Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 18.–20. nóvember 20142 Fréttir A ldurssamsetning íslenska samfélagsins breytist hratt. Öldruðum fjölgar um leið og hlutfallsleg fækkun verður í yngri aldurshópum. Þannig er þessu einnig varið í löndum sem þjóðin ber sig helst saman við. Heilsufar eldri borgara er betra en áður. Þörf- in fyrir hjúkrunarrými er fyrst og fremst við þá sem komnir eru vel á efri ár. Auk þess hafa hugmynd- ir um eðlilegt fjölskyldulíf og sjálf- bæra tilveru eldri borgara fengið byr undir báða vængi. Margt kem- ur þar til, svo sem ýmis búnaður sem leyst getur vanda þeirra sem eru með skerta hreyfi- eða starfs- getu. Þess má geta að samkvæmt Global Age Watch er Ísland í sjö- unda efsta sæti þeirra landa þar sem best er að verða gamall. Fyrstu tvö sætin verma Noregur og Sví- þjóð. Ísland er reyndar ofar á lista varðandi fjárhagslegt öryggi eldri borgara eða í þriðja sæti. Ísland er hins vegar í áttunda sæti þegar kemur að aðgengi eldri borgara að heilbrigðisþjónustu. Kastljós á gæðin Í nýliðinni viku var haldin mál- stofa í Norræna húsinu á vegum velferðarmiðstöðvar ráðherra- nefndar Norðurlandaráðs (NVC). Meginviðfangsefnið var gæði öldr- unarþjónustunnar. Framsögu- erindi flutti Elizabeth Dahler- Larsen, verk efnisstjóri á vegum NVC. Þátttakendur í pallborðsum- ræðum voru Eygló Harðardóttir fé- lagsmálaráðherra, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Lands- sambands eldri borgara, Gyða Hjartardóttir, sérfræðingur hjá Samtökum íslenskra sveitarfélaga, Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent við Háskóla Íslands og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri öldrunarheimila á Akureyri. Meginspurningin Elizabeth Da- hler-Larsen var þessi: „Hvernig get- um við varanlega tryggt gæði öldr- unarþjónustunnar á sama tíma og við blasir mikil hlutfallsleg fjölgun aldraðra (agequake)?“ Fram kom í erindi hennar að heilsa 65 til 80 ára borgara er almennt betri en áður og að álag á velferðarkerfið, svo sem heilbrigðisþjónustu við aldr- aða verði fyrst og fremst bundið við þá sem eldri eru en 80 ára. Í pall- borðsumræðum voru teknar upp margar spurningar sem varða gæði öldrunarþjónustunnar og ekki síst hvernig mæla megi gæðin og fylgj- ast með þeim. Ýmsum hugmynd- um var varpað fram svo sem um aukið notendaval; aldraðir, sem rétt eigi á þjónustu geti valið sjálfir hvernig þeir nýti hana og hvenær í samræmi við sínar þarfir. Fjölskyldulíf með stuðningi Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, for- maður Landssambands eldri borg- ara, sagði í pallborðsumræðum að ef til vill ógnaði sveitarfélög- um vaxandi hópur eldri borgara á sama tíma og ráðgert er að þau taki við málaflokknum af ríkinu. Um leið beindi hún athygli fundargesta að því að eldri borgarar vildu láta hlusta á sig, ráða meiru um sjálf- ir hvernig þjónustu þeir fengju. Tilskipanir að ofan væru ekki hið æskilega. Þetta ætti einnig við um hjúkrunarþjónustu við aldraða. „Mér hugnast ekki sú framtíðarsýn að þegar ég verð komin yfir áttrætt verði tekin af mér fjárráð og sjálf- ræði og skammtaðir vasapeningar. Ég vil fá meira notendastýrða þjón- ustu og að við höfum meira um það að segja hvernig okkur er þjónað og það sé svona meira á einni hendi. Það væri til dæmis ráð hjá sveitar- félögunum að hafa starfandi teymi í hverju bæjarfélagi sem fæst við þessa hluti þegar þar að kemur.“ Líf sem vert er að lifa Halldór S. