Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Page 31
Vikublað 18.–20. nóvember 2014 31 Íslenskt sem ekki má missa af Ekkert lát er á nýju og spennandi innlendu efni. Við höldum því að sjálfsögðu áfram að gera því skil. Rapphljómsveitin I:B:M: gefur út sína fyrstu plötu í desember- mánuði og verð- ur hún í formi jóladagatals. I:B:M: er reist upp úr molum rokkhljómsveitar- innar Sudden We- ather Change. Sveitin hefur gefið frá sér tvö myndbönd við lög af plötunni. Þá er von á útvarpsleik- riti frá hljómsveitinni og verður það í fyrsta sinn sem íslensk rapp- hljómsveit gefur út útvarpsleikrit. Tónlistarmaðurinn Oddur Ingi Þórsson, sem gengur einfaldlega undir listamannsnafninu Oddur, býr til indípoppmúsík með frekar melankólísku yfirbragði. Text- ar Odds eru smellnir og margir bráðfyndnir. Oddur, sem áður var í hljómsveitinni Lokbrá, sendi frá sér plötuna „Hæ!“ nú í sumar. Á henni má finna lög á borð við Geim Geim og Flöskuást. Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher gefur út plötuna Skynvera næstkomandi fimmtu- dag og blæs jafnframt til út- gáfuhófs í Lucky Records við Hlemm. Maðurinn á bak við Futuregrapher heitir Árni Grét- ar og fjármagnaði hann plötuna í gegnum hópfjármögnun á Karol- ina Fund. Allir þeir sem forkeyptu geisladiskinn á Karolina Fund geta því komið við á fimmtudag og nælt sér í sitt eintak. Söngkonan Sigga Eyrún er ný og fersk rödd í poppflóruna á Íslandi. Á fimmtudaginn næstkomandi kemur út plata frá henni, „Vaki eða sef“, og hyggst hún fagna útgáf- unni með tónleikum á Rósenberg sama kvöld. Platan er að sögn Siggu Eyrúnar að stór- um hluta íslensk lög frá áttunda og níunda áratugnum í frumlegum, órafmögnuðum útsetningum. É g elska femínisma, fyrir mér er hann opinberun og algjör frelsun. En hann er sömuleið- is flókinn. Því meira sem ég les og kynni mér því fleiri spurningar vakna. Árið 2013 birtist viðtal og mynda- syrpa af Beyoncé í GQ magazine. Í blaðinu er 8 mynda sería þar sem Beyoncé liggur uppií rúmi, dansar klædd eingöngu karlmannsskyrtu og stendur léttklædd inni í eldhúsi að sturta yfir sig hveiti. Í viðtalinu í blaðinu heldur Beyoncé á lofti femínskri orðræðu, bendir á ójöfn- uð kynjanna og gagnrýnir það að karlmenn skilgreini hvað telst vera kynþokkafullt og kvenlegt. Mynd- irnar tekur Terry Richardsson. Skilaboðin eru vissulega þver- stæð og eflaust væri hægt að gagnrýna hana fyrir að viðhalda skilgreiningarvaldi karla yfir kven- leikanum og kynþokkanum. En stöldrum aðeins við. Hvað er það í okkar daglegu iðkun sem viðheld- ur ekki þessu valdamisræmi kynj- anna? Hvar drögum við mörkin milli kynjakerfisins og menningar- innar og hvernig mundi okkur ganga að afmá allar þær athafn- ir sem viðhalda þessu valdakerfi? Það er eflaust skiljanlegt að konur taki ekki við vopnum femínsmans ef að femínsminn býr þeim þröngar skorður, jafnvel þrengri og erfiðari heldur en valdakerfið sjálft. Getur verið að það séu gerðar of miklar kröfur til femínismans og femínistans: að hver einasta athöfn eigi að vera valdeflandi fyrir all- ar konur, alltaf, sama hvaðan þær koma og hver þeirra menningarlegi bakgrunnur er? Er kannski nóg að hann sé valdeflandi fyrir manneskj- una sem finnur sig í honum? Beyoncé finnur sig þar, hún skil- ur ranglætið og samsamar sig kenn- ingum hans. Hún hvetur stúlkur