Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Qupperneq 8
Vikublað 18.–20. nóvember 20148 Fréttir Nýir eigendur byggja upp Tryggvagötureit N ýir eigendur munu byggja upp hinn svokallaða Tryggvagötureit í miðbæ Reykjavíkur. Reiturinn ligg- ur að Tryggvagötu, Norður- stíg og Vesturgötu. Eigandi fasteign- anna á reitnum, Cent ehf., hefur selt eignirnar til nýrra eigenda, meðal annars verktakafyrirtækisins Mann- verks. Þetta staðfestir stærsti eigandi Cent ehf., Brynjar Harðarson, í sam- tali við DV. „Já, við erum búnir að selja þetta.“ Eignirnar voru seldar í þar síðustu viku, að sögn Brynjars, en eru enn skráðar á Cent sam- kvæmt upplýsingum frá ríkisskatt- stjóra. „Þetta er búið að eiga sér mjög langan aðdraganda en það var gengið endanlega frá þessu í þar síðustu viku.“ Um er að ræða fasteignir á Tryggvagötu 10, 12 og 14 og eins og eignir á Vesturgötu 14, 16 og 18. Segja má reiturinn sé á ákjósan- legan stað í miðbæ Reykjavíkur. Drómi ýtti á söluna Salan á eignunum átti sér stað fyr- ir tilstuðlan lánardrottins Cent ehf., Dróma, en Cent ehf. var aðili að við- skiptunum –það var ekki svo að eign- irnir hafi verið teknar af félaginu en því var gert að selja. „Þetta er búið að vera undir hælnum á Dróma og núna Hildu. Það er nánast búið að beita okkur ofbeldi í þessu máli. Við höfum ekki getað gengið til samn- inga við þá eða fengið að vita ná- kvæmlega hver skuldastaða okkar er. Það mætti nú stundum skrifa um það hvernig Drómi er búinn að fara með einstaklinga og fyrirtæki.“ Hrunið setti strik í reikninginn Cent ehf. hefur síðastliðin átta ár unnið að því að byggja um 40 íbúð- ir á reitnum og liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og teikningar frá Glámu – Kím arkitektum sem gefa fögur fyr- irheit um uppbygginguna. Eldri byggingar, til að mynda Tryggvagata 10, átti að endurgera í bland við ný- byggingar og áttu þær að hverfast utan um húsagarð, grænt svæði, á milli bygginganna. Deiliskipulag og teikningar vegna Tryggvagötureits- ins eru frá árinu 2006. Brynjar segir að hrunið hafi sett strik á reikninginn hjá fyrirtækinu vegna þessarar fyrirhuguðu upp- byggingar. „Við gátum aldrei unnið þetta áfram. Það er nú bara þannig að eftir hrunið þá höfum við reynt í mörg ár að ná sambandi við þessa menn til að reyna að vinna málið áfram og á meðan þá safna skuld- irnar bara vöxtum.“ Lendingin var því sú að Tryggvagötureiturinn var seldur. Brynjar segist vera bundinn trún- aði um kaupverðið. Engar ákvarðanir teknar enn Jónas Már Gunnarsson, einn af eigendum Mannverks, segir að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðan- ir um hvernig Tryggvagötureitur- inn verður byggður upp. Hann seg- ir að verið sé að skoða möguleika á því. „Ég get ekki sagt þér neitt frá þessu eins og er. Við erum bara rétt að lenda með þetta og erum ekki komnir það langt. Það eru ýms- ir möguleikar með þennan reit. Við erum að stúdera hvaða leiðir er best að fara, út frá því hvað menn vilja sjá þarna. Við viljum bara búa til ein- hverja flotta vöru í sátt við alla,“ seg- ir Jónas. Hann segist ekki geta upplýst um kaupverð en segir það samt vera markaðsvirði umræddra eigna. n „Það er nán- ast búið að beita okkur of- beldi í þessu máli n Drómi knúði á um söluna n Óákveðið hvernig reiturinn verður unninn Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Byggja upp við Tryggvagötu Tryggvagötureiturinn hefur skipt um hendur eftir að hafa verið í eigu eignarhaldsfélagsins Cent um árabil. Nýr eigandi er verktakafyrirtækið Mannverk. MynD SIgTryggur ArI Straujaði fimm bíla Tilkynnt var um umferðaróhapp á bifreiðastæði við fjölbýlishús í höfuðborginni á sunnudags- kvöld, en þar hafði bifreið verið ekið á fimm aðrar bifreiðar. Að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu hugðist ung kona stíga á bremsu bifreiðar sinnar er hún var að mæta annarri bifreið en steig óvart á bensíngjöfina. Lögreglan segir engin meiðsl hafa orðið á fólki og má segja að betur hafi farið en á horfðist. Í kjölfarið voru tjónþolar kallaðir á vettvang. Það er ekki búið að gera það en það verður væntanlega gert við fyrsta tækifæri,“ segir Þor-grímur Óli Sigurðsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, um manninn sem fannst á föstu- dag eftir að bíll hans fór út í Ölfusá á fimmtudagskvöld. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á Selfossi sem mun yfir- heyra manninn þegar líður á vikuna. Hann var ekki tekinn til yfirheyrslu um helgina vegna þess að rann- sóknarlögreglumenn á Selfossi starfa ekki um helgar nema um brýna nauðsyn sé að ræða. Atburðarás málsins liggur ekki fyrir en eins og Stöð 2 greindi frá um helgina er jafn- vel talið að maðurinn hafi ekki farið í ána. Maðurinn kom gangandi á móti björgunarsveitarmönnum snemma á föstudag, um hálfum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf bílsins. Bíllinn er ófundinn og segir Þor- grímur Óli að ekki verði leitað frekar að honum enda aðstæður til leit- ar á þessu svæði í Ölfusá afar erfið- ar. Í maí 1990 fór bifreið með fjór- um ungmennum í Ölfusá með þeim afleiðingum að tvö þeirra lét- ust. Bifreiðin fannst aldrei. Þá fór mjólkurbifreið út í ána árið 1994 en ökumanni tókst að koma sér út úr bifreiðinni og lifði hann af. Bifreiðin fannst hins vegar ekki. Í samtali við DV segir Þorgrím- ur Óli lögregluna telja nokkuð víst að enginn hafi verið með mannin- um í bílnum. „Við teljum það nokk- uð víst, það er einskis saknað,“ segir Þorgrímur Óli. n Rætt við manninn í vikunni Maðurinn sem talinn var hafa farið í Ölfusá var einn á ferð Með nýkeypt amfetamín í rassvasanum Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af karl- manni á fertugsaldri vegna gruns um að hann hefði eitt- hvað að fela. Lögreglumenn höfðu nýver- ið haft afskipti af sama manni vegna fíkniefnamisferlis, að sögn lögreglu. Í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn hafi farið að ókyrr- ast mjög þegar hann var tekinn tali og virtist hann vera undir áhrifum vímuefna. Hann var því handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Við öryggisleit á hon- um fundust um 40 grömm af amfetamíni í rassvasa hans. Hann kannaðist ekkert við efnin til að byrja með en viður- kenndi svo vörsluna, að sögn lögreglu, og kvaðst vera nýbú- inn að kaupa efnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.