Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 18.–20. nóvember 2014 er að koma á samvinnu og taka til- lit til allra þeirra aðila sem koma að þjónustunni. Ekki aðeins opin- berra aðila heldur einnig aðstand- enda og fjölskyldu og að sjálfsögðu notendanna. Allir eiga að taka þátt í að setja mælikvarðana ... Ég hef stundum á tilfinningunni að það sé ákveðin gjá milli starfsfólks í heil- brigðisþjónustu og starfsfólks í fé- lagsþjónustu. Þessa gjá verðum við að brúa. Það getum við hugsanlega gert með aukinni menntun, einka- lega menntun sem er þverfagleg þannig að allir vinni á sama grunni í öldrunarþjónustunni.“ Öldrunarmál til sveitarfélaga Áform eru uppi um að koma flytja öldrunarþjónustu, sem nú er rek- in á vegum ríkisins, yfir til sveitar- félaganna. Þau eru vitanlega mis- stór og misjafnlega í stakk búinn til að veita til dæmis hjúkrunar- þjónustu fyrir aldraða. Gyða Hjart- ardóttir félagsráðgjafi starfar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en hún tók þátt í pallborðsum- ræðunum. „Spurningin um gæði öldrunarþjónustunnar snýst um það hvernig þau muni þróast áður en hún verður flutt yfir á herðar sveitarfélaganna. Við leggjum tölu- verða áherslu á að þrátt fyrir að það eigi að færa hana yfir til sveitarfé- laganna verði ekki stöðnun í mála- flokknum af þeim sökum. Við get- um lært af hliðstæðri yfirfærslunni á málefnum fatlaðs fólks en það tók æði langan tíma ... Við viljum gjarn- an taka þátt í þessum gæðamálum þannig að við vitum hvernig stað- an er þegar til þess kemur. Eins og Jóna Valgerður benti á skiptir tölu- verðu máli að gæðamálin séu á einni hendi. Það mætti byrja strax með þjónustusamningum. Ann- að sem mætti hefja strax, og við leggjum líka áherslu á, er að skoða heilsugæsluna og heimahjúkr- unina og samþætta hana eins og gert er í Reykjavík. Það virðist hafa reynst mjög vel í borginni ... Við höfum verið í góðu samstarfi um þetta, meðal annars við Landssam- band eldri borgara, við að undir- búa jarðveginn.“ Nærþjónusta sem næst fólkinu Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra sagði mjög mikilvægt að skoða stöðuna og minntist á þær tölulegu staðreyndir sem snúa að samanburðinum við önnur lönd. Þær sýna að staða Íslands er alls ekki sem verst. „Þetta er þá spurn- ingin um það, eins og Halldór benti hér á, hvernig við getum gert gott enn betra. Ég hef sagt það að nær- þjónustan eigi að vera sem næst fólkinu. Ég tel því að öldrunarþjón- ustan eigi að fara yfir til sveitarfé- laganna. Ég var þeirrar skoðunar áður en ég kom inn í ráðuneytið og hún hefur styrkst eftir það, einkum með tilliti til þess hvernig sveitar- félögin hafa tekist á við að taka við málefnum fatlaðra. En eftir því sem þjónustan færist nær fólki batnar hún en verður um leið dýrari. Það er mikilvægt að læra því af reynsl- unni við yfirfærslu stórra verkefna. Það liðu tíu til fimmtán ár að flytja málefni fatlaðs fólks til sveitarfé- laganna og það þurfti þann að- lögunartíma. Við í velferðarráðu- neytinu erum sannarlega að vinna að yfirfærslu málefna aldraðra. Heilbrigðisráðherra er með heil- brigðisþjónustuna og heimahjúkr- unina ... Ég er sammála því sem hér hefur komið fram að við sem fjöll- um um félagsþjónustuna verðum að taka okkur á við að búa til skýrari gæðaviðmið að því er varðar félags- lega hlutann. Þess vegna er tekin til starfa ný nefnd, stjórnsýslunefndin. Hugsunin er að skerpa skilin á milli annars vegar stjórnsýslu og eftirlits með gæðum þjónustunnar og hins vegar þjónustuþátta sem sveitarfé- lögin eiga að sinna. Þar undir erum við að sjálfsögðu með málefni aldr- aðra, börnin og fatlað fólk og önn- ur stór verkefni sem eru á herðum sveitarfélaganna. Við höfum séð að sveitarfélög eru að skipuleggja upp á nýtt mörg þessara verkefna. Þótt ekki sé búið að flytja mála- flokkinn yfir er ekkert sem kem- ur í veg fyrir að við getum unnið saman á þessum tveimur stjórn- sýslustigum. Reykjavíkurborg hefur sýnt það með samþættingu heima- þjónustu, heimahjúkrunar að það er hægt að vinna saman og sinna þjónustunni og notandinn finnur ekki fyrir því að við ætlum að gera þetta með þessum hætti. Þetta tek- ur tíma og það þarf að brjóta niður múra,“ sagði Eygló og undirstrikaði að starfsstéttirnar í heilbrigðis- þjónustu og félagsþjónustu gætu unnið saman. n Matthías Máni kominn aftur á Litla-Hraun Aðstandandi kvartaði undan ógnandi samskiptum S trokufanginn Matthías Máni Erlingsson er nú kominn aft- ur á Litla-Hraun eftir stutta dvöl á Sogni. Heimildir DV herma að hann hafi verið fluttur aftur á Litla-Hraun eftir að fangelsisyfirvöldum barst kvörtun frá einum ættingja eða aðstandanda Matthíasar Mána. Hann var sagð- ur hafa verið með ógnandi tilburði í samskiptum við þann sem kvart- aði. Kvörtunin er litin mjög alvar- legum augum í ljósi glæps Matth- íasar Mána, en hann var dæmdur fyrir að reyna að myrða fyrrver- andi stjúpmóður sína og fyrrver- andi elskhuga. DV hefur ekki feng- ið endanlega staðfest hvaða ættingi kvartaði vegna samskipta Matth- íasar Mána en grunur leikur á að um sé að ræða fórnarlamb hans. Viðvera Matthíasar Mána á Sogni var ekki löng, en hann var færður þangað í lok september- mánaðar en kom aftur inn á Litla- Hraun miðvikudaginn 12. nóv- ember. Í ljósi þess að hann strauk eftirminnilega um jólin 2012 skaut það nokkuð skökku við að hann væri færður á Sogn svo snemma í afplánun sinni. Fangelsið Sogn er svokallað opið úrræði, sem þýðir að fangelsisvistin er öll mikið frjálslegri. Einn angi þess aukna frelsis er tal- vert minna eftirlit með samskiptum fanga við umheiminn. Yfirlýst mark- mið Sogns er að undirbúa fanga svo þeim verði unnt að koma undir sig fótunum í samfélaginu á ný en þar stunda fangar ýmist vinnu eða nám. Matthías Máni var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun- ina í lok árs 2012 og hafði því ekki lokið helmingi afplánunar þegar hann var færður á Sogn. Auk fimm áranna var hann auk þess dæmd- ur í átta mánaða fangelsi í júlí árið 2013. Þann dóm fékk hann fyr- ir brot á valdstjórn en hann sló fangavörð í höfuðið. Dagana áður en Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni hafði hann verið í sambandi við kon- una sem hann reyndi að myrða og hafði í hótunum við hana. Kon- an neyddist til að flýja land í kjöl- far stroku hans og taldi lögreglan forsendu stroksins vera að reyna að nálgast hana. Páll Winkel fang- elsismálastjóri segist í samtali við DV ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga. Hann segir þó að hart sé tekið á því ef kvartað sé vegna ógnandi samskipta fanga við um- heiminn. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Kominn aftur Matthías Máni var vistaður í tæpa tvo mánuði í opna fangelsinu Sogni. Hann er nú kominn aftur á Litla-Hraun. Öldrunarskjálftinn n Meðalaldur hækkar og heilsa eldri borgara batnar n Vaxandi viðfangsefnum tengt öldrun er líkt við jarðskjálfta „Mér hugnast ekki sú framtíðar- sýn að þegar ég verð komin yfir áttrætt verði tekin af mér fjárráð og sjálfræði og skammtaðir vasapeningar. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Kínversk handgerð list · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir o.m.fl. Tilvalin jólagjöf Skeifan 3j | í i 282 | w.heilsudrekinn.is Kínversk handgerð list · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir o.m.fl. Tilvalin jólagjöf • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Tesett • Myndir o.m.fl. Kínversk handgerð list

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.