Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiOctober 2014Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 2
Helgarblað 10.–13. október 20142 Fréttir „Gengur út á að draga úr fordómum“ Stofnuðu athvarf fyrir geðsjúka í Minsk V ið fengum fyrirspurn frá Hvít- rússneska Rauða krossin- um fyrir um tveimur árum um það hvort við gætum miðlað af okkar reynslu varðandi uppbyggingu verkefna í þágu geð- fatlaðra,“ segir Nína Helgadótt- ir, verkefnisstjóri Rauða krossins í málefnum Mið-Austurlanda og Austur-Evrópu. Hún, ásamt sam- starfsfólki sínu, er stödd í Minsk og hefur verið að fylgjast með starfi og þjálfa sjálfboðaliða í athvarfi fyr- ir fólk með geðraskanir. Á með- al þeirra sem þjálfar starfsfólkið í Minsk er fyrrverandi gestur úr Vin, Ása Hildur Guðjónsdóttir, sem nú starfar sem sjálfboðaliði þar. Heimilið í Minsk er í dag, á degi alþjóða geðheilbrigðisdagsins, árs- gamalt og gengur starfið þar mjög vel. Verkefnið er fjármagnað af Rauða krossi Íslands og utanríkis- ráðuneytinu. „Eftir mikið samstarf settumst við niður og hönnuðum þetta verkefni í samstarfi við þá. Verkefnið er að ís- lenskri fyrirmynd en hefur verið lag- að að aðstæðum hér úti. Megintil- gangur verkefnisins gengur út á að draga úr fordómum gagnvart fólki með geðsjúkdóma og auka umræðu um geðheilbrigði,“ segir hún. Til þess að ná þessum markmiðum var opn- að athvarf sem svipar til íslenskra athvarfa Rauða krossins sem hef- ur um árabil unnið að uppbyggingu þeirra hér á landi. Má í því sam- hengi nefna athvarfið Vin í miðborg Reykjavíkur. Markmið slíkra athvarfa er að rjúfa einangrun og efla þekk- ingu allra á málefnum geðsjúkra. „Hér fer fram mikið málsvara- starf, til þess að efla umræðuna og minnka fordóma,“ segir hún. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel að koma þessu á hér, auglýsa það þannig að það laði til sín gesti og þau hafa unnið mikið brautryðjendastarf hér,“ segir Nína. n astasigrun@dv.is Milljónir út uM gluggann n ríkisbílar ekki í kaskó n 11 milljóna króna tjón á land Cruiser Vegagerðarinnar Í slenska ríkið á yfir tvö þús- und bifreiðar en engin af þeim er kaskótryggð heldur aðeins með þær lögbundnu tryggingar sem allir verða að hafa. Þetta gæti mörgum þótt einkennilegt og þá sérstaklega í ljósi þess að fjöl- margar af þessum bifreiðum eru metnar á yfir tíu milljónir króna. Ein af bifreiðum ríkisins lenti í umferðaróhappi á dögunum en það var tæplega 11 milljóna króna Land Cruiser 150-jeppabifreið Vegagerðarinnar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni var bif- reiðinni ekið ofan í skurð en öku- maður hennar slapp án meiðsla. Eftir situr tæplega 11 millj- óna króna jeppabifreið sem Ríkis- kaup sjá nú um að selja fyrir Vega- gerðina á helmingsvirði eða fyrir tæpar fimm milljónir króna. Um- ferðaróhappið kostaði því íslenska skattgreiðendur rúmar fimm millj- ónir króna. Spara sér pening Þetta er ekki eina altjónið sem ís- lenska ríkið hefur þurft að taka á sig en samkvæmt heimildum DV hafa þau verið nokkur í gegnum árin. Það mætti því spyrja hvers vegna ríkið ákveður að tryggja ekki jafn dýrar bifreiðar? Hvers vegna eru bifreiðar forsætisráðherra eða utanríkisráðherra ekki kaskó- tryggðar? „Menn hafa metið það svo að áhættudreifing milli þessa fjölda bíla sem ríkið á geri það að verk- um að það er hagkvæmara að taka þessa áhættu yfir nokkurra ára tímabil í stað þess að borga tug- milljónir í að kaskótryggja þær allar,“ segir Benedikt Jóhannes- son tryggingastærðfræðingur en hann hefur meðal annars gef- ið Ríkiskaupum ráð hvað varðar tryggingamál. Bílasali sem DV ræddi við sagði málið út í hött. Hann sagðist skilja að ríkið kaskótryggði ekki allar bif- reiðar í sinni eigu en botnaði ekk- ert í því af hverju þær dýrustu væru ekki tryggðar. Bílasalinn sagði að Ríkiskaup hefðu nýlega farið í út- boð vegna kaupa á Land Rover- bifreið fyrir eitt af ráðuneytum rík- isins. Jeppabifreiðin hafi kostað tólf milljónir og nú væri henni ekið um götur Reykjavíkur aðeins með lögbundna tryggingu. Sjónarmið að tryggja dýrustu Þá kviknar sú spurning af hverju íslenska ríkið sé ekki með eitthvert