Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 18.–20. nóvember 20146 Fréttir Æviráðinn launafulltrúi þrífur biðskýli Strætós n Vagnstjórar mótmæla óeðlilegri starfsmannaveltu n Söfnuðu yfir hundrað undirskriftum E nn er mikill urgur meðal starfsmanna Strætós. Vagn- stjórar hafa lýst yfir áhyggj- um yfir óeðlilegri starfs- mannaveltu hjá fyrirtækinu en yfir hundrað manns skrifuðu und- ir undirskriftalista þar sem tilfærslu æviráðins launafulltrúa var harðlega mótmælt. Launafulltrúinn sinnir nú meðal annars viðhaldi á biðskýl- um. Þá lagði bæjarfulltrúi Kópavogs- bæjar í síðustu viku fram fyrirspurn varðandi ráðningu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur til Strætós. Staða hennar var ekki auglýst og þá tel- ur bæjarfulltrúi Kópavogsbæjar það stríða gegn siðareglum að fyrrver- andi stjórnarformaður Strætós taki við starfi hjá fyrirtækinu. Guðrún sinnir nú meðal annars upplýsinga- gjöf til fjölmiðla en þess má geta að í síðasta mánuði var upplýsingafull- trúi Strætós leystur frá störfum. Að auki lögðu borgarfulltrúar Fram- sóknar fram tillögu á borgarráðs- fundi síðastliðinn fimmtudag um að segja upp ráðningarsamningi við Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætós bs. Sinnir viðhaldi á biðskýlum Á stjórnarfundi Strætós 5. nóvember síðastliðinn var stjórnarformanni af- hentur undirskriftalisti þar sem um hundrað vagnstjórar mótmæltu til- færslu Guðmundar Sigurjónsson- ar launafulltrúa í starfi. Guðmundur hefur starfað hjá Strætó í yfir fjöru- tíu ár, þar af í tæplega tuttugu ár sem launafulltrúi. Hann er með æviráðn- ingu og því ekki hægt að segja honum upp störfum. Í dag sinnir Guðmund- ur eftirliti og viðhaldi á biðskýlum. Starfsmenn lýstu yfir óánægju með þessa tilfærslu í starfi og sömuleiðis áhyggjum yfir því að væntanleg væru vandræði varðandi launauppgjör þar sem verið væri að bola út sérþekk- ingu á flóknu vaktakerfi. Líkt og DV hefur fjallað um komu upp mistök í launagreiðslum um síðustu mánaða- mót, þar sem nokkrir starfsmenn fengu ekki greidd út grunnlaun. Sam- kvæmt heimildum DV var staða Guð- mundar auglýst laus til umsóknar, þrátt fyrir að hann hefði sinnt henni í tæp 20 ár. Mat Strætós var að hann hefði ekki nægilega menntun til að sinna starfinu, samkvæmt heimild- um DV. „Það voru gildar og góðar ástæður fyrir þessari breytingu,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós bs., um tilfærslu Guðmundar. Að öðru leyti segist hann ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Sjálfur segist hann ekki hafa séð undirskrifta- listann sem um ræðir og geti því ekki tjáð sig um hann. „Það getur vel ver- ið að einhverjir starfsmenn telji þetta ósanngjarnt, ég veit það ekki, en ég hef bara ákveðnar, góðar og gildar ástæð- ur fyrir því að taka svona ákvörðun.“ Áhyggjur starfsmanna hafa einnig verið yfir, að þeir telja, óeðlilegri starfs- mannaveltu í yfirstjórn fyrirtækisins. Á tæplega einu og hálfu ári hafi til dæmis verið fjórir starfsmannastjór- ar hjá fyrirtækinu, samkvæmt heim- ildum DV. Þá herma heimildir DV að starfsmenn séu með í burðarliðnum undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á stjórn Strætós bs. að leysa Reyni Jónsson undan störfum, líkt og borgarfulltrúar Framsóknar leggja til. Stjórn tekur ekki afstöðu DV greindi frá því í lok október að fjöldi kvartana hefði borist til stéttarfélagsins vegna framkomu framkvæmdastjóra við starfsfólk. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarfor- maður Strætós, segir þessar kvart- anir ekki hafa verið formlega teknar til umræðu af hálfu stjórnar. Í tillögu borgarfulltrúa Fram- sóknar kemur fram að Reynir hafi farið út fyrir valdsvið sitt er hann festi kaup á bifreið til eigin nota án heimildar stjórnar til slíks, en DV greindi fyrst frá kaupunum í lok október síðastliðnum. Í ljósi þess trúnaðarbrests sé honum ekki leng- ur stætt á að gegna stöðu fram- kvæmdastjóra áfram. Reynir neitaði að tjá sig um málið við DV þegar eft- ir því var leitað og þá hafði Bryndís ekki heyrt af tillögunni þegar blaða- maður sló á þráðinn til hennar. „Við munum örugglega ekki taka afstöðu til tillögu einstakra bæjarfulltrúa í sveitarfélögum. Við verðum bara að horfa heilt yfir á hagsmuni fyrirtæk- isins og Reynir hefur staðið sig vel hingað til sem framkvæmdastjóri. Ég sé ekki neina ástæðu