Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Side 40
Helgarblað 10.–13. október 201440 Lífsstíll
Þ
ann 11. október næst-
komandi mun íslenska
landsliðið í Roller Derby,
Ragnarök, keppa sinn
fyrsta heimaleik við erlent
lið í Fylkishöllinni. Franska liðið
Les Morues, eða Þorskarnir, kem-
ur og keppir en þetta er jafnframt
fyrsti leikur þess utan Frakklands.
Alex Steinþórsdóttir og Ásrún
Magnús dóttir segja aðeins frá kom-
andi keppni sem og liðinu sjálfu,
en Roller Derby er tiltölulega nýtil-
komið á landið.
Frá bílakjallara í íþróttahús
„Liðið er nokkurra ára, en við byrj-
uðum á því að æfa okkur í bíla-
kjallara og svo gókart- höll því við
fengum hvergi inni í íþróttahús-
um,“ segir Ásrún. „Hjólaskautar eru
lítt þekkt fyrirbæri hér á landi og
því skiljanlegt að umsjónarmenn
húsanna hafi haft áhyggjur af því
að skautarnir hreinlega eyðilegðu
gólfin. Grótta hins vegar hleypti
okkur inn í Hertz-húsið fyrir nokkru
og hefur samstarfið verið mjög gott.“
Íþróttin er ekki gömul þó að
fyrir bærið Roller Derby hafi verið til
í tugi ára. Upphaflega var leikurinn
meira í ætt við ameríska glímu þar
sem leikhæfileikar liðsmanna voru
jafnmikilvægir og að geta
haldið jafnvægi á skautun-
um. En svo var ákveðið að
endurvekja íþróttina og gerð
var ströng reglubók sem all-
ir verða að fara eftir. „Það er
ekki leyfilegt að gefa oln-
bogaskot eða fella and-
stæðing, til dæmis. Ef þú
ætlar að ýta einhverjum í
burtu, verður þú að gera
það með öllum líkamanum
en ef þú dettur verður þú að
passa að detta „lítið“ eins
og við köllum það. Við þurf-
um að taka eins lítið pláss
og við getum en á sama
tíma að vera fljót að standa
upp aftur. Sú regla er líka
til staðar því ef þú baðar út
höndum er hætta á að ein-
hver hjóli yfir fingurna og
það er alls ekki gott.“
Þétt samfélag
Það myndast yfirleitt mik-
ill vinskapur með lið-
um og þar sem íþróttin
er lítið þekkt þá eru ekki
miklir peningar sem
fylgja henni. Því er hefð-
in sú að ef erlent lið kem-
ur í heimsókn að keppa,
þá sér heimaliðið um að koma öll-
um liðsmönnum fyrir. „Það er
spenndublandinn stressfílingur
yfir komu Les Morues,“ segir Ás-
rún. „Það er mikið sem fylgir því að
halda svona keppni og við erum öll
í annarri vinnu svo það hefur ekki
verið mikill tími aukalega til þess
að skipuleggja allt og koma öllum
frönsku liðsmönnunum fyrir, en
það hafðist.“
Ragnarök hefur ekki keppt
mikið, en hefur keppt nokkra leiki
þar sem liðsmenn skipta sér upp
í lið en í sumar fóru liðið til Finn-
lands og keppti tvo leiki. „Við keppt-
um tvo leiki þar. Það gekk rosalega
vel. Eftir þá leiki fréttist út í Derby-
samfélagið að það væri lið á Íslandi.
Við höfum þegar fengið margar
fyrir spurnir frá liðum sem vilja
koma og keppa við okkur. Eiginlega
of margar fyrirspurnir, því við höf-
um því miður hvorki fjármagn né
tíma til að sinna þeim öllum.“
Ekki hægt að fá hjóla-
skauta á Íslandi
Enn sem komið er eru hjólaskautar
ekki seldir hér á landi nema fyrir
börn. Liðsmenn Ragnaraka hafa
því þurft að kaupa skautana sína að
utan. „Á nýliðanámskeiðum höfum
við verið að lána og gefa gamla dótið
okkar, en yfirleitt þarf að fara út fyrir
landsteinana til að kaupa búnað-
inn,“ segir Alex. „En það er vel hægt
að nota gömlu hjólaskautana eins
og margir áttu fyrir tuttugu árum.
En það er samt betra að kaupa
alvöru hjólaskauta, þar sem þú get-
ur skipt út hjólum og öllum búnaði,“
segir hún.
„Það er hægt að fá línuskauta úti
um allt,“ bætir Ásrún við. „Þannig
að það er möguleiki að umboðs-
sölumenn haldi að það sé ekki
markaður fyrir hjólaskauta líka. En
við þurfum bara að sýna þeim að
áhuginn er að aukast.“
„Það er mikið að fá út úr Derby-
stelpum,“ segir Alex hlæjandi.
„Við erum algjörar græjustelpur.
Við erum alltaf að skipta um hjól,
legur og annað sem fylgir skónum.
Svo eru líka til svo margar gerðir
af skóm. Mínir eru til dæmis mjög
lágir á meðan skór Ásrúnar ná upp
á ökklann. Það fer bara eftir því hvað
fólk vill.“
Ódýrt á leikinn
Það kostar fimm hundruð krónur
inn á leikinn og ókeypis fyrir börn
tólf ára og yngri. „Leikurinn byrjar
klukkan fimm en húsið verður
opnað klukkan hálf fimm,“ segir
Alex. „Það er hægt að kaupa miða
í anddyrinu á Fylkishöllinni en við
verðum því miður ekki með posa,
þannig að komið með reiðufé. Svo
í hléinu verðum við með alls kyns
varning til sölu.“
Ef fólk vill styrkja félagið er hægt
að hafa samband í gegnum tölvu-
póstinn hello@rollerderby.is. „Við
tökum öllum styrkjum fagnandi,“
segir Ásrún hlæjandi. „Það er bæði
hægt að styrkja okkur og fá okkur
í auglýsingar. Annars er hægt að
finna okkur á Facebook, Twitter,
Tumblr og Instagram sem og
heimasíðunni rollerderby.is,“ segir
hún að lokum. n
„Það er ekki leyfilegt
að gefa olnbogaskot“
n Fyrsti landsliðsleikur Ragnaraka á Íslandi um helgina n Strangar reglur
Helga Dís Björgúlfsdóttir
helgadis@dv.is
Ásrún Magnúsdóttir og
Alex Steinþórsdóttir
Ragnarök, eina Roller Derby-lið
Íslands, og því landsliðið, er að
halda sinn fyrsta heimaleik nú
um helgina. MynD Sigtryggur Ari
ragnarök Liðsþyrping á leik liðsins
í Finnlandi fyrr á árinu. MynD MArko niEMElä
roller Derby
Íþróttin getur
verið nokkuð
gróf, en það eru
strangar reglur
um það sem
má og ekki má.
MynD MArko niEMElä
„Það er ekki
leyfilegt að
gefa olnbogaskot eða
fella andstæðing