til þess að vera sjálfstæðar og kynna sér femínisma. Hún er sinn eigin umboðsmaður, framkvæmdastjóri og höfundur. Ætti það ekki að vera nóg? Eins og flestir femínistar tekur hún eitt skref í einu, hún velur hvar hún vill beita sér og myndar þannig sprungur í kerfi sem eiga sér ræt- ur djúpt í jörðinni. Ein sprunga í einu, eitt skref í einu. Og ekki má gleyma að hún er alin upp í poppmenn- ingunni og hún er ein farsælasta tónlist- arkona allra tíma. Hún er fyrst og fremst tónlistar- kona, ekki femíniskur aktivisti. n Er kona í eggjandi stellingum femínisti? Hvert er hlutverk Beyoncé og femínista í poppmenningunni? Lára Rúnarsdóttir söngkona skrifar Pistill Reykjavík! komu óvænt saman Hljómsvetin Reykjavík! kom óvænt saman um helgina og ráku margir aðdáendur upp stór augu þegar myndband af flutningnum, sem virtist hafa farið fram hjá flestum, gekk á Facebook í gær. Það var þó kannski ekki nema von þar sem sveitin kom ekki fram opinberlega, eða að minnsta kosti ekki alveg. Tilefnið var sextugsafmæli meistarakokksins Magnúsar Haukssonar, sem rekur Tjöru- húsið á Ísafirði. Þess má geta að Magnús er faðir Hauks S. Magn- ússonar, gítarleikara sveitarinnar. Þar sem Kristján Freyr Hall- dórsson, trommari sveitarinnar, var fjarri góðu gamni var enginn annar en Hrafn Björgvinsson, Krummi í Mínus, fenginn í hans stað. „Það var mjög gaman að fá að spila með Krumma,“ segir Haukur í samtali við DV. „Það var eiginlega bara ótrúlega gaman að fá að spila aftur og ég hygg að við munum gera meira af því bráðlega,“ bæt- ir Haukur við og boðar þar með hugsanlega endurkomu sveitar- innar sem lagði upp laupana fyrir rúmum tveimur árum. S amninganefnd sveitarfé- laganna lagði fram tilboð á samningafundi með tónlist- arkennurum í gær. Boðað var nokkuð óvænt til fundarins í gær en vika var frá síðasta fundi deilu- aðila. Þegar þetta er skrifað hafði þó ekki verið samið. DV heyrði í Sigrúnu Grendal í liðinni viku og tók saman um hvað deilan stendur og niður á hvaða hóp- um verkfallið kemur verst. Krafa kennaranna virðist ekki mjög flókin en svo virðist sem laun tónlistarkennara hafi dregist verulega aftur úr launum annarra sambæri- legra hópa síðustu ár. Sem dæmi má nefna að í janú- ar árið 2008 voru laun 45 ára tónlist- arkennara með 15 ára starfsreynslu um fimm prósentum hærri en laun grunnskólakennara tvö, með sam- bærilega menntun og reynslu. Síð- an 2008 hefur kjarabarátta almennra kennara svo skilað þeim skör hærra í launaflokk en kollegar þeirra við tón- listarkennslu. Óaðgengilegir afarkostir „Ef við tækjum svo þeirri 7,5 pró- senta hækkun sem að okkur er rétt værum við, þrátt fyrir það, að horfa fram á að laun tónlistarkennara yrðu um sextán prósentum lægri en al- mennra kennara í byrjun næsta árs og ef vinnumat verður samþykkt verða þetta um tuttugu og sjö pró- sent. Við þetta boð verður ekki unað,“ segir Sigrún Grendal, formaður Fé- lags tónlistarkennara, og segir það ekki ósanngjarna kröfu að fara fram á sambærileg laun og aðrar kennara- stéttir. Þá séu tónlistarskólakennur- um enn settir óaðgengilegir afarkostir í kjaraviðræðunum og slíkt ógni fag- legri getu þeirra til að uppfylla skilyrði að starfa samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Sigrún segir jafnframt með öllu óá- sættanlegt að félagsmönnum innan Kennarasambandsins