Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 18.–20. nóvember 201416 Fréttir Erlent Þessi eru valdamest n Listi Forbes yfir 72 valdamestu einstaklinga heims n Pútín valdameiri en Obama Þ að eru 7,2 milljarðar manns í heiminum. Þessi 72 eru valdamest,“ segir í umfjöllun Forbes um þá sem fjölmið- illinn hefur valið sem valda- mesta fólk í heiminum 2014. Valið var eftir fjórum þáttum; mannaforráð- um, peningavöldum, ólík valdsvið- um og valdbeitingu. Fyrst var horft til þess hvort viðkomandi hefði völd yfir mörgum einstaklingum, til dæmis sem forseti, framkvæmdastjóri eða einræðisherra. Þá var horft til þess hversu mik- il peningavöld viðkomandi hefur, hvort sem þau eru persónuleg eða tengjast starfi viðkomandi. Þá var horft til valda einstaklingsins á mis- munandi sviðum, það er fyrir utan starfsvið sitt. Sem dæmi má nefna að Bill Gates er auðjöfur, ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Microsoft ein einnig mikill mann- vinur sem sinnir gríðarlega miklu góðgerðastarfi. Hann hefur því úr miklum völdum að spila á hin- um ýmsu sviðum. Fjórða athug- unin tengdist einmitt því, hvernig viðkomandi beitti völdum sínum. Það er ekki nóg að vera valdamik- ill, heldur þarf einnig að fara með valdið og nýta það. Eins og sést er það Vladimír Pútín sem er valdamesti maður heims árið 2014 að mati Forbes. Skyldi engan undra sem hefur fylgst með fréttum af erlendum vettvangi í ár. Barack Obama Bandaríkjafor- seti fylgir á hæla honum í öðru sæti og í því þriðja er Xi Jinping, leiðtogi kommúnistaflokksins í Kína og valdamesti maður Kína. Það er svo Frans páfi sem er í fjórða sæti list- ans, enda er hann andlegur leið- togi milljarðs einstaklinga. Fáar konur Á listanum er margt athyglisvert varðandi aldursdreifingu, kyn og ríkisfang þeirra sem eru á listan- um. Til dæmis eru afar fáir Evrópu- búar á listanum og aðeins einn Norðurlandabúi. Aðeins níu kon- ur er að finna á honum og eru þær allar á sextugs- og sjötugs- aldri. Valdamesta konan er Angela Merkel, í fimmta sæti, og sú sem fylgir henni fast á eftir er seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen. Einnig má nefna að á list- anum er Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, en ekki eig- inkona hans Hillary Clinton, sem hefur verið talsvert meira áberandi en eiginmaður hennar undanfar- ið og verður líklegast þátttakandi í næstu forsetakosningum í Banda- ríkjunum. Fáir ungir Þá eru aðeins tveir á fertugsaldri á listanum og enginn á þrítugsaldri. Sá elsti á listanum er Abdullah bin Abdul Aziz Al Saud, konungurinn í Sádi-Arabíu. Hann er níræður og er í ellefta sæti listans. Sá yngsti er Mark Zuckerberg, sem er þrítugur. Hann er í 22. sæti listans. Sá næstyngsti er Kim Jong-un, einræðisherra Norð- ur-Kóreu, en hann er 49. sæti. Þá eru tveir í níunda sæti hans, þeir Sergey Brin og Larry Page hjá Google og tveir í 35. sæti, þeir Lee Kun-Hee og Jay Y. Lee hjá Samsung. n 1 Vladimír Pútínforseti Rússlands 2 Barack Obama forseti Bandaríkjanna 3 Xi Jinpingleiðtogi komm- únistaflokksins í Kína 4 Frans páfi 5 Angela Merkelkanslari Þýskalands 6 Janet Yellenseðlabankastjóri Bandaríkjanna 7 Bill Gatesráðgjafi og stofnandi Microsoft 8 Mario Draghiaðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu 9 Sergey Brinstofnandi Google 9 Larry Pageframkvæmdastjóri Google 10 David Cameronforsætisráðherra Bretlands 11 Abdullah bin Abdul Aziz Al Saud konungurinn í Sádi-Arabíu 12 Warren Buffettframkvæmdastjóri Berkshire Hathaway 13 Li Keqiangforsætisráðherra Kína 14 Carlos Slim Helu (og fjöl-skylda) América Móvil 15 Narendra Modiforsætisráðherra Ind- lands 16 Jeff Bezosstofnandi og fram- kvæmdastjóri Amazon 17 Francois Hollande forseti Frakklands 18 Jamie Dimonframkvæmdstjóri JP Morgan Chase 19 Ali Hoseini-Khamenei erkiklerkur og æðsti leiðtogi Íran 20 Rex Tillersonframkvæmdastjóri Exxon Mobil 21 Jeffrey Immeltframkvæmdastjóri General Electric 22 Mark Zuckerbergframkvæmdastjóri og stjórnarformaður Facebook 23 Michael Bloombergframkvæmdastjóri Bloomberg 24 David Kochmeðeigandi og fram- kvæmdastjóri Koch Industries 25 Timothy (Tim) Cook framkvæmdastjóri Apple 26 Benjamin Netanyahuforsætisráðherra Ísraels 27 Lloyd Blankfeinframkvæmdastjóri Goldman Sachs Group 28 Li Ka-shingstjórnarformaður Hutchison Whampoa 29 Doug McMillonframkvæmdastjóri Wal-Mart 30 Jack Mastofnandi vefverslunarfyrir- tækisins Alibaba. 31 Dilma Rousseffforseti Brasilíu 32 Rupert Murdoch (og fjöl-skylda) framkvæmdastjóri News Corp 33 Christine Lagarde fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins 34 Akio Toyodafram- kvæmdastjóri Toyota Motors 35 Jay Y. Leeaðstoðarstjórnarformaður, Samsung Group 35 Lee Kun-Hee stjórnarformað- ur Samsung Group Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is 36 Mukesh Ambanistjórnarformaður Reliance Industries 37 Khalifa bin Zayed Al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna 38 Masayoshi Sonframkvæmdastjóri Softbank 39 Larry Finkstofnandi og framkvæmdastjóri BlackRock 40 Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna 41 Robin Listofnandi og fram- kvæmdastjóri Baidu 42 Igor Sechinstjórnarformaður Rosneft 43 Ding Xuedong stjórnarformaður China Investment Corp 44 Bill Clintonfyrrverandi forseti Banda- ríkjanna 45 Jim Yong Kimforseti Alþjóðabankans 46 Park Geun-hyeforseti Suður-Kóreu 47 Alexey Millerframkvæmdastjóri Gazprom 48 Haruhiko Kuroda seðlabankastjóri Jap- an 49 Kim Jong-uneinræðisherra Norð- ur-Kóreu 50 Ali Al-Naimiolíumálaráðherra Sádi-Arabíu 51 Abdel el-Sisiforseti Egyptalands 52 Elon Muskstofnandi og fram- kvæmdastjóri Tesla Motors 53 Ma Huatengstofnandi Tencent 54 Abu Bakr al-Baghdadisjálfskipaður leiðtogi Íslamska ríkisins. 55 Ginni Rometty framkvæmdastjóri IBM 56 Len Blavatnikeigandi Access Industries 57 Lakshmi Mittalstjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri ArcelorMittal 58 Martin Winterkornframkvæmdastjóri Volkswagen Group 59 Bernard Arnault (og fjölskylda) stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri LVMH Moët Hennessy – Louis Vuitton 60 Enrique Pena Nieto forseti Mexíkó 61 Alisher Usmanovauðugasti maður Rússlands 62 Mary Barraframkvæmdastjóri General Motors 63 Shinzo Abeforsætisráðherra Japan 64 Satya Nadellaframkvæmdastjóri Microsoft 65 John Robertsforseti Hæstaréttar Bandaríkjanna 66 Gina Rinehartauðugasta kona heims og stjórnarformaður Hancock Pro- specting 67 Margaret Chanframkvæmdastjóri Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) 68 Aliko Dangoteframkvæmdastjóri Dangote Group 69 Jeffrey Gundlachframkvæmdastjóri DoubleLine Capital 70 Joseph (Sepp) Blatter forseti FIFA 71 Terry Gou framkvæmdastjóri Hon Hai Precision 72 Yngve Slyngstad forstjóri norska olíu- sjóðsins. Þetta eru valda- mestu konurnar 5. Angela Merkel, kanslari Þýskalands 6. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna 31. Dilma Rousseff, forseti Brasilíu 33. Christine Lagarde, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 46. Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu 55. Ginni Rometty, framkvæmdastjóri IBM 62. Mary Barra, framkvæmdastjóri General Motors 66. Gina Rinehart, auðugasta kona heims, stjórnarformaður Hancock Prospecting 67. Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) Valdamestur Vladimír Pútín er valdamesti maður heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.