Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 18.–20. nóvember 201428 Lífsstíll Rannsóknarteymi virðast seint fá leiða á að rannsaka hvort áfengi eða súkkulaði hafi góð eða slæm árhrif á fólk. Niðurstöður nýrrar rannsóknar um heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu voru birtar nýlega í tímaritinu Alcohol, an International Biomed- ical Journal. Þar kom fram að sumt fólk er betur í stakk búið til að verjast hjartaveikindum með áfengisneyslu út af einu ákveðnu geni. Rannsóknin var framkvæmd í Gautaborgarháskóla. Eftir rannsókn á tæplega 4.000 manns og drykkju þeirra kom í ljós að hófleg drykkja hafði meiri áhrif á heilsu þeirra sem hafa sérstakt gen. Þeir sem sögðust drekka hóflega, eða færri en níu drykki, í hverri viku áttu minni hættu á því að fá hjarta- sjúkdóm. Hins vegar áttu þeir sem voru með þetta gen og drukku um 2–5 drykki á viku, enn minni hættu á að verða veikir í hjarta. Þetta átti aftur á móti ekki við þá sem drukku ekkert eða níu drykki eða fleiri í einu. Þrátt fyrir að rannsakendur hafi tekið tillit til félagshagfræðilegra breyta, lífsstíls og kólesteróls í blóði, sem hefur áhrif á hvernig líkaminn vinnur úr áfengi, þá gátu þeir ekki útskýrt þennan mikla heilsufars- lega mun. Aðeins um 15% fólks eru með þetta gen, sem þýðir að aðeins lítill hluti fólks getur varið sig gegn hjartasjúkdómum með hóflegri áfengisneyslu. n helgadis@dv.is Hófleg áfengisdrykkja hefur góð áhrif Rannsakendur keppast við að sanna og afsanna ágæti áfengis. Áfengi spornar gegn hjartasjúkdómum Fólk með ákveðið gen fær meiri vörn Sakna barnanna „Ég er búin að fikta við þetta frá 2007 og var bara að sauma með- fram dagmömmunni í öll þessi ár. Svo í sumar ákvað ég bara að taka skrefið,“ segir Herdís Arnórs- dóttir á Akureyri sem hætti sem dagmamma eftir 23 ár, skellti sér í nám til Ítalíu og opnaði eigin verslun á dögunum undir nafn- inu Dís design. Barnalína á leiðinni Verslunin er í JMJ-húsinu þar sem Litla ísgerðin var áður til húsa. „Ég sauma kjóla, peysur, buxur og leggings og ætla einnig að gera barnaleggings og kjóla. Ég hef aðeins verið að leika mér að sauma á barnabarnið og ætla að prófa að sauma á fleiri líka.“ Herdís viðurkennir að það sé tvennt ólíkt að sitja ein og sauma eða vera umkringd börnum allan daginn. „Þetta er mikill munur og ég viðurkenni alveg að ég sakna barnanna. Börn eru alveg yndis- leg og það voru blendar tilfinn- ingar þegar ég hætti.“ Lítil krúttleg búð Varðandi jólatískuna segist hún leggja áherslu á þægileg snið og góð efni. „Mitt markmið er að konum líði vel í fötunum og það er alveg hægt að klæðast töff kjól- um úr þægilegum efnum. Í litun- um eru það svo svartur, hvítur og grár eins og vanalega en sjálf ætla ég að bæta gylltum, silfruðum og brons með. Mér finnst alltaf skemmtilegra að hafa einhverja liti með.“ Hún segist óhrædd við að opna verslun á Akureyri þrátt fyrir að risar eins og Lindex séu komnir á markaðinn. „Ég ber mig náttúrlega alls ekki saman við Lindex. Þetta er allt öðruvísi, bara lítil og krúttleg búð. Viðtökurnar hafa líka verið mjög góðar.“ É g er enn þá orðlaus. Ég bjóst engan veginn við því að vinna,“ segir Unnur Kristín Óladótt- ir, nýkrýndur bikarmeistari í módelfitness. Alltaf að æfa Unnur Kristín hefur oft keppt í mód- elfitness en ætlaði sér ekki að vera með í bikarmótinu sem fram fór um síðustu helgi. Hún ákvað hins vegar að skella sér af stað aðeins tólf dög- um fyrir keppni. „Ég er alltaf að æfa og reyni að halda mér í ágætis formi en ég var ekkert að æfa meira en svona fjórum, fimm sinnum í viku í vetur auk þess sem ég missti oft úr æfingar vegna anna í skólanum. Ég hafði lagt mikið af vegna álags og stress í náminu og þegar ég fór í mælingu hjá þjálfaranum mínum kom hún svona vel út svo ég ákvað að kýla bara á þetta. Ég hugsaði mér að ef ég yrði sátt við lokaútgáfuna daginn fyrir mótið myndi ég keppa. Þjálfarinn minn, Valdís Sylvía Sigur- þórsdóttir, og mitt nánasta fólk hef- ur endalausa trú á mér og mun meiri trú en ég sjálf. Það er ótrúlegt hvað maður kemst langt á slíkum stuðn- ingi. Ég hefði ekki getað þetta án þeirra. Þau voru „sponsararnir“ mín- ir í þetta skiptið.