Jökull


Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 93

Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 93
Um eystri tunguna segir hann: „Lóðréttur og mjög hár spísslaga að framan, því hryggurinn að vestan- verðu sem jökullinn fór yfir heldur við hann ennþá og myndar stóran íshelli og sér í endann á hryggnum." VATNAJÖKULL Skeiðarárjökull - Bragi Þórarinsson telur jökuljaðarinn austast lægri en hann hefur verið undanfarin ár. Skaftafellsjökull - í bréfi Guðlaugs Gunnarssonar segir: „... Skaftafellsjökull gekk fram í vetur síðastliðinn en svo hefur minnkað aftur í sumar og lækkað verulega." ÖRÆFAJÖKULL Svínafells-, Virkis- og Falljökull - Þessir jöklar hafa lækkað að sögn Guðlaugs og hopað þó að það komi ekki fram í mælingunni. Kvíár-, Hrútár-, Fjalls- og Breiðamerkurjökull V - Bréf Flosa Björnssonar á Kvískerjum er fróðlegt að venju: „Hér í grenndinni hafa jöklamir flestir hopað nokkuð nema Kvíárjökull. En þar er grjótjökullinn á jaðri hans hár og brattur, og jökulmörk enn ekki allskostar skýr ... Hafa sigið fram síðan í fyrra haust, en þó má vera að þau hafi þá verið eitthvað framar en sýndist þá, en auðsærri nú. Hins vegar er hreinn jökull þarna að baki grjótjökulsins talsvert lægri og sléttari nokkurn spöl, en nokkru innar býst eg við að jökullinn hafi a.m.k. ekki lækkað í sumar. Þótt Hrútárjökull hafi hopað lítið eitt á mælingastaðnum, er jökuljaðarinn þarna samt hár og brattur. Innar verður þess samt vart að jökullinn hefur farið lækkandi. Sést þar nú aftur í klett milli Ærfjalls og Múla, sem hefur verið hulinn jökli allmörg ár. Fjallsjökullinn heldur greinilega áfram að lækka langt inn eftir. Við merki nr. 137 er jökullinn kyrr- stæður, en þar háttar svo til að þar hefur síðari árin verið grjótborin jökultunga, Báðum megin hefur jökullinn verið að hopa næstliðin ár, svo skiptir nokkrum tugum metra, en þó líklega lítið í sumar þarna í grennd. Eg hugðist mæla Fjallsjökul við Breiðamerkurfjall að þessu sinni, (merki nr. 138) en gafst upp við það. Fjallsá óvæð er eg kom þar, reyndi nokkuð að komast yfir á jökli, en slæmar sprungur eru eins og nú er upp af útfalli árinnar og ógreiðfærir hvassbrýndir kantar lengra upp eftir. En jaðar Fjallsjökuls þarna sýnist lítt breyttur frá því er síðast var mælt þar (haustið 1987), en varla styst. Breiðamerkurjökull við Breiðamerkurfjall ... enn mjög sprunginn og úfinn hér um bil austur að vestustu rönd, þó varla eins og næstliðin ár, og mun heldur lækkandi. En hefur í sumar greinilega hopað þó nokkuð (nema mjó jökultunga sem beygir spottakorn vestur með fjallinu) ... Hér hefur sumarið verið rigningasamt en hlýtt, þótt ekki væri mikið um sterkan sólarhita, en samt fáeinir góðir dagar. Vetrarsnjór var með mesta móti til háfjalla í vor, en er kom fram í ágústmánuð og september tók snjóinn ört, og jafnvel með mesta móti, og á hájöklum einnig að því er virðist... Læt eg þá þessum línum lokið, og vænti þess að endingu að nákvæmari og betri aðferðir til að fylgjst með breytingum jöklanna og ástandi þeirra leysi þessar mælingar af hólmi áður en langt líður." VATNAJÖKULL Breiðamerkurjökull - Flosa á Kvískerjum farast svo orð í ofannefndu bréfi: „Enn mældi eg að þessu sinni merki nr. 142 (upp af Nýgræðnabakka), því staður sá sem eg hafði stikað út áður til vara, spottakorn austur með Máfabyggðarönd reyndist ekki hæfur til þess, a.m.k. ekki sem stendur, því hann er grjótbornari en eg hugði í fyrstu. Eg hafði að vísu einnig mælt út annan stað í fyrra sumar nokkru austar, en þær vörður voru af einhverjum ástæðum horfnar í sumar. Hlaut eg því að mæla enn við merki 142, þótt sú lína færist sífellt nær Esjufjallarönd eftir því sem jökullinn hopar... (Lónið sem þar var hefur hlaupið fram, en kvísl flæmist þar um. Tók eg því vinkil vestur á við þar skammt fyrir framan og síðan upp í jökul eins og síðustu árin). Eg stikaði út nýja mælilínu til að geta notað næsta ár ... Er hún skammt austan við Nýgræðnakvíslar á dálítilli botnurðaröldu. Tvær vörður með 50 m bili. Frá þeirri ytri voru nú 75 m að jökli (30. ágúst). JÖKULL,No. 41, 1991 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.