Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Fréttir 11 þessar upplýsingar væru komnar: „Ja, ég get ekki farið að tala ítarlega um þetta einstaka mál aftur, ég ætla ekki að fá á mig aðra ákæru, en þetta var það litla sem ég vissi um málið.“ Mogginn fékk mildari útgáfu Eins og fram hefur komið hringdi Sigríður Björk, sem þá var lög- reglustjóri á Suðurnesjum, í Gísla Frey, stuttu eftir að Fréttablað- ið fór í dreifingu, að morgni dags þann 20. nóvember. Gísli hringdi tvisvar í Sigríði Björk stuttu síð- ar, áður en hann ræddi við Harald Johannessen, ritstjóra Morgun- blaðsins, sem var klukkan 09:46, samkvæmt dómsskjölum. Klukkan 10:55 birti Mbl.is svo frétt undir fyrirsögninni „Margt óljóst í máli hælisleitanda“. Þar var ekki vísað í rannsóknargögn frá Suðurnesjum líkt og í frétt Frétta- blaðsins. Þess í stað voru upp- lýsingarnar sagðar komnar úr „óformlegu minnisblaði innan- ríkisráðuneytisins“. Þá var ekkert að finna um þann meinta þrýsting sem Tony Omos átti að hafa beitt Evelyn í umræddri frétt. DV hefur heimildir fyrir því að Morgunblaðið hafi fengið aðra út- gáfu af minnisblaðinu en Frétta- blaðið. Þannig hafi umrædda aukasetningu vantað í þá útgáfu sem Morgunblaðið hafði und- ir höndum. Þetta skýrir muninn á fréttunum tveimur og staðfestir enn einu sinni að ummæli Hönnu Birnu á Alþingi um „engin samb- ærileg gögn“ áttu aldrei við rök að styðjast. Sama gagn og var til inni á málaskrá innanríkisráðuneytis- ins endaði hjá Morgunblaðinu. Sími Hönnu ekki skoðaður Gísli Freyr játaði glæp sinn eftir að lögmanni hans höfðu verið kynnt ný gögn sem komu í leitirnar þegar starfsmaður sérstaks saksóknara skoðaði spegilafrit af hörðum diski í tölvu sakborningsins. Speg- ilafritið sýndi að Gísli hafði sjálfur bætt við klausunni þar sem gefið var í skyn að Tony væri ekki raun- verulega barnsfaðir Evelyn. Ekki liggur fyrir hlutlæg staðfesting á því að Gísli hafi verið eini aðilinn sem lét fjölmiðlafólki í té upplýs- ingar um hælisleitendurna. Þegar lögreglan reyndi að knýja fram dómsúrskurð þess efnis að fréttastjóri Mbl.is yrði látinn upp- lýsa um heimildarmann og höfund greinarinnar um hælisleitendurna byggði lögmaður fréttastjórans vörn sína á því að lögregla hefði ekki leitað allra annarra leiða til að upplýsa málið. Þannig hefðu til dæmis upplýsingar um símanotk- un innanríkisráðherra sjálfs ekki verið aflað. Samkvæmt heimildum DV var Hanna Birna aðeins yfirheyrð sem vitni en Þórey Vilhjálmsdóttir, að- stoðarkona hennar, og Gísli Freyr voru lengi með réttarstöðu grun- aðs manns. Þannig naut Hanna Birna verndar gegn þvingunarráð- stöfunum lögreglu hvað varðar rannsókn á símnotkun. n Ýmsar spurningar vakna vegna samskipta Sigríðar Bjarkar við Gísla Frey. Hvers vegna hringdi lögreglustjórinn á Suðurnesjum í hann að fyrra bragði sama dag og ljóst varð að viðkvæmum trúnaðarupplýsing- um um fólk sem bjó á Suðurnesjum hafði verið lekið til fjölmiðla, daginn eftir að hann hafði sjálfur lekið gögnunum? Þá hafa engin svör fengist við því hvers vegna aðstoðarmaður ráðherra fékk aðgang að gögnum úr lögreglurannsókninni á Suðurnesjum. Fyrir liggur að nokkru eftir að símtölin við Sigríði Björk áttu sér stað þann 20. nóvember fékk Morgunblaðið skjalið um hælisleitendurna í hendur, án þeirrar við- bótarsetningar sem vísaði til rannsóknar- gagna. Áður hafði Fréttablaðið fengið skjalið með umræddri viðbótarsetningu. Sigríður Björk svarar því ekki hvers vegna hún hringdi í Gísla Frey umræddan morgun en í ljósi alls þess sem þegar er komið fram má velta því upp hvort Sigríð- ur Björk hafi viljað koma athugasemdum á framfæri við hann vegna fréttar Frétta- blaðsins. Þessar athugasemdir hafi Gísli tekið til sín og því sent Morgunblaðinu skjalið án viðbótarinnar. Þá stendur eftir einföld spurning: Hvers vegna kom lögreglustjórinn á Suðurnesj- um slíkum athugasemdum á framfæri í persónulegum símtölum við Gísla Frey ef enginn nema hann einn vissi hver hafði lekið? Þrjú símtöl á lekadegi Hvað fór þeim á milli? Margt á huldu varðandi samskipti aðstoðarmanns og lögreglustjóra n Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hringdi í Gísla Frey„Sama dag og Gísli Freyr og Sigríður Björk ræddust þrisvar í