“ Mælir ekki með þessu Unnur Kristín segist þó ekki mæla með þessari aðferð. „Þetta var hrika- lega gaman og sérstaklega eftir á en ég mæli engan veginn með þessu. Þetta er langerfiðasti niðurskurð- ur sem ég hef upplifað; tók virkilega á. Ég var alveg búin á því á móts- daginn, mér leið virkilega illa og þess vegna ákvað ég að fá mér að borða og drekka á milli forkeppninnar og úr- slitakeppninnar. Ég hef alltaf fengið mér smá að borða en fékk mér líka að drekka núna en það hef ég aldrei leyft mér áður. Fyrir vikið leið mér mun betur um kvöldið og ég held að það hafi skilað sér upp á sviðið. Lík- aminn var alveg búinn enda hafði ég misst fimm kíló á aðeins tíu dög- um. Ég held að það sé dálítið of mik- ið. Hingað til hef ég tekið undirbún- inginn á tólf vikum eins og ráðlagt er að gera en ef maður er í ágæt- is formi fyrir er hægt að gera það á styttri tíma. En ég mæli ekki með tólf dögum,“ segir Unnur sem sigraði án hjálpar fæðubótarefna. „Ég ákvað eftir mót í ágúst í fyrra að gefa líkamanum hvíld frá fæðu- bótarefnum auk þess sem þessi efni eru ótrúlega dýr. Ég geri mér samt grein fyrir því að ef ég vil ná ein- hverjum gígantískum bætingum þá yrði ég að styðjast við einhvers konar fæðubótarefni en það er samt gaman að hafa sýnt fram á að maður getur alveg keppt án þeirra.“ Systir Hönnu Rúnar Unnur Kristín er eldri systir dans- stjörnunnar Hönnur Rúnar Óla- dóttur. „Við erum bestu vinkonur og Hanna Rún hjálpar mér alltaf mik- ið fyrir keppni. Hún æfir með mér sviðsframkomu og sér um brúnk- una, hárið, förðunina og bikiníið. Hún er alveg vakin og sofin yfir þessu og vill að þetta sé allt sem flottast hjá mér. Hanna er frábær.“ Hún segir þær systur alræmda nammigrísi og viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta í sælgætinu. „Ef ég hefði ekki farið upp á svið hefði það verið út af appelsínuhúðinni á lærunum. Markmiðið var að losna við hana og það tókst tveimur dögum fyrir keppni. Ég notaði öll trixin í bókinni til þess, hætti í namminu, nuddaði mig með kremum, fór í vafninga og gerði brennsluæfingar. Ég veit ekki hvað virkaði, ætli þetta hafi ekki allt unnið saman,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki enn fengið sér nammi eftir keppnina. „Ég er enn að jafna mig og ætla að trappa mig hægt og rólega inn í eðlilegt mataræði. Svo er ég líka búin að hafa svo mikið fyrir því að losna við appelsínuhúðina að ég tími ekki að skemma það strax.“ n „Ég er enn þá orðlaus“ Unnur Kristín Óladóttir er bikarmeistari í módelfitness Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Unnur Kristín Unnur Kristín er einstæð mamma og bikarmeistari í módelfitness. Systur Hanna Rún aðstoðaði Unni við undirbúninginn. Sigurvegari Unnur Kristín kom, sá og sigr- aði en hún mælir alls ekki með svo stuttum undirbúningi. „Líkaminn var alveg búinn enda hafði ég misst fimm kíló á að- eins tíu dögum Miðjarðarhafs- mataræði best Ný rannsókn sýnir að Mið- jarðarhafsmataræði sé betra til að léttast heldur en að telja kaloríur. Niðurstöðurnar voru birtar í Postgraduate Medical Journal. Þar sagði að þeir sem væru á mataræðinu minnkuðu líkurnar á hjartaáföllum og slögum mun hraðar en aðrir. Eins var sagt að það væri betra til að halda þyngdinni af sér held- ur en mataræði með lítilli fitu. Læknarnir sem stóðu að baki rannsókninni sögðu að það yrði að finna leiðir til að sporma við offitu fólks. Þeir segja að gott sé að fylgjast með því sem mað- ur borðar en það á alls ekki að svelta sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.