Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 18.–20. nóvember 201430 Lífsstíll Vísindamenn í Stanford-há-skóla hafa mögulega fund-ið leið til þess að lækna Alzheimers-sjúkdóminn með því að trufla taugaboð ákveðins próteins. Vísindamennirnir gerðu tilraun- ir með því að fikta í PirB-prótein- inu sem gerir dýrum kleift að sækja í gamla reynslu en heftir á sama tíma getuna til að læra nýja hluti. Þeir sáu að þeir gátu truflað boðin svo heil- inn gæti unnið hraðar. Próteinið finnst líka í manneskjum en heitir þar LilrB2. Prófessorinn Carla Shatz og samstarfsmenn hennar, dr. Davic Bochner og Richard Sapp, fundu út að tilraunardýr þeirra voru fljótari að læra að nota aðeins annað aug- að ef hitt hafði orðið fyrir skemmd- um, ólíkt dýrum sem tilraunin var ekki gerð á. Með hindrun próteinsins komust þau að því að allavega einn hluti heilans átti auðveldara með að jafna sig á skemmdum, aðlaga sig og læra nýja hluti. Þegar manneskjur læra eitt- hvað nýtt, eða leggja upplýsingar á minnið, á sér stað endurröðun efnaferla í heilanum. Mest af þessu á sér stað þegar börn þroskast og dafna. En heilinn gerir þetta líka til þess að vega á móti því þegar líkam- inn tapar notagildi einhvers, eins og auga. Eins er endurröðunin notuð til þess að auka notagildi annarra parta líkamans þegar heilinn verður fyrir miklum skemmdum. Þessi rannsókn gerir það að verk- um að mögulega verður hægt að lækna Alzheimers-sjúkdóminn eða hafa áhrif á hann. Aðrar rannsókn- ir hafa nefnilega sýnt að prótein sem finnst í Alzheimers-sjúklingum bindur sig við LilrB2-próteinið. Aðalvandamál vísindamanna nú er að manneskjur hafa fimm mismunandi LilB2-LilB5-prótein, svo til að ná árangri í þessu þarf að finna leiðir til að rugla í fleiri en einu próteini. n helgadis@dv.is Geta mögulega læknað Alzheimers-sjúkdóm n Trufla taugaboð próteins n Rannsóknir á byrjunarstigi Grænir drykkir slá í gegn Taugaboð í heilanum Vani er til dæm- is myndaður með taugaboðum til heilans. n Hildur Halldórsdóttir sendir frá sér aðra bók n Prófar sig áfram með það sem er til Þ etta er svipuð bók og sú fyrri nema núna er að- eins meiri áhersla á grænu drykkina,“ segir lífeinda- fræðingurinn Hildur Hall- dórsdóttir á Akureyri en nýja bók- in hennar, Heilsudrykkir Hildar – Meiri hollusta 50 uppskriftir, kemur út 11. desember. Fékk nóg Þegar Hildur var í fæðingarorlofi með yngri stelpuna sína árið 2012 vildi hún breyta um lífsstíl. „Ég var farin að lifa á ein- hæfu fæði sem ein- kenndist af brauði og smjöri. Mig langaði í fjölbreyttari og vítamín- ríkari mat og fór að lesa mig til,“ segir Hildur sem hefur alltaf haft áhuga á næringu og hollu matar- æði og því hvernig næringarefnin virka í líkam- anum. Hún segist aldrei hafa trúað því að tæpum tveimur árum síðar væri hún að deila þessari ástríðu sinni með landsmönnum í sinni annarri bók. „Þetta er bara alveg ótrúlegt en á sama tíma ótrúlega skemmti- legt líka.“ Eins og í fyrri bók- inni eru hollar en einfaldar og þægi- legar uppskrift- ir í nýju bókinni. Hildur segist sjálf sjaldnast fara eft- ir uppskriftum en að hún skrifi hrá- efnin niður á blað þegar drykkurinn heppnast vel. „Yf- irleitt blanda ég bara drykk úr því sem ég á til í ís- skápnum hverju sinni og ef úr verð- ur dásemd skrifa ég niður, prófa aftur og leyfi fleirum að njóta.