til að leysa hann frá störfum þó svo að það hafi komið upp eitthvað vandamál varð- andi þetta bílamál,“ segir Bryndís. Umdeild ráðning Á bæjarráðsfundi í Kópavogi á fimmtudag lagði Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi fyr- ir Sjálfstæðisflokk, fram fyrir- spurn varðandi ráðningu Guðrún- ar Ágústu Guðmundsdóttur hjá Strætó bs. Guðrún Ágústa er fyrr- verandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar- bæjar og stjórnarformaður Strætós. Þess má geta að siðareglur bæjar- fulltrúa og stjórnenda í Kópavogi hefðu meinað viðkomandi að taka við þessu starfi, ef viðkomandi væri bæjarfulltrúi eða fyrrverandi for- maður stjórnar Strætós. Í siðaregl- um segir meðal annars: „Kjörnir bæjarfulltrúar skulu ekki í störfum sínum leita eftir starfslegum ávinn- ingi í framtíðinni, meðan þeir eru við störf eða eftir að þeir hafa látið af störfum til dæmis í; opinberri stofn- un eða einkafyrirtæki sem þeir hafa haft eftirlit með í störfum sínum.“ Þess ber að geta að siðareglur kjör- inna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ innihalda ekki sambærilega klausu. „Starfið hennar var ekki auglýst vegna þess að það urðu ákveðnar tilfærslur og breytingar hér á þess- um málaflokki,“ segir Reynir í sam- tali við DV. „Við réðum Guðrúnu bara með tímabundinni ráðningu til eins árs. Flóknara er það ekki.“ Ráðgjafarfyrirtæki séð um stefnumótun Í tilkynningu til starfsmanna Strætós segir að Guðrún muni sinna sérstökum verkefnum er lúta að stefnumótun og samfélagsá- byrgð og upplýsingamiðlun þessara málaflokka. Þessi starfslýsing vek- ur athygli, sérstaklega vegna þess að ráðgjafarfyrirtækið Expectus ehf. hefur nú um hríð fengið greiðslur frá Strætó fyrir ráðgjöf í stefnumót- un. Reynir staðfesti þetta í samtali við DV. „Þeir eru í raun ráðgjafar í að leiða ferlið. Þeir leiða okkur og stjórnina og alla hagsmunaaðila í gegnum ákveðna umræðu og halda utan um þetta.“ Reynir segir hlut- verk Guðrúnar jafnframt vera að halda utan um þau atriði sem snúi að því að miðla því sem kemur út úr þessu stefnumótunarferli. „Hún er ekkert að vinna að stefnumótun per se sko,“ segir Reynir. DV sendi fyrirspurn á Strætó bs. þar sem spurt er hve mikið Strætó bs. hafi greitt fyrir þjónustu frá ráð- gjafarfyrirtækinu Expectus á undan- förnum árum. Einnig óskaði DV eft- ir upplýsingum um hvort Strætó bs. hafi keypt ráðgjafarþjónustu frá fleiri fyrirtækjum. Strætó hefur greitt ráðgjafarfyrirtækinu Expectus ehf. rúmar þrjár milljónir króna fyrir verk efni. Varðandi það hvort önnur fyrirtæki hefðu verið ráðin í verkefni hjá Strætó fengust engin svör og vís- aði Guðrún Ágústa í upplýsingalög. Sinnir upplýsingagjöf til fjöl- miðla Kolbeinn Óttarsson Proppé, upp- lýsingafulltrúi Strætós, var leystur undan störfum frá og með 1. október síðastliðnum. Kolbeinn vildi ekki tjá sig um starfslokin við DV þegar eftir því var leitað. Guð- rún Ágústa sinnir nú meðal annars upplýsingagjöf til fjölmiðla. Má þá ekki segja að hún sé í raun sest í stól upplýsingafulltrúa? „Nei, við lít- um ekki þannig á það,“ segir Reynir. Hann segir að verkefni upplýsinga- fulltrúa hafi verið slitin niður í þrjá parta. Hluti hafi farið undir mark- aðsdeildina, hluti undir mannauðs- sviðið og Guðrún sinni þriðja hlut- anum sem lýtur að stefnumótun og samfélagslegri ábyrgð. En stendur þá ekki til að auglýsa starf upplýsingafulltrúa laust til um- sóknar? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það. Þetta var bara leyst svona. Þetta varð niðurstaðan hér í framkvæmdastjórnarhópnum að fara þessa leið. Þá var það bara gert,“ segir Reynir. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Það getur vel verið að einhverjir starfs- menn telji þetta ósann- gjarnt, ég veit það ekki. Umdeild ráðning Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Strætós, var ráðin til að sinna verkefnum er lúta að stefnumótun og samfélagsábyrgð. „Reynir hefur staðið sig vel“ Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætós, segir stjórnina ekki taka afstöðu til tillögu borgarfulltrúa Framsóknar í Reykjavík. Óánægja meðal starfsmanna Starfsmenn Strætós ætla að hefja undir- skriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á stjórn Strætós að leysa Reyni Jónsson framkvæmdastjóra undan störfum. Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.