Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 6
6 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014 Nágrannar uggandi vegna barnatælis n Maðurinn sem sást reyna að tæla stúlku býr í fjölskyldublokk L augardaginn 27. september síðastliðinn reyndi karlmaður á sextugsaldri að tæla sex ára stúlku í bíl sinn í Vesturbæn- um. Þegar hún svaraði ekki boði hans fór hann úr bíl sínum og hljóp á eftir stúlkunni. Stúlkan náði þó að komast í skjól, en lýsing henn- ar á manninum, sem DV birti, var svo greinargóð að tveir nágrannar mannsins höfðu samband við móð- ur stúlkunnar til að láta hana vita að einn nágranni þeirra passaði við lýs- inguna. Samkvæmt heimildum DV var stúlkunni sýndar ljósmyndir af bæði manninum og bíl hans og staðfesti hún grun nágranna, umræddur ná- granni var maðurinn sem hljóp á eft- ir henni. Nú hafa þessar upplýsingar kvisast meðal nágranna og er því verulegur uggur í þeim. Maðurinn býr í blokk á vegum Félagsbústaða en meirihluti íbúa er fjölskyldufólk með ung börn. Kristján Ingi Krist- jánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segist í samtali við DV ekki geta stað- fest að ákveðinn maður liggi undir grun. Í rauðum rispuðum bíl Að sögn stúlkunnar reyndi maðurinn fyrst að tæla hana með sælgæti. „Hann sagði víst: „Stelpa viltu koma, viltu koma og fá nammi?“ við hana. Hún kallaði nei og hljóp í burtu en hann kom út úr bílnum og hljóp á eft- ir henni. Hún fór beint heim en hann gafst upp á elta hana,“ sagði móðir stúlkunnar í samtali við DV. Að sögn stúlkunnar var maðurinn á sextugs- aldri, skolhærður, en með skalla, og í svartri peysu með bláu vesti. Hún sagði enn fremur að hann hafi verið á rauðum bíl sem var rispaður far- þega megin. Þessi lýsing varð til þess að nágrannar mannsins höfðu sam- band við móður stúlkunnar. Gefur ekki færi „Ég passa mín börn vel. Þau fara ekkert út án mín og ég sæki þau í frístundir og leikskóla. Ég er ekkert að gefa færi á að hann geti nálgast börnin mín,“ segir nágranni manns- ins í samtali við DV. Sá á ung börn og fylgist nú vel með þeim eftir að hafa frétt af tilraun nágranna síns til að loka stúlku í bíl sinn. „Ég hef verið í sambandi við Félags bústaði og félagsráðgjafann minn út af þessu. Þau eru að kanna þetta eins og þau geta. Hann er ekki dæmdur svo það er lítið hægt að gera,“ segir nágranninn. Fræðir börn sín Nágranninn segir að það helsta sem hann geti gert til að verja börn sín sé að fylgjast vel með þeim og vara þau við. „Ég hef frætt börnin mín, sagt þeim að vera ekki að fara til ókunn- ugra. Ég vil samt ekki vera að skapa óþarfa ótta, að þau megi ekki labba út um dyrnar heima hjá sér. Ég hef samt rætt þetta meira síðustu daga, að það séu til veikir einstaklingar,“ segir hann. Spurður um hvort mað- urinn hafi verið að áreita börn í blokkinni segist hann hafa heyrt af því að hann gæfi sig á tal við börn. Rannsókn í gangi Kristján Ingi Kristjánsson segir að málið sé nú í rannsókn. „Það er ekki komin nein sérstök niðurstaða í það enn þá. Ég get ekki staðfest neitt ennþá [um grunaðan aðila, innsk. blm.] því þetta er í rannsókn. Með því gæti ég verið að skaða rannsókn- ina. Ég get ekki staðfest né hafnað,“ segir hann. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Stelpa viltu koma, viltu koma og fá nammi? Niðurstaða í Sjóvármáli DV hefur heimildir fyrir því að nú styttist í niðurstöðu í svokölluðu Sjóvármáli hjá embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar. MyNd SiGtRyGGuR ARi Styttist í niðurstöðu í Sjóvármáli Hefur verið til rannsóknar lengi N ú styttist í niðurstöðu í svoköll- uðu Sjóvármáli hjá embætti sérstaks saksóknara en málið hefur verið til rannsóknar í nokkur ár. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum snýst málið um meinta misnotkun á sjóðum tryggingafé- lagsins en svokallaður bótasjóður félagsins, eða vátryggingaskuld, tapaðist að stóru leyti í áhættufjár- festingum fyrir hrunið 2008. Sjóvármálið er afar umfangsmikið og er ekki ljóst hvaða anga þess emb- ætti sérstaks saksóknara hefur ná- kvæmlega til skoðunar. Yfirheyrslur fóru fram í málinu yfir nokkrum fyrr- verandi starfsmönnum Sjóvár og eiganda þess, Milestone, en er orðið nokkuð langt síðan – árið 2010. DV greindi ítarlega frá yfirheyrslunum á sínum tíma en meðal þeirra sem voru yfirheyrðir voru þeir Karl og Steingrímur Wernerssynir, Þór Sig- fússon og Guðmundur Ólason. Embætti sérstaks saksóknara þarf að taka ákvörðun um hvort ákært verður í málinu eða ekki og þá eft- ir atvikum fyrir hvað verður ákært og þá eins auðvitað hverjir muni sæta ákæru. Líkt og fram hefur kom- ið þurfti íslenska ríkið að leggja Sjó- vá til milljarða króna til að bjarga tryggingafélaginu frá gjaldþroti eftir hrunið 2008 og verja þar með hags- muni tryggingatakanna sem greitt höfðu iðgjöld til félagsins. n ingi@dv.is Kastaði dópi undir lög- reglubifreið Á þriðja tímanum aðfaranótt fimmtudags barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slagsmál í miðbæ Reykjavík- ur. Þegar lögreglan kom á vett- vang var ekkert í gangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunn- ar, en tveir karlmenn voru hins vegar í einhverjum samræðum á vettvangi. Lögreglumenn veittu því athygli að annar aðilinn kastaði frá sér bréfpoka undir lögreglu- bifreiðina. Í pokanum reyndust vera ætluð fíkniefni og var mað- urinn handtekinn og vistaður í fangageymslu. Til stóð að taka af honum skýrslu á fimmtudag. Sérsveitar- menn stöðvuðu ökumann Lögreglumenn úr sérsveit ríkis- lögreglustjóra stöðvuðu för öku- manns á Hafnarfjarðarvegi fyrir of hraðan akstur á öðrum tíman- um aðfaranótt fimmtudags. Ók ökumaðurinn bifreið sinni á 122 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetra hraði. Í ljós kom að ökumaðurinn var án ökuréttinda og í annar- legu ástandi. Þegar búið var að taka blóðsýni úr ökumannin- um var hann vistaður í fanga- geymslu lögreglu þar til tekin var of honum skýrsla vegna málsins. Í bifreiðinni fundust ætluð fíkni- efni sem voru haldlögð. Farþegi í bifreiðinni var einnig vistaður í fangageymslu þar sem hann og ökumaður neituðu báðir að eiga fíkniefnin. Granaskjól Samkvæmt móðir stúlkunnar reyndi maðurinn að tæla stúlkuna við „Granaskjólið“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.