Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 19
Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Skrýtið 19 suður-amerískur fenjabjór á íslandi n Dýrið var flutt til Íslands 1932 n Loðdýrabændur ætluðu sér stóra hluti Á fjórða áratugnum var reynt að flytja nútríur, nokkuð stór suður-amerísk nagdýr, til Íslands. Tegundin, sem er náskyld bjórum, náði þó ekki fótfestu á klakanum. Nútría (Myocastor coypus) er venjulega kölluð coypu á erlendum málum. Hún er upprunnin í suður- hluta Suður-Ameríku, í löndum á borð við Chile, Paragvæ og Argent- ínu, þar sem hún býr í sefinu við fljót og vötn og nærist á plöntum. Nútrían er því mikill sundgarpur. Hún er á stærð við heimiliskött. Ís- lendingar hafa stungið upp á ýms- um íslenskum nöfnum fyrir þetta dýr, til dæmis bifurrota, mýrarbjór, fenjabjór og busla. Á 19. öld fluttu loðdýrabændur dýrið til ýmissa landa í Afríku, Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu með misjöfnum fjárhagslegum ávinn- ingi. Sums staðar náði nútrían að sleppa úr klóm eigenda sinna og lifa nú villtar, líkt og minkurinn á Íslandi. Innan við tíu nútríur voru flutt- ar til Íslands 1932. Nútríu-rækt var stunduð á tveimur bæjum í Gríms- nesi með takmörkuðum árangri. Þau dýr sem sluppu lifðu ekki af kaldan veturinn á Fróni. Árið 1985 var lagt til að hefja nútríu-rækt að nýju á Íslandi en ekkert varð úr þeim áformum. „Ljótar skepnur“ Árið 1931 hélt Ársæll Ármanns- son, sem einnig er frægur fyrir mis- heppnuð innflutningsævintýri með sauðnaut og þvottabirni, erindi um nútríur. Morgunblaðið sagði svo frá þessum kynningarfundi: „Loðdýraræktarfjelagið held- ur fund í kvöld í baðstofu iðnaðar- manna. Ársæll Árnason flytur þar erindi um mýrabjórinn (nutria), sem nú er farið að rækta hjer í álfu ,en á heimkynni sín í Suður- Ameríku. Þetta eru ljótar skepn- ur. Hausinn er eins og á bjór og 4 stórar, gular framtennur prýða hann ekki. Skrokkurinn er eins og á rottu, nema miklu stærri og halinn gríðarmikill. Dýr þessi hafast við í mýraflóum og fenjum. Norðmenn eru farnir að rækta þau af kappi og hjerna um daginn kom skip frá Suð- ur-Ameríku til Noregs með rúmlega 200 lifandi dýr af þessu kyni.“ En eins og áður segir mistókst ævintýrið með nútríurnar, líklega aðallega vegna veðurskilyrða á Ís- landi. Dýrin eru ættuð frá hlýjum fenjasvæðum Suður-Ameríku og þola mjög illa kaldan vetur. Nútrían tilheyrir því hópi dýra sem mistókst að rækta hér á landi, líkt og sauð- nautin og þvottabirnir. Hér á síð- unni eru ýmsar bráðskemmtilegar myndir af dýrinu, sem er alls ekki ljótt eins og Morgunblaðið sagði árið 1931. n Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Fjölskylda Skemmtileg mynd af nútríu-fjölskyldu. Mynd CLaudio dias TiMM/FLiCkr Gott í gogginn Nútría fær sér brauðsneið. Mynd MarGriT/FLiCkr kalt í veðri Nútría í snjó í Þýskalandi. Ekki bestu aðstæð- urnar fyrir þetta dýr. Mynd MarGriT/FLiCkr „Skrokkurinn er eins og á rottu, nema miklu stærri og halinn gríðarmikill. koss? Tvær nútríur í faðmlögum. Mynd JoaCHiM s. MuLLer/FLiCkr sundgarpur Nútría á sundi, en dýrið er mikil vatnavera. Það væri ein- kennilegt að mæta því á Tjörninni í Reykjavík. Mynd JoaCHiM s. MuLLer/FLiCkr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.