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri öldrunarheimila á Akureyri, lagði til málanna að hug- myndafræði skipti miklu máli í þessu sambandi. Öldrunarheim- ilin á Akureyri veita heildstæða þjónustu sem nær til félagsstarfs, dagþjónustu og læknisþjónustu. Gildin sem þar er stuðst við eru grundvölluð á svonefndri Eden- hugmyndafræði þar sem lykilorðin eru umhyggja, virðing, samvinna og gleði. „Mér finnst spurningin um gæði snúast fyrst og fremst um það hvaða aðferðir við notum til þess að fylgjast með því að þjón- ustan sé eins og við viljum hafa hana. Í öllu starfinu erum við með ýmsa mælikvarða. En það sem við þurfum helst að gera er að velta fyrir okkur hver tilgangurinn sé með aðferðafræðinni. Þetta er ekki spurningin um hvað vantar held- ur um það hvernig við getum gert betur. Við ákváðum varðandi fé- lagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu að samþætta málið ... Þetta er það sem kallað hefur verið Akureyrarmódelið og snýst um samþættingu, samstarf og sameiningar og samráð þar sem notandinn er í fyrirrúmi ... Frá ár- inu 2006 erum við á Akureyri búin að vinna samkvæmt Eden hug- myndafræðinni. Hvers vegna? Það er vegna þess að þá voru frum- kvöðlar í starfseminni sem leituðu til Norðurlandanna. Við höfum verið í formlegu samstarfi við Dan- mörku, Ástralíu og Bandaríkin um innleiðingu á þessari hugmynda- fræði. Og hún gengur auðvitað út á það að breyta viðhorfum. Hún gengur út á að laga umgjörðina og breyta viðhorfum starfsfólks og okkar allra til þeirra notenda sem við sinnum og auka þátttöku þeirra. Við erum langt komin en við eigum langa leið fyrir hönd- um enn. Við erum að auka lífs- gæði, virkni og erum sífellt að gera breytingar. Sífellt að reyna að kom- ast frá stofnanabrag yfir í heimilis- brag þannig að þjónustan taki mið af þeim einstaklingum sem til okk- ar koma. En þetta breytir samt ekki því að við reynum að vinna inn- an þess ramma sem lög og reglur setja. Gæðavísarnir sem við styðj- umst við sýna að allt hefur þetta horfið til betri vegar síðan við byrj- uðum á þessu. Stóra verkefnið í þessu er minni forræðishyggja, meiri þátttaka, breytt viðhorf og minni stofnanavæðing með það að markmiði að íbúar heimilanna og annarra sem sækja til okkar þjón- ustu lifi lífi sem er vert að lifa.“ Gæðin metin Ekki er hlaupið að því að mæla gæði öldrunarþjónustu, einkum þeirrar sem talist getur huglæg. Auðveldara er að mæla efnislega þætti hennar. Sigurveig H. Sig- urðardóttir, dósent við félagsráð- gjafardeild HÍ, fjallaði um þenn- an vanda við pallborðið. „Við erum með ýmiss konar gæðamat, sér- staklega innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Þróun mælitækjanna til að meta þetta er komin lengra á því sviði en innan félagsþjón- ustunnar. Huglægt mat er erfitt og þegar við tölum um gæði er mikil- vægt að við séum að tala um sama hlutinn. Þegar við setjum okkur markmið um þessi gæði er mikil- vægt að allir komi að málinu. Við þurfum að ræða það og lykilatriðið Lífslíkur á Norðurlöndum Land Mannfjöldi Lífslíkur karla Lífslíkur kvenna Danmörk 5,6 millj. 77,9 81,9 Finnland 5,4 millj. 77,5 83,4 Ísland 320 þús. 80,8 83,9 Noregur 5,1 millj. 79,4 83,4 Svíþjóð 9,6 millj. 79,9 83,5 Grænland 56 þús. 68,3 73,0 Færeyjar 48 þús. 79,6 84,6 Åland 28 þús. 81,2 84,2 (Heimild: Árbók Norðurlandaráðs 2013) Jóhann Hauksson johannh@dv.is Öldrunarskjálftinn Spurt var við pallborðið hvernig tryggja megi gæði öldrunarþjónustu þegar öldruðum fjölgar jafn mikið og raun ber vitni. Frá vinstri. Gyða Hjartardóttir, Halldór S. Guðmundsson, Eygló Harðardóttir, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. Mynd SiGtryGGur Ari Auknar lífslíkur Heilsufar aldurshópsins frá 65 til 80 ára batnar stöðugt og hjúkrunar- þörf verður æ meir bundin þeim sem eldri eru en það. Elizabeth Dahler-Larsen, verkefnis- stjóri hjá NVC, hafði framsögu á málþinginu í Norræna húsinu. Mynd SiGtryGGur Ari Öldrunarskjálftinn n Meðalaldur hækkar og heilsa eldri borgara batnar n Vaxandi viðfangsefnum tengt öldrun er líkt við jarðskjálfta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.