viðmið þ.e.a.s. ef verðmat bifreið- ar fer yfir ákveðna upphæð, eins og t.d. sex milljónir, þá sé keypt kaskótrygging. Þessu er bílasalinn sammála. „Ég hugsa að þetta séu nú ekki mjög margir bílar sem eru svona dýrir þannig að það er alveg sjón- armið að tryggja þá án þess að verulegur kostnaður hlytist af. En svona að meðaltali þá myndi ég áætla að ríkið komi út í plús að þessu leyti, það er að segja með því að tryggja ekki,“ segir Benedikt. „Flugvélar og þyrlur á vegum ríkisins eru tryggðar upp í topp, bara til að nefna dæmi um eitt- hvað sem væri verulegt áfall, jafn- vel fyrir stóran aðila eins og ríkið, ef þeim hlekktist á.“ Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir ákveðna skynsemi fólgna í því að vera með eitthvert viðmið en ekki ákveða það bara heilt yfir alla línuna að kaskótryggja ekki. Bílaleiga Akur- eyrar var með í kringum 3.000 bif- reiðar í sumar þegar mest lét. Fer eftir tjónasögunni „Við skoðuðum þetta hjá okkur fyr- ir of mörgum árum. Hvað borgaði sig að gera í þessum tryggingar- málum? Hvort við værum að kaskótryggja of mikið eða of lítið? Hvort við ættum að sleppa framrúðu- tryggingunni og svo framvegis? Á þeim tíma, og þetta er í kringum 2007, þá vorum við með það við- mið að ef bifreið var metin á 1.200 þúsund, sem er eflaust í kring- um tvær milljón- ir í dag, þá borg- aði sig fyrir okkur að vera með hann í kaskó út frá okk- ar tjónasögu,“ segir Steingrímur og áréttar að þetta fari fyrst og fremst eftir tjóna- sögunni hjá viðkom- andi. „Auðvitað geta menn lent í slæmum tjónum, eins og virð- ist vera með Land Cruiser-inn hjá Vega- gerðinni, en svo fer þetta eftir fjárhagsstyrk hvers og eins. Við erum til dæmis bara venju- legt fyrirtæki og ekki með þann styrk að geta leyft okkur að taka séns- inn á stórum áföll- um.“ n „Við erum til dæmis bara venjulegt fyr- irtæki og ekki með þann styrk að geta leyft okkur að taka sénsinn á stórum áföllum. Atli Már Gylfason atli@dv.is Í klessu Jeppabifreið Vegagerðarinnar kostar 11 milljónir úr kassanum en hún er árgerð 2012 og ekin 32 þúsund kílómetra. Mynd RÍkiSkAup Tryggingastærðfræðingur Benedikt Jóhannesson segir skýringuna felast í því að það hafi verið hagkvæmara fyrir ríkið að taka á sig eitt og eitt tjón í stað þess að kaskótryggja allar bifreiðar. Mynd SiGTRyGGuR ARi Hegðuðu sér undarlega á Hólmavík Lögreglan á Vestfjörðum hand- tók par á Hólmavík á miðvikudag sem var þá nýkomið til þorpsins. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að parið var í annar- legu ástandi og hafði verið til- kynnt um undarlega hegðun þess. Hafði það farið í leyfis- leysi inn í húsnæði fyrirtækja á staðnum og gert sig líklegt til að taka þar verðmæti. Í fórum þess fundu lögreglumenn allnokkurt magn fíkniefna, eða um fimmtíu grömm af efni sem talið er vera amfetamín og um 6 grömm af kannabisefnum. Í ljósi efnismagnsins grunar lögreglu að það hafi verið ætl- að til sölu. Í tilkynningu frá lög- reglunni kemur fram að parið var auk þess með tvo hnífa á sér. Parið var yfirheyrt og því sleppt lausu seinnipartinn á mið- vikudag. Fólkið hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota, svo sem fíkniefna- mála og ofbeldisbrota. Leita Christians um helgina Til stendur að leita að þýska ferðamanninum Christi- an Markus við Látrabjarg um helgina. Meðal annars verð- ur leitað í fjörunum við bjargið. Frá þessu er sagt á fréttamiðlin- um bb.is. Ekkert hefur spurst til Christians frá því hann yfirgaf hótelið í Breiðavík í Vesturbyggð hinn 18. september síðastliðinn. Bifreið hans fannst við Látra- bjarg 24. september en þá var fjölskylda hans farin að óttast um hann og hafði samband við lög- regluna á Íslandi. Christans var síðast leitað um þarsíðustu helgi. Enn hafa engar vísbendingar fundist um ferðir hans. Brautryðjendur Nokkrir gestir, sjálf- boðaliðar og starfsmenn Oktkriti Dom í opna athvarfinu í Minsk á góðum degi. Mynd nÍnA HelGAdóTTiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 79. tölublað (10.10.2014)
https://timarit.is/issue/387226

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

79. tölublað (10.10.2014)

Iliuutsit: