Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 18.–20. nóvember 201412 Fréttir kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Uppljóstrari styrmis fékk greiðslUr Í nýútkominni bók Styrmis Gunnars sonar, fyrrverandi Morgun blaðsritstjóra, upplýs- ir hann að hafa árum saman ver- ið í sambandi við heimildarmann innan úr Sósíalistaflokknum, síð- ar Alþýðubandalaginu. Styrmir tók að sér verkefnið sem ungur og kapp- samur maður og segist hafa haft póli- tíska sannfæringu fyrir athæfi sínu en einnig hafi hann með því komist inn í dyragættina hjá innsta hring Sjálf- stæðisflokksins. Atvikum er lýst hér á síðunni í broti úr bók Styrmis, sem ber nafnið Í köldu stríði – vinátta og barátta á átakatímum. Ekki er ljóstr- að upp um hver var heimildarmaður Styrmis á árunum 1961 til 1968. Þetta áralanga viðvik tók Styrmir að sér fyrir áeggjan Eykons (Ejólfs Konráðs Jóns- sonar) sem þá var ritstjóri Morgun- blaðsins. Með uppljóstrun Styrm- is bætist við æ lengri lista yfir ýmiss konar eftirlit og persónunjósnir sem vinstrimenn í landinu sættu á tím- um kalda stríðsins. Svavari Gestssyni, fyrrverandi formanni Alþýðubanda- lagsins, þingmanni og ráðherra, þykir út af fyrir sig lofsvert að Styrmir skuli upplýsa þetta en vísar á bug tali um að sósíalistar hafi gengið erinda Sovét- kommúnismans. Nærtækara væri að ætla að þessir menn hafi verið fórn- arlömb eigin áróðurs og haft pólitísk- an hag af því að reka slíkan áróður. n n Peningar frá bandaríska sendiráðinu í byrjun n Varla „njósnir“ segir Styrmir Eykon kvaðst vera kominn í samband við mann, sem hefði starfað bæði í Æsku-lýðsfylkingunni og í Sósía- listafélagi Reykjavíkur, sem væri búinn að gefast upp á kommún- istum og vildi leggja sitt af mörk- um til þess að koma þeim á kné hér á Íslandi. Hann spurði hvort ég væri tilbúinn til að verða tengiliður við þennan einstakling, hitta hann reglulega, helzt vikulega og skrifa skýrslur um það, sem hann hefði að segja um það sem þar væri að gerast innan dyra. Mér leizt strax vel á að taka að mér þetta verkefni en kvaðst vilja hugsa mig um. Ég ræddi þetta við einn mann, föð- ur minn, Gunnar Árnason, sem ráðlagði mér að taka þetta ekki að mér. Honum hugnaðist ekki ver- kefnið. Og við ræddum það ekki frekar, hvorki þá né síðar. Þrátt fyr- ir þessa afstöðu föður míns tók ég verkið að mér og sinnti því næstu árin eða þar til ekki voru lengur neinar forsendur fyrir því að halda því áfram. Hvers vegna tók ég það að mér? Á því var einföld skýring hjá 23 ára gömlum metnaðarfullum ungum manni, sem hafði verið upptekinn af pólitík nánast alla ævi. Annars vegar hafði ég sterka sannfæringu fyrir málinu og vildi vinna verkið af þeim sökum. Hins vegar fannst mér ég vera kominn inn í dyra- gættina hjá innsta hring Sjálfstæð- isflokksins. Eykon rétti mér blaðsnifsi með símanúmeri og sagði að ég ætti að hringja í það, sem ég gerði. Næstu árin hitti ég heimildarmann okk- ar reglulega, helzt að kvöldlagi eða næturlagi, á mismunandi stöðum, þar sem ólíklegt var að til okkar sæist, skrifaði niður það sem hann hafði að segja og vélritaði upp ít- arlegar skýrslur. Ég vissi að afrit af þeim fóru beint til tveggja manna, Bjarna Benediktssonar, dóms- málaráðherra og síðar forsætis- ráðherra, og Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra. Að auki hafði ég grun um, en ekki vissu, að þau færu líka í bandaríska sendiráðið við Lauf- ásveg. Þetta var mikil vinna og stundum annar kostnaður og okk- ar maður fékk greitt fyrir þá vinnu og þau útgjöld. Ég tók við peninga- seðlum úr hendi Eykons og afhenti okkar manni. Hvaðan komu peningarnir? Ég tel, en hef ekki vissu fyrir því, að framan af og lengst af, hafi þeir komið úr bandaríska sendiráðinu. Seinni hluta þessa tímabils, sem segja má í stórum dráttum að hafi staðið yfir frá 1961 og fram undir stofnun Alþýðubandalagsins 1968, komu þeir frá Sjálfstæðisflokknum og undir lokin frá Morgunblaðinu. Ég hafði ekki þá, hef aldrei haft og heldur ekki nú nokkrar efa- semdir um að ég hafi gert rétt með því að vinna þetta verk. Kalda stríðið var stríð sem háð var með öðrum hætti en með vopn- um. Ég gerðist með þessu verki lít- ill fótgönguliði í því stríði. En eðl- is þess vegna er rétt og sjálfsagt að velta upp nokkrum siðferðilegum spurningum í því sambandi. Þetta var upplýsingaöflun. Það væri of virðulegt heiti að líkja því við „njósnir“.“ Jóhann Hauksson johannh@dv.is Úr bók Styrmis Í köldu stríði – vinátta og barátta á átakatímum Einar Olgeirsson, einn helsti oddviti íslenskra sósíalista á síðustu öld, lýsti því í bókinni Í skugga heimsvaldastefnunnar hvernig stjórnvöld refsuðu fyrir andstöðu gegn veru Bandaríkjahers í landinu og þrengdu kosti þeirra og tækifæri á vinnumarkaði: „Hernámssinnar, sem titluðu sig lýð- ræðissinna, veigruðu sér hvergi við að beita persónunjósnum, atvinnuofsóknum og beinni og óbeinni skoðanakúgun. Fátt eitt af þessum ófögru athöfnum þeirra hefur verið skrásett, enda hafa aðeins fáeinir, sem urðu fyrir barðinu á þessum ófögnuði, sagt frá reynslu sinni opinber- lega. Þögnin um þessa óhæfu stafar af því meðal annars að menn hafa óttast reiði yfirvalda og ekki viljað láta koma sér algerlega út úr húsi.” Í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagn- fræðings, Gunnar Thoroddsen – ævisaga, segir frá áformum sjálfstæðismanna um kerfisbundnar persónunjósnir. Gunnar Thoroddsen var einn helsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins upp úr miðri síðustu öld og var borgarstjóri í 12 ár og síðar forsætisráðherra (1980 til 1983). Í bókinni um Gunnar segir meðal annars frá undirbúningi sveitarstjórnarkosning- anna þremur árum áður en Styrmir tók að hitta heimildarmann sinn. Þar fylgdust sjálfstæðismenn vel með kjósendum; hverjir mættu á kjörstað og hverjir ekki. Flokkurinn skipti Reykjavík í 120 umdæmi og í hverju þeirra voru 5–10 fulltrúar sem skráðu stjórnmálaskoðanir og komu þeim á framfæri í Valhöll. „Á vinnustöðum kom öflugt trúnaðar- mannakerfi einnig að gagni. Þar fylgdust sjálfstæðismenn með spjalli félaganna um daginn og veginn og komu sjónar- miðum þeirra í stjórnmálum á framfæri í Valhöll. Stefndi flokkurinn að því að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum með fleiri en tíu í starfsliði og skyldi sérhver þeirra vera „trúverðugur og dugandi maður“ (árið 1957 átti Sjálfstæðis- flokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum).“ Fórnarlömb eigin áróðurs Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður og ráð- herra, segir ekki nýtt að menn hafi reynt að snapa eitthvað upp um vinstrimenn. „Í fyrsta lagi er ég mjög feginn að Styrmir skuli setja fram þessar upplýsingar og raunar lofsvert af honum að gera það. En í öðru lagi finnst mér þetta sem ég sé alveg hræðilegt. Ég hafði út af fyrir sig hugmyndir um að menn væru að reyna að snapa eitthvað upp um það hvað væri að gerast í Alþýðubandalaginu. En ekki það að menn væru að skrifa skýrslur fyrir bandaríska sendiráðið um þau mál og og taka peninga fyrir það. Mér finnst það leitt að þetta skuli hafa verið svona.“ Styrmir réttlætir áralanga upplýs- ingaöflun sína með ýmsum hætti í bók sinni og telur sig hafa verið lítinn fótgönguliða í köldu stríði sem háð var í nafni frelsisins á þessum árum gegn sovétkommúnismanum. „Þetta er náttúrlega bara bull í Styrmi,“ segir Svavar. Þetta sýnir að Styrmir og samstarfsmenn hafi fyrst og fremst verið fórnarlömb þess áróðurs sem þeir ráku og bjuggu sjálfir til. Þetta er fullkomlega tilhæfulaust að öllu leyti að setja þetta fram með þessum hætti. Ég velti því einnig fyrir mér með leyfi: hvað í fjandanum var það eiginlega sem hann var að grafast fyrir um? Ég man ekki eftir því að við aðhefðumst eitthvað svo merkilegt að ástæða væri til þess að skrifa um það einhverja skýrslu. Ég kannast bara ekki við það. Þetta er einhver uppblásinn kaldastríðs- heimur þeirra sjálfra. Að hitta manninn á kvöldin og nóttunni á mismunandi stöðum verkar á mig eins og reyfari. Auðvitað voru þeir að reyna að búa til stöðu fyrir sjálfa sig með þessari Rússagrýlu og endalausu tali um að við gengjum erinda Rússa. Þetta var grýla sem þeir bjuggu til í þeim tilgangi að styrka sjálfa sig pólitískt og sinn flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar held ég að það hafi mistekist oftar en ekki því Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubanda- lagið voru oftast með 15 til 20 prósent atkvæða.“ Heimildum um persónunjósnir fjölgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.