sé mismunað í launum eftir skólagerð. „Slíkt stríðir í raun gegn megin samningsmarkmið- um Sambands íslenskra sveitarfélaga sem ber að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf,“ segir Sigrún. Fórnfús stétt Árið 2011 var undirritað samkomu- lag milli ríkis og sveitarfélaga þar sem sveitarfélögin voru gerð að ábyrgðar- aðila tónlistarkennslunnar og ber þannig, samkvæmt áðurgreindum samningi, að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla. Sig- rún segir að þetta samkomulag hafi verið virt að vettugi. „Ég hef löngum sagt það að við erum fórnfúsasta og gjafmildasta stétt landsins. Tónlistarfólk gefur oft á tíðum vinnu sína og framlag til hvers kyns góðgerðarmála, en það er valkvætt. Við stöndum hins vegar frammi fyrir því nú að innan sveitar- félaganna standi hreinlega til að kosta, að hluta til, rekstur tónlistar- skólanna með okkar vinnuframlagi,“ segir Sigrún. Er þetta þess virði? Hún segir það sveitarfélaganna að ákveða hvort tónlist sé í raun eitthvað sem þau kjósi að hafa aðgengilegt öll- um. „Þarna verða sveitarfélögin bara að verða heiðarleg. Það að reka skól- ana er ekki skylda. Sveitarfélögin verða því að axla ábyrgð á því hvort þeim finnist tónlistarnám rekstursins virði. Þangað til er ekki stórmannlegt að leggja það á herðar einnar stétt- ar að halda niðri kostnaði við námið með kjaraskerðingum.“ Í lok október náðust samnigar við hluta tónlistarkennara sem eru í Fé- lagi hljómlistamanna. Spurð hvers vegna FT vilji ekki við sömu samn- inga una segir Sigrún það margþætt. „Okkar hluti er innan kennara- sambandsins. Okkar viðfangsefni er kennsla auk faglegra málefna kennara. Flestir hér hafa kennsl- una að sínu aðalstarfi. Ég skil það mjög vel að fyrir tónlistarmenn sem hafa kennsluna að aukastarfi skipti kennaralaunin ekki öllu upp á lífs- afkomuna að gera.“ n Verkfalli tónlistar- kennara að ljúka? Komnir að samningaborðinu á nýjan leik en hægt hefur þokast í viðræðum hingað til Áhrifanna gætir víða Það dylst engum að Íslendingar eru stoltir af mikilli grósku í tónlistarlífi landans. Sköpun og iðkun tónlistar er sögð auðga menningu þjóðarinnar auk þess sem hún skapar tekjur í ríkissjóð. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíð- in og opinber kynningarför hljómsveitanna Retro Stefson og Young Karin til Toronto í Kanada á vegum utanríkisráðuneytisins. Þrátt fyrir almenna ánægju með tónlist virðist þó lítið þokast í deilum tónlistar- kennara við sveitarfélögin. Verkfall kennaranna hefur nú staðið yfir í fjórar vikur og hefur slíkt alvarlegar afleiðingar fyrir þúsundir tónlistarnema. „Fyrir mörgum er árið ónýtt og óvíst hversu margir koma til með að heltast úr lestinni,“ segir Sigrún Grendal. María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Lýstu yfir stuðningi Fjölmargir hafa lýst yfir stuðningi með tónlistarkennurum. Send hafa verið út myndbönd þar sem sjá má listamenn á borð við Ásgeir Trausta, Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur, Jakob Frímann Magnússon, Brynhildi Guðjónsdóttur, Steinunni Birnu Ragnars- dóttur, Harald Ólafsson, Ágúst Einarsson og Bjarka Karlsson lýsa yfir eindregnum stuðningi við kjarabaráttuna. „Þeim ber að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf Sigrún Grendal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.