Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Bætt stjórnmál Hönnu Birnu Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Þ að er óhætt að segja að vikan hafi verið nokkuð viðburðarík á vettvangi stjórnmálanna. Fyrst ber að telja þriðju skrautsýn- inguna í Hörpu þar sem forsæt- is- og fjármálaráðherra kynntu „heimsmetið“. Þau voru mörg og gildishlaðin orðin sem þar féllu og talnaflóðið minnti á jökulfljót á hlýjum vordegi meðan skjámynd- irnar skutust fram ótt og títt. Við Vinstri græn höfum gagn- rýnt aðferðafræði ríkisstjórnar- flokkanna þegar þeir segja að niðurfærslan sé almenn aðgerð enda getur hún vart talist sem slík þegar hún tekur aðeins til þriðj- ungs þjóðarinnar. Víst er að einhverjir eru ánægð- ir og skyldi engan undra það enda ekki á hverjum degi sem fjármun- um er deilt úr ríkissjóði með slík- um hætti. Og að sjálfsögðu verður niðurfærslan til þess að lækka af- borganir hjá nokkrum fjölda sem ekki er tekjuhár en hún mun einnig þyngja pyngju margra hinna efna- meiri og ennfremur fólks sem er svo vel sett að það féll undir mörk sem sett voru um greiðslu auð- legðarskatts. Þessum fjármunum væri betur varið til að styrkja innviðina, heil- brigðisþjónustuna, menntakerfið, samgöngur að ekki sé minnst á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það er klárlega almenn aðgerð og kem- ur ekki bara okkur sem nú lifum og njótum til góða heldur einnig framtíðarbörnum þessa lands. Þetta er hin ábyrga fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins sem beygir sig undir kosningaloforð Framsóknar- flokksins með því að hrinda þessari aðgerð í framkvæmd. Valkosturinn er skýr, örlætið er til handa efnuð- um borgurum og auðmönnum á kostnað almennings og í stað þess að búa í haginn fyrir komandi kyn- slóðir. Þeirra er ábyrgðin á því sem nú fer fram í fjármálum hins opin- bera og þróuninni í innviðum sam- félagsins sem hrakar dag frá degi sökum fjárskorts. Lekamálið Dramatískt játning fyrrverandi að- stoðarmanns innanríkisráðherra fannst mér ekki sannfærandi enda kom hún á „elleftu stundu“ þegar komið var að því að ráðherrann þyrfti að mæta í dómsal vegna málsins. En þetta er bara einn hluti þessa máls og er niðurstöðu Um- boðsmanns Alþings að vænta í vik- unni sem hefur haft málið til rann- sóknar um nokkurt skeið. En því er ekki að neita að af- skipti ráðherrans eru um margt sérkennileg hvort heldur eru sam- skipti við Alþingi, lögregluna eða ósk um að blaðamenn væru rekn- ir vegna umfjöllunar um málið. Margir hafa einnig þurft að sitja undir því að vera bendlaðir við lek- ann s.s. eins og Rauði krossinn, ræstingafólk og í raun allt starfsfólk innanríkisráðuneytisins. Þrátt fyrir það sjá þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra Framsóknarflokksins ekki ástæðu til annars en að lýsa fullu trausti á áframhaldandi setu ráðherrans. Framtíðarsýnin Það hefur vakið athygli hversu ósamstæðir stjórnarflokkarnir eru í mörgum málum og má minna á ágreining þeirra um fjárlagafrum- varpið. Þar setti Framsóknarflokk- urinn fyrirvara sem er óvenjulegt. Síðast í þættinum á Sprengisandi á sunnudaginn var sagði Frosti Sig- urjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, að enn væri ver- ið að finna til mótvægisaðgerð- ir varðandi matarskattinn sem virðist vera Sjálfstæðisflokknum erfitt. En það verður líka áhuga- vert að sjá hvort þingmenn Fram- sóknarflokksins styðja við gríðar- legan niðurskurð í skólakerfinu eða séu tilbúnir að endurskilgreina þá þjónustu sem Landspítalinn á að veita því skýrt er að þeir fjár- munir sem lagt er upp með í fjár- lagafrumvarpinu duga engan veg- inn til að sinna því sem honum ber að gera skv. lögum. Forgangurinn er skýr, keyptir eru nýir lúxusbílar handa ráðherrum á sama tíma og innviðunum blæðir. Ríkisstjórnin ætti því ekki að vera undrandi á því að fólk kem- ur saman ítrekað á Austurvelli og mótmælir af margvíslegum ástæð- um þrátt fyrir að þær dagsetn- ingar sem valdar hafa verið henti ekki forsætisráðherra. Því mið- ur virðast ríkisstjórnarflokkarnir vera vanmáttugir til að leysa ýmis brýn samfélagsmál og þegar kem- ur að stefnumótandi ákvörðunum og framtíðarhugsun eru stjórnar- flokkarnir hvor á sinni bylgjulengd. Hins vegar þegar kemur að eins skiptis aðgerðum eins og skulda- niðurgreiðslu sem tekin er að stór- um hluta til út á reikning framtíðar- innar þá ná þeir saman. Óskandi er að slík ríkisstjórn verði eins skiptis ríkisstjórn. n Skuldaniðurgreiðslan „Þetta er ekki neitt nema lögbrot, lygar og yfirhylmingar ráðherra og hennar óvandaða aðstoðarmanns. Annars ekki neitt sem orð er á gerandi,“ segir Maron Bergmann Jónasson. Í helgarblaði DV er greint frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafn- ar því nú sem hún sagði í Kastljósi hinn 26. ágúst, að Gísli Freyr hefði beðið hana um að beita sér fyrir því að yfirheyrslu yfir honum yrði flýtt. 14 „Þeir leituðu til FBI en voru ekki einu sinni búnir að skanna diskinn almennilega. Hvers konar eiginlega amatörar eru þetta?“ spyr Eva Hauksdóttir. Við rannsókn lekamálsins svokallaða hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samband við bandarísku alríkislögregluna, FBI, sem hafði óskað eftir upplýsingum frá Google, sem á Gmail. 9 „Ég held að því miður þá sé fullt af sjúklingum sem bíða og bíða, en auðvitað á krabbameinssjúklingur að ganga fyrir öllu, því þeir vita ekki hvorum megin þeir eru við rauða strikið,“ segir Rannveig Sigurðardóttir. Í helgarblaði DV var umfjöllun um Einöru Sigurðardóttur, 78 ára, sem greindist með illkynja eitlafrumukrabbamein í byrjun október, rúmum tveimur vikum áður en verkfall lækna hófst, en hún þurfti að bíða í rúmar fimm vikur eftir því að komast í umræddar rannsóknir. Einara gleymdist í kerfinu. 5 „Það er verið að meina að gaurinn sé ekki alveg fulle femm i hausnum , að það séu sönnunargögn um að það sé eitthvað bogið við þetta, og svo fer enginn þarna óvart útí ána á þessum stað haha,“ segir Adam Robertsson. Efast er um að maðurinn, sem fannst á gangi skammt frá flugvell- inum á Selfossi, nálægt geymslusvæði sem Borgarverk er með, hafi farið í Ölfusá í síðustu viku. 7 „Hanna Birna svaraði strax fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis með árás; en eins og flestir vita er árás oft besta vörnin; en hún tókst ekki hjá Hönnu Birnu, því Umboðsmaðurinn lætur ekki hræðast.“ Þetta segir Guðmundur Guðmundsson í athugasemd á DV.is þar sem fram kemur að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkis- saksóknari segist ekki muna eftir að viðlíka gagnrýni á rannsókn máls hafi áður komið fram frá eins valdamiklum aðila og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 17 Kjallari Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingkona Vinstri grænna „Ríkis-stjórnin ætti því ekki að vera undrandi á því að fólk kem- ur saman ítrekað á Austurvelli og mótmælir Mynd SiGtRyGGUR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.