Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 18.–20. nóvember 201414 Fréttir Viðskipti Fær 1.100 kíló af norskri hrefnu Kannast ekki við eignarhald Kristjáns Loftssonar á norsku hvalveiðifyrirtæki Þ að er þá eitthvað sem er mér alveg nýtt. Ég er annars ekki í neinu sambandi við Krist­ ján,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP útgerða og formaður Félags hrefnu veiðimanna, aðspurður um kaup fyrirtækis hans á hrefnukjöti frá norska fyrirtækinu Lofothval. Tímaritið Grapevine sagði frá því í nóvember að Kristján Loftsson, eig­ andi Hvals hf., sem stundar veiðar á langreyði við Íslandsstrendur, ætti hlut í norska fyrirtækinu. Gunnar seg­ ist hins vegar ekki hafa verið í nein­ um samskiptum við Kristján vegna kaupanna á hrefnukjötinu. Byrja á 1.100 kílóum Fyrirtæki Gunnars hyggst byrja á að flytja inn 1.100 kíló af norsku hrefnu­ kjöti þar sem veiðarnar hjá honum hafa ekki gengið sem skyldi. „Við höf­ um bara heimild til að flytja inn allt að tíu tonnum. Fyrsta pöntun okkar hljóðar upp á 1.100 kíló.“ Heimild er hins vegar fyrir því að flytja inn allt að tíu tonnum af norskri hrefnu að sögn Gunnars. Von er á hrefnukjötinu til landsins um næstu mánaðamót að sögn Gunnars. Í viðtali við DV fyrr á árinu lýsti Gunnar því hversu erfiðlega veiðarn­ ar hefðu gengið síðastliðin ár. „Þetta er bara búið að ganga rosalega erf­ iðlega með hrefnuveiðarnar síð­ astliðin þrjú ár. Það er kannski ver­ ið að fara þrjá eða fjóra róðra fyrir hverja hrefnu. Það gæti verið fækk­ un á hrefnu á þessum slóðum í kring­ um Ísland, makríllinn gæti spilað inn í, kannski heitari sjór, en einhverjar ástæður hafa leitt til þessarar miklu fækkunar á hrefnu. Hér áður fyrr var þetta þannig að menn gengu að því, nánast í áskrift, að veiða eitt eða jafnvel tvö dýr í hverjum róðri. Þetta er bara langstærsta vandamálið við þessar veiðar.“ Magnið af norska hrefnukjötinu er hins vegar lítið þegar litið er til þess að íslenskir hrefnuveiðimenn hafa verið að ná í dýr sem skilað hafa á milli 40 til 50 tonnum af kjöti á hverju ári. Aðrar vinnsluaðferðir Vegna þessara erfiðleika við hrefnu­ veiðarnar – einungis 23 dýr af 236 dýra kvóta veiddust í ár – var brugðið á það ráð að kaupa norska hrefnu kjötið. Gunnar segir að norska hrefnu kjötið sé dýrara en það íslenska. „Þetta er dýrara en íslenska kjötið,“ en hann vill ekki gefa upp kaupverðið á hvert kíló af norska kjötinu. Gunnar undirstrikar að einung­ is sé um að ræða tilraun til að byrja með. Hann vilji sjá hvernig íslensk­ ir neytendur og veitingastaðir taki norska hrefnukjötinu. Einnig þurfi að horfa til þess að norska hrefnan er veidd og unnin með öðrum hætti en sú íslenska. Norsku hvalveiðibátarnir séu lengur í hafi og lengri tími líði frá því að hrefnurnar eru veiddar og þar til komið er með þær í land til vinnslu. Íslensku hrefnurnar sem veiddar eru eru fluttar í land sama dag og þær eru veiddar. Gætu keypt 5 til 6 tonn Gunnar segir að ef kjötið er gott og selst vel þá vilji hann kaupa svona 5 til 6 tonn í heildina. „Við höfum aldrei gert þetta áður. Við þurfum að gera þetta núna, til að brúa bilið. Þetta eru eitthvað á annað hundrað veitinga­ staðir sem eru að selja kjötið. Flestir fínustu og bestu veitingastaðir lands­ ins eru með þetta kjöt á matseðlinum hjá sér allt árið,“ segir Gunnar en með þessu á hann við að nota þurfi norska hrefnukjötið til að anna eftirspurn­ inni eftir kjöti þar til næsta hrefnu­ veiðitímabil hefst á Íslandi. n Flytja inn norsk kjöt Fyrirtæki Gunnars Berg- manns Jónssonar fær norska hrefnukjötið um mánaðamótin. Myndin er af íslenska hrefnu- veiðibátnum Hrafnreyði. mynd reGin torKiLsson ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is sagður hluthafi Kristján Loftsson í Hval hf. hefur verið sagður einn af hluthöfum norska hvalveiðifyrirtækisins Lofothval. Gunnar Berg- mann Jónsson segist ekkert kannast við það. Nýtt sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími Virka daga: 8:30 til 18:00 Laugardaga: 10-14 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Áfrýjar í Panama-fléttu Ríkissaksóknari ætlar að áfrýja yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrver­ andi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði. Sigurjón og Elín voru bæði sýknuð og ríkis­ sjóður dæmdur til að greiða allan málskostnað, þar á meðal 24 millj­ ónir í málsvarnarkostnað. Þau voru ákærð fyrir umboðs­ svik og sökuð um að hafa misnot­ að aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir til veitingar ábyrgða á meðan þau sátu í lánanefnd Landsbankans. Þau neituðu bæði sök í málinu. Málið hefur hing­ að til verið kallað Panama­flétt­ an og tengist undirritun Sigurjóns og Elínar á sjálfskuldarábyrgðir Landsbankans á lánasamningum við tvö félög, annars vegar félagið Empennage Inc. og félagið Zim­ ham Corp en bæði félögin voru skráð á Panama. Krefst svara Sigurður Ingi Jóhannsson hefur til 10 desember að svara spurningum frá Um­ boðsmanni Alþingis varð­ andi flutninga á Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Um­ boðsmaður óskar eftir öllum gögnum sem styðja við laga­ lega ákvörðun ráðherrans um flutningana norður. Það eru starfsmenn Fiski­ stofu sem leituðu til Umboðs­ manns Alþingis og kvörtuðu yfir flutningunum. Í fyrirspurn Umboðsmanns er óskað eft­ ir svörum við sex spurning­ um, þar á meðal á hvaða lagagrundvelli flutningurinn byggi. Umboðsmaður óskar eftir öllum gögnum sem styðja lagalega þá ákvörðun stjórn­ valda að flytja Fiskistofu. Einnig vill hann upplýsingar um boð til starfsfólksins um ákveðin starfskjör og fjár­ greiðslur ef þeir samþykkja að flytja norður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.