“ Mynta og kókos Hún segist hafa komist að ýmis- legu með þessum tilraunum. „Það kom mér til dæm- is á óvart hvað kakó og engifer passar vel saman. Al- veg ótrú- lega góð blanda. Og mynta og kókos líka,“ segir hún og bætir við að hún sé komin upp á lagið að kunna að meta kókos. „Ég borðaði ekki kókos, fannst það bara ógeðslegt. Núna er kókos í öllu, kókosmjöl, kókosmjólk, kókos-hitt og þetta.“ Hildur segir ótrúlega vakn- ingu hafa orðið í heilbrigðum lífs- stíl. „Fólk er orðið mun jákvæðara fyrir því að prófa eitthvað nýtt. Ég hef verið með grænar áskoranir á netinu og það er meiri háttar gam- an að sjá hvað fólk er opið fyrir nýj- um hráefnum. Margir eru samt enn þá hræddir við ýmislegt, til að mynda sellerí, sem inniheldur hell- ing af vítamínum, en þá er bara að setja lítið til að byrja með. Maður lærir að meta þetta. Hver og einn verður bara að finna sína leið. Mér finnst gott að setja þrjá sellerí-stilka en hálfur er kannski nóg fyrir ein- hvern annan.“ Grænir, bleikir, fjólubláir Hildur segist oftast blanda sér drykk á hverjum degi. „Og oftast blanda ég drykk á morgnana sem bíður svo eftir eldri stelpunni þegar hún kemur heim úr skólanum. Stelpurnar mínar elska drykkina en þeirri litlu finnst þeir grænu betri á meðan sú eldri vill hafa þá bleika og fjólubláa,“ segir hún og játar því að hún hafi smitað eiginmanninn á áhuganum líka. „Hann blanda sér sjálfur þessa flottu drykki. Hann er svona uppskriftarkarl og blandar drykki með bókina í hendinni.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Í uppáhaldi Einfaldur, hollur og bragðgóður drykkur úr gömlu bókinni hennar n 10 möndlur n 1 ds mangó n 2 döðlur n 1–2 matskeiðar goji-ber n Fullt af spínati n Hálfur til einn banani n Vatn Svalandi Frískandi, hæfilega sætt og svalandi vítamínvatn n 3 dl vatnsmelóna n 2 dl jarðarber n rifið engifer eftir smekk n klakar og vatn Setjið fullt af klökum í botninn á flöskunni og síðan hráefnið. Fyllið með ísköldu vatni og njótið. Bætið síðan vatni reglulega við en ávext- irnir endast í allt að viku, sé vatnið geymt í kæli. Gott er að merja ávextina og kryddjurtirnar örlítið saman áður en fyllt er á með vatninu, til að losa um bragðefni. Hægt er að drekka drykkinn strax en best að leyfa honum að standa í klukkutíma áður. Fyrir lengra komna 105 kcal. n 3 g prótein, 33 g kolvetni, 0 g fita n 1 epli eða 1 banani n væn handfylli af spínati n 1–2 stilkar sellerí n 1–3 cm fersk, rifin engiferrót n 2 dl kókósvatn eða vatn n klakar ef þarf Öllu blandað vel saman. Hildur Hildur segist aldrei hefði trúað því að tæpum tveimur árum eftir að hún ákvað að gera eitthvað í sínum málum væri hún að gefa út bók númer tvö. Mynd Auðunn níelsson Epli skemma tennur Könnun sem tannlæknar gerðu í Bretlandi sýndi að þótt súkkulaði í millimál geti bætt á þig kílóum þá virðist sem epli auki ferðir þín- ar til tannlæknis. Fjórir af fimm tannlæknum vöruðu við því að borða epli í millimál þar sem það getur aukið tannsýkla og eyðingu á glerung. Þriðjungur sagði epli valda miklum skemmdum á tönnum og tannholdi. Allir mæltu með því að fólk notaði tannþráð mun oftar, þótt það sé ekki vin- sælt. Eins á það að tannbursta sig allavega tvisvar á dag og nota bakteríueyðandi munnskol.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.