR VIÐ
HEKLU 16. TIL 18. ÁGÚST
Jarðfræðafélag Islands og Hið íslenska náttúrufræðifélag
stóðu sameiginlega að ferð á eldstöðvarnar í Heklu helgina
16. til 18. ágúst, 1991. Gist var í tjöldum í Galtalækjarskógi.
Haukur Jóhannesson, Guðrún Larsen og Guðrún
Sverrisdóttir önnuðust leiðsögn. Um 20 manns tóku þátt í
ferðinni.
NEFNDIR
Nokkrar nefndir starfa á vegum félagsins:
ORÐANEFND
Orðanefnd starfar á vegum félagsins. Hún hélt 8 fundi á
síðasta starfsári. Kristján Ámason, málfræðingur, er ráðu-
nautur orðanefndar. Nefndin hefur tekið fyrir tvo
efnisflokka, eldfjöll og jarðlagafræði. Hafa 80 hugtök verið
íslenskuð. Stefnt er að því að kynna starfsemi orðanefndar í
fréttabréfi Jarðfræðafélagsins.
RITNEFND
Jarðfræðafélagið á aðild að útgáfu Jökuls með Jökla-
rannsóknafélagi Islands og starfa við það tveir ritstjórar auk
ritnefndar. Ritstjóri Jökuls tilnefndur af Jarðfræðafélaginu er
Leó Kristjánsson.
N ÁTTÚRU VERND ARÞING
Náttúruverndarþing var haldið dagana 26. til 28. október, en
samkvæmt 4. gr. laga um náttúruvernd nr. 47/1971 og 2. gr.
reglugerðar nr. 456/1987 um Náttúruverndarþing á Jarð-
fræðafélag Islands rétt á því að tilnefna fulltrúa til setu á
þinginu. Stefán Arnórsson, formaður félagsins sat þingið
sem fulltrúi Jarðfræðafélags Islands.
STJÓRN FÉLAGSINS
S.l. starfsár var stjórnin þannig skipuð: Stefán Arnórsson,
formaður, Auður Andrésdóttir, ritari, Ásgrímur Guð-
mundsson, gjaldkeri, Áslaug Geirsdóttir, meðstjórnandi og
Steinunn Jakobsdóttir, meðstjórnandi. Á síðasta aðalfundi
gengu úr stjórn Elsa G. Vilmundardóttir, formaður, Guðrún
Helgadóttir, ritari og Þorgeir Helgason, varaformaður, en í
þeirra stað vom kosin Stefán Arnórsson, formaður, Auður
Andrésdóttir, ritari og Steinunn Jakobsdóttir, meðstjómandi.
FJÁRHAGUR
Fjárhagsafkoma félagsins byggist á árgjöldum félagsmanna.
Árgjaldið var kr. 700. Aðalútgjöld félagsins eru fjölritunar-
og póstkostnaður, en reynt er að láta fundi og ráðstefnur
standa undir kostnaði.
NÝIR FÉLAGAR
Á síðasta aðalfundi bættust tveir nýir félagar í hópinn. Nú
eru 183 á félagaskrá í Jarðfræðafélagi íslands.
Stefán Arnórsson
JÖKULL,No. 41, 1991 109