Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 20
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Jæja, getum við haldið áfram? J æja, segir fólk sem enn bíð- ur eftir að Ísland nái sér á strik eftir hrunið og verði aftur eðli- legt land, með tiltölulega eðli- lega skóla og frábært heilbrigð- iskerfi og stjórnmálamenn sem við getum bara hent græskulaust að en þurfum ekki að vantreysta nánast botnlaust. En kannski vorum við aldrei með normal þjóðfélag á borð við ná- granna okkar á Norðurlöndum sem við keppumst við að hafa í fullu tré við. Kannski varð hrunið einfaldlega til þess að við fórum raunverulega að horfast í augu við galla okkar og það sé sú sára naflaskoðun sem við sitj- um nú föst í. Ein útgáfa þeirrar naflaskoðunar er að það hafi í rauninni aldrei verið möguleiki fyrir okkar 300.000 manna þjóð að halda hér uppi sjálfstæðu lýðveldi með nútíma velferð á borð við það besta sem gerist í heimin- um. Gunnar Smári Egilsson, forvíg- ismaður nýja Fylkisflokksins, heldur þessu fram, að við höfum einfald- lega lifað í blekkingu allan lýðveld- istímann og gerðum best í því að bakka aftur undir Noregskonung. Það sé eina leiðin til að ná einhverj- um stöðugleika í þetta samfélag sem sveiflast alltaf öfganna á milli með allt í háalofti. Jæja, segir sú kynslóð sem tekið hefur við kefli mótmælanna á Aust- urvelli, annarrar kynslóðar mót- mælendurnir eftir hrun. Þetta fólk er að byrja að eiga börn og er að leita leiða til að normalísera þetta sam- félag á ný. Leita leiða til að geta átt milli hnífs og skeiðar og þak yfir höf- uðið. Jæja, eigum við ekki að fara að segja þetta gott af þessu bulli, segja þau. Jæja, er ekki tími til að við lát- um þessi kerfi okkar fara að virka. Jæja, getum við haldið áfram núna? Núna þegar reddararnir eru komn- ir með leiðréttinguna sem þeir voru kosnir út á. Vissulega var þar verk að vinna en meginskaðinn í hruninu hefur ekki orðið í eignastöðu heimilanna. Stóra verkefnið sem aftur á móti blasir við þegar hér er komið sögu er hinn mikli skaði og sú hættulega trosnun sem er að verða í megin- þráðum samfélagssáttmálans, þeirri óskráðu sátt sem þrátt fyrir allt gerði það að verkum – meðan hann hélt – að það gat verið gott að búa í þessu landi. Heilbrigðiskerfið íslenska, sem nú virðist komið á vonarvöl, er í þungamiðju þessa sáttmála. DV rek- ur í dag eins og í mörgum undan- förnum tölublöðum, sorglega sögu Íslendings sem finnur á eigin skinni, bókstaflega lífi sínu og limum, hvernig heilbrigðiskerfið er að gefa eftir og bregðast þar sem síst skyldi. Það botnlausa skeytinga- og öryggis- leysi sem víða er farið að gera vart við sig í kerfinu er með ólíkindum. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagðist í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ekki skilja hvað gerst hefði í íslensku samfélagi þegar kæmi að því að hlúa að heil- brigðiskerfinu. Kári hefur sagt það áður að fyrst hægt var að finna tugi millj- arða króna hjá föllnum bönkum til að bæta lánastöðu fólks sé áhættu- laust eins hægt að sækja það fé til að bjarga heilbrigiskerfinu. „Staðreyndin er sú að með því að gera það ekki erum við að taka miklu meiri áhættu. Við erum með heil- brigðiskerfi sem er laskað. Við erum að taka þá áhættu að fólk deyi og þjáist og svo framvegis og svo fram- vegis ... menn hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé ósköp eðlilegt. Ég er alveg handviss um að virðing okkar á alþjóðavettvangi myndi rísa lóðrétt,“ sagði Kári. Tilfinning Kára er auðvitað rétt, hún er okkar allra, við megum ekki og getum ekki glutrað niður heil- brigðiskerfinu og skólunum. Hvort reddingin sem hann leggur til er rétt, að einfaldlega sé hægt að ná í það sem upp á vantar hjá bönkunum, er hins vegar annað mál. Jæja, það verður víst nóg af fram- sóknarriddurum sem lofa því í næstu kosningum að redda hlutunum á þennan einfalda hátt. En því mið- ur verður minna framboð af stjórn- málamönnum sem vilja helga sig því vandasama verki að endurnýja sam- félagssáttmálann lið fyrir lið. n Sæstrengurinn og Grænland Stórfelld uppbygging í raforku- málum Breta er orðin stað- reynd sem setur þrýsting á að niðurstaða fáist um framtíð stóra sæstrengsins til Bretlands. Landsvirkjun þrýstir á en mæt- ir tómlæti Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur iðnaðarráðherra. Ketill Sigurjónsson orkubloggari bendir á að þessi nýja orkustefna Breta sé raunveruleiki en ekkert fram- tíðarleikrit, breska landsnetið UK National Grid hafi gert risastór- an lánasamning við Evrópska fjárfestingabankann (EIB) upp á 1,5 milljarða GBP, sem er stærsta einstaka lánið sem EIB hefur lán- að til eins og sama fyrirtækisins. Ketill segir líklegt, að næsta stóra kapaltenging Bretlands verði ekki við Ísland, heldur Noreg. Nefnt hefur verið að það mæli í mót sæstreng héðan til Bret- lands að ónýtt framleiðslugeta íslenskra orkuauðlinda sé tæp- lega af þeirri stærðargráðu að hún beri slíka risaframkvæmd, auk þess sem Íslendingar sjálfir hafi not fyrir hana alla til fram- tíðar. Sala íslenskrar raforku á Evrópumarkað skipti heldur eng- um sköpum í orkubúskap álf- unnar. Heildarframleiðsla innan ESB-ríkja er um 3.180.000 gwst á ári en heildarframleiðslugeta Ís- lands til samanburðar er um það bil 25.000 gwst á ári , eða langt innan við 1 prósent framleiðsl- unnar í Evrópu. Sæstrengsdæm- ið lítur hins vegar allt öðru vísi út ef vatnsorka Grænlands bæt- ist við. Brúttóframleiðslugeta fallvatna Grænlands 800.000 gwst á ári eða 27 prósent af núverandi raforkuframleiðslu ESB-ríkja. Kannski er tímabært að skoða rafstrengsmálið í þessu sam- hengi. Gísli Freyr í Kastljósinu Staða Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns inn- anríkisráðherra, var vægast sagt orðin ferleg þegar hann lagði fram dramatíska játningu á brotum sínum í lekamál- inu fyrir dómi, rétt áður en komið var að tilheyrandi vitnaleiðslum yfir fleiri starfsmönn- um ráðuneytisins og jafnvel ráð- herra í aðalmeðferð. Ýmsir hafa þó velt vöngum yfir því hvers vegna Gísli Freyr hafi ekki látið játninguna frammi fyr- ir dómaranum nægja og hvers vegna hann ákvað að fara líka í Kastljósið um kvöldið. Víða var gerður góður rómur að hugrekk- inu sem Gísli Freyr sýndi með því. En sú skýring heyrist líka, að almenningstenglafyrirtæk- ið KOM hafi mælt með Kastljós- framkomunni til að klára mál- ið, það hafi þótt nauðsynlegt lokaskref gagnvart almenningi. Ég fékk að vera forsíðustúlkan Ég trúði á mál- stað okkar Styrmir Gunnarsson um upplýsingaöflun um kommúnista - DV Við getum ekki beðið eftir nýjum spítala Jakob Jóhannsson krabbameinslæknir - DVGuðríður Haraldsdóttir blaðakona um nýútkomna bók sína - DV Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „ Jæja, það verður víst nóg af fram- sóknarriddurum sem lofa því í næstu kosning- um að redda hlutunum á þennan einfalda hátt. Haldið aftur af valdsmönnum V itanlega kæmi sér best fyr- ir ríkisstjórnir að þær hefðu rúmt frelsi til að framfylgja stefnu sinni og þyrftu ekki að glíma við stjórnarand- stöðu, fjölmiðla og múður í almenn- ingi sem hefur allt á hornum sér. Þannig gætu þær haft meira svig- rúm til að velja meðul sem þær telja heppilegust til að bregðast við að- kallandi úrlausnarefnum eða efna kosningaloforð sín. En svo einfalt er þetta ekki sam- kvæmt kokkabókum lýðræðisins því rík ástæða hefur þótt til þess að takmarka athafnafrelsi ríkisstjórna. Þær eiga það nefnilega til að mis- nota völd sín. Þær geta misbeitt valdi með því að þrengja að borg- aralegum réttindum einstaklinga í þágu sérhagsmuna, jafnvel þröngra eiginhagsmuna. Afgreiðsla um- deildra laga um eftirlaun ráðherra, þingmanna og dómara á Alþingi árið 2003 er dæmi um misbeitingu valds í þágu sérhagsmuna íslenskra stjórnmála- og embættismanna. Þau lög voru afnumin í tíð síðustu ríkisstjórnar að svo miklu leyti sem það var hægt. Í réttarríkinu eru bönd sett á hið opinbera stjórnvald og það ekki að ástæðulausu. Réttarríkið felur í sér að þeir sem gegna æðstu valda- stöðum þjóðfélagsins lúta sömu réttarreglum og aðrir. Við höfum af þessum sökum komið okkur upp stofnunum sem hafa það sérstaka hlutverk að vernda borgarana gegn þessum möguleika á ofríki og geð- þótta stjórnarherranna. Má þar nefna umboðsmann Alþingis og Ríkisendurskoðun sem vaktar með- ferð skattfjár. Aðferðirnar Bandaríski þjóðfélagsrýnirinn og jafnréttissinninn Naomi Wolf hefur bent ungum ættjarðarvinum á hætt- una sem hún telur að steðji að frelsi Bandaríkjamanna með stöðugum atlögum stjórnvalda að lýðræðinu og frelsishugsjónum höfunda bandarísku stjórnarskrárinnar (The End of America – Letter of Warning to a Young Patriot). Athæfi stjórn- valda gegn borgaralegu frelsi og lýð- ræði dregur hún saman í nokkra liði: Stjórnvöld halda því að almenningi að ógnir steðji að þjóðinni frá er- lendum óvinum en einnig frá öflum innanlands. Þau stunda kerfisbund- ið eftirlit með venjulegum borgur- um, safna upplýsingum um félaga- starfsemi þeirra og njósna um hópa. Lykileinstaklingar, sem ekki fylgja stefnu stjórnvalda, eru gerðir að skotspæni og grafið undan tilveru þeirra og framavonum. Stjórnvöld reyna að koma böndum á frjálsa fjölmiðla og hafa í hótunum við þá. Gagnrýni á stjórnvöld er gerð tor- tryggileg og mótþrói er talinn land- ráð. Loks grafa stjórnvöld sjálf und- an lögum og rétti. Kannast einhver við athæfið? Lítum okkur nær. Skrumskælingin Hefur því verið haldið að þjóðinni að hætta steðji að henni frá erlendum óvinum? Já. Hér mögnuðu hægri- menn upp Rússagrýlu yfir mein- lausum og þjóðræknum sósíalist- um. Þegar kalda stríðinu lauk varð helsti óvinurinn Evrópusambandið og síðar Bretar og Hollendingar eft- ir að íslenskir óráðsíumenn höfðu lagt drápsklyfjar á almenning. Finn- um sameiginlegan óvin segja þjóð- remblar og vinna kosningasigra. Hefur upplýsingum verið safnað um borgarana hér á landi og stundaðar persónunjósnir? Já. Hér í blaðinu í dag er enn ein staðfestingin á því og nú hjá fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, Styrmi Gunnarssyni, sem bar fé á mann fyrir upplýsingar um fundahöld og aðrar athafnir sósía- lista á sjöunda áratug síðustu aldar. Þær upplýsingar rötuðu með mikl- um líkum í bandaríska sendiráð- ið. Vel þekktar eru pólitískar sím- hleranir á fyrri tíð sem rekja mátti til langvinnra yfirráða sjálfstæðis- manna í stjórnkerfinu. Er grafið und- an lykileinstaklingum, þeir ofsóttir og framavonir þeirra eyðilagðar? Já. Óteljandi vitnisburðir eru um slíkar ofsóknir á fyrri tíð vegna stjórnmála- skoðana. Já, fjölmiðlar hafa einnig verið ofsóttir hér á landi og fram- kallað eins konar þöggunarástand. Hafði ekki Vigdís Hauksdóttir, for- maður fjárlaganefndar, í hótunum við RÚV alveg nýverið? Já, gagnrýni á stjórnvöld er gerð tortryggileg og friðsamleg mótmæli sömuleiðis. Menn eru sagðir um- deildir, óþjóðhollir og liðsmenn annarlegra afla. Heilu stofnanirnar, eins og Samkeppniseftirlitið og sér- stakur saksóknari, snýta blóði eft- ir að hafa orðið á vegi stjórnvalda. Grafa stjórnvöld sjálf undan lögum og rétti? Já. Auðvelt er að benda á lekamálið í því sambandi og leyni- makk sem hefur nú stórskað- að stjórnkerfið og trúverðugleika stofnana. n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Kjallari „ Í réttarríkinu eru bönd sett á hið opinbera stjórnvald og það ekki að ástæðulausu Mynd SiGTRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.