Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Sport 27 „Þeir vildu skipta á mér og handritunum“ n Hrindingar og peysutog þekktust ekki n Segir konur þurfa að gera betur Aldrei rifrildi Sigríður segir að það sé alveg yndis- legt að eiga svona ástríðufullt sam- eiginlegt áhugamál með allri fjöl- skyldunni. „Og það er svo skrítið sko, ég var nú í Val – hann í Fram, allar dæturnar í Fram. Það var aldrei, það var ekkert, bara leik- urinn búinn og þá var þetta búið. En ég átti svolítið erfitt þegar ég tapaði fyrir Fram, að fara heim,“ viðurkennir Sigríður og hlær. „En það var aldrei rætt um neitt svo- leiðis, eða rifrildi eða neitt. Enda hefur mér alltaf fundist voðalega vænt um Fram.“ Fjórar konur á 58 árum Verðlaunin íþróttamaður ársins voru fyrst veitt árið 1956. Átta árum síðar var fyrsta konan kjör- in íþróttamaður ársins. Eftir það liðu heil 27 ár þangað til kona var næst kjörin, en það var Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona árið 1991. Alls hafa fjórar konur verið kjörn- ar íþróttamaður ársins. Til viðbót- ar við Sigríði og Ragnheiði, þær Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona árið 2000 og Margrét Lára Viðars- dóttir fótboltakona árið 2007. Sam- tök íþróttafréttamanna veita árlega þeim íþróttamanni, sem keppir innan vébanda ÍSÍ, verðlaunin. Sigríður segist yfirleitt vera við- stödd verðlaunaafhendinguna. „Ég er alltaf mjög ánægð ef ég sé þrjár, fjórar konur á lista af tíu, sem kem- ur. Ég er mjög ánægð með það.“ Spurð hvað hún haldi að valdi því að konur hafi ekki oftar verið kjörn- ar íþróttamaður ársins á þeim 58 árum sem verðlaunin hafa ver- ið veitt, segist Sigríður ekki vita það. „Ég get ekki dæmt um það en boltaíþróttirnar hafa svolítið hátt ábyggilega hjá þessum íþróttaf- réttamönnum. Manni finnst það svona í gegnum árin,“ segir hún, en síðastliðin tólf ár hefur karlmaður í hand- eða fótbolta verið kjörinn íþróttamaður ársins. Trúði þessu varla Sigríður heldur áfram. „Kvenfólk- ið verður náttúrlega að fara bara af stað og herða sig upp og ná árangri. Það hefur sýnt sig alveg, eins og með Ragnheiði og eins með Völu og Margréti Láru – þær áttu þetta fyllilega skilið.“ Spurð hvort þetta snúist þá bara um að konur þurfi að standa sig betur, játar Sigríður því. Þá segir hún verðlaunin hafa ver- ið rosalega mikilvæg fyrir sig sem konu í handbolta á sínum tíma. „Þetta var bara æðislegt. Mað- ur eiginlega trúði þessu varla, að ég væri að fá þessi verðlaun,“ segir hún. Sigríður segir verðlaunin hafa áhrif á yngri krakka. „Eins og með fótboltann og annað þegar strák- arnir eru að fá þetta, í fótboltan- um og handboltanum – það eykst alltaf áhuginn. Það alveg sýnir sig hjá krökkunum. Ég held að bara öll félög á landinu séu farin að leggja mjög mikla áherslu á yngri flokka, að hafa góða þjálfara og byggja þessa krakka upp.“ Sigríður segir að betur megi gera, hvað handbolta kvenna varð- ar. „Það er það að skrifa meira um þetta, sýna meira frá þessu. Þegar við vorum í þessu þá var bara önn- ur síðan sem karlarnir fengu og við hina. Það var svo miklu meiri umfjöllun.“ Þó verði að taka til- lit til þess að í dag er keppt í fleiri íþróttagreinum og því kalli hún það gott hvað sé komist yfir. Hún segir prentmiðlana vera með misgóða umfjöllun um íþróttir, en Morgun- blaðið sé með þá bestu. „Ég er svona hressari“ Spurð hvað drífi á daga hennar fyr- ir utan íþróttirnar segist Sigríður vera í rólegheitum heima. Hún fari í sund á morgnana og svo í göngu þegar hún nennir. Þá vinni hún, sem fyrr segir, aðra hverja viku við ræstingar á Hótel Sögu. „Svo erum við orðin tvö náttúrlega eftir í kot- inu. Ég er svona hressari, ef maður mætti segja, heldur en hann. Þetta bara þróast þannig. Við erum ekk- ert að flytja hérna úr húsinu, ætlum bara að vera hérna, þó að þetta sé orðið svolítið stórt,“ segir Sigríður um húsið sem hún og Guðjón hafa búið í í yfir 40 ár. Akkeri liðsins Sigríður segir að hún og Guðjón hefðu örugglega farið í atvinnu- mennsku erlendis, hefðu þau verið uppi á svoleiðis tímum. Að henn- ar mati er sjálfsagður hlutur að fólk prófi eitthvað annað. Í áðurnefndri bók, Hetjurnar okkar, er Sigríði sem leikmanni lýst á eftirfarandi hátt: „Sigríður þótti mjög skotfastur leik- maður, en jafnframt því gríðar- legur leiðtogi. Sigrún Guðmunds- dóttir, sem var með henni í liðinu sem varð Norðurlandameistari, segir að Sigríður hafi verið akkeri liðsins. Hún þótti gríðarlega hörð af sér og gafst aldrei upp. Hún var gríðarleg keppnismanneskja. Hún krafðist mikils af sjálfri sér og jafn- framt af félögum sínum. Sigríður þótti einnig góður félagi, létt og kát, og því fyrirliði eins og þeir eiga að vera.“ Sigríður segir þessa lýsingu eiga við sig. „Ég fékk voðalegt hrós þarna í þessari bók. Ég vil nú meina, ég var fyrirliði Norður- landameistaranna, og var fyrirliði hjá Val, og okkur gekk alveg rosa- lega vel Völsurum á þessum tíma og þess vegna hef ég verið valin fyr- irliði landsliðsins, ég veit það ekki. En ég get sagt þér það, ég er þessi týpa sem gefst aldrei upp og ger- ir kröfur á aðra. En ég skammast aldrei,“ segir hún. Sigríður segir spurð að þetta viðhorf hafi nýst henni víðar en í handboltanum. „Í uppeldinu. Ég leyfi þeim að blómstra og svo ef eitthvað bjátar á þá lagar maður það.“ Sæmdar gullmerki „Ég tek náttúrlega á móti þessum bikar fyrir liðið. Þetta er hópíþrótt. Þær stóðu sig allar alveg frábærlega vel á þessum tíma – og liðsheildin, hún var alveg sérstök, og er enn í dag,“ segir Sigríður. Á þessu ári hef- ur verið óvenju mikið af uppákom- um í tengslum við að 50 ár eru liðin síðan hópurinn varð Norðurlanda- meistari. HSÍ bauð þeim á landsleik í júní, þær voru á blaðamannafundi og fóru út að borða á Loftleiðum. „Svo vorum við heiðursgestir á leiknum á sunnudeginum hjá þeim og þeir sæmdu okkur gullmerki. Það var alveg svakalega gaman. Mikill heiður.“ „Náði mér ekki fyrir hlátri“ Sigríður segir að þær séu hættar að spila, en þær sem voru í Val hafi gert það um tíma. „En svo feng- um við tíma sem var svo leiðinleg- ur, klukkan tíu. Við höldum alltaf að við séum tvítugar, það er ekkert slakað á. Þannig að manni gekk illa að sofna þegar maður kom heim og þetta einhvern veginn datt upp fyr- ir.“ Sigríður segir ýmsar sögur rifj- aðar upp þegar þær koma saman, gamlar blaðaúrklippur séu skoðað- ar og mikið hlegið. Hún nefnir sér- staklega eina úrklippu. „Þá fylgdust blaðamenn með æfingum hjá okk- ur, þeir mættu á æfingar. Eftir eina æfinguna kom í blaðinu að Sigríð- ur hefði verið upptekin að þvo á þvottadegi. Ég eiginlega náði mér ekki fyrir hlátri. Ég veit ekki hvar maðurinn hefur fundið þetta. Að ég sleppi æfingu fyrir að þvo, vera með þvottadag?“ segir hún og hlær. Líklega hafi verið um misskilning að ræða, því hún hafi mætt á hverja einustu landsliðsæfingu. Góð kynning fyrir Ísland Sigríður kveðst alveg vita hver verði kosinn íþróttamaður ársins, það verði karl. „Ég segi þér það ef ég hef rétt fyrir mér,“ segir hún. Hún seg- ist alveg eins myndu vilja að það yrði kona. „Það myndi ég vilja. Mér finnst alveg yndislegt þegar þær hafa verið kosnar, stelpurnar.“ Undir lok samtalsins, þegar kemur að kveðjustund, segir Sig- ríður að það sé alltaf gaman að rifja þennan tíma upp. „Og, hvernig ég á að orða það, láta fólk ekki gleyma þessu. Það er málið. Það er mikil- vægt að halda þessu á lofti. Af því að þetta var rosalegur atburður. Þetta var ógurlega góð kynning fyrir handboltann og landsliðið, og bara Ísland. Meira að segja var talað um að skipta á mér og handritunum,“ segir hún og vísar í fjölmiðlaum- fjöllun um sig árið 1965 þegar landsliðið spilaði við Danmörku um að komast á heimsmeistara- mótið. „Þeir vildu skipta á mér og handritunum.“ n „Ég er þessi týpa sem gefst aldrei upp og gerir kröfur á aðra. Þú skorar...í CR7! Fyrirliðinn Við kjör íþróttamanns ársins árið 1964. Sigríður var fyrirliði landsliðsins í handbolta þegar það varð Norðurlandameistari sama ár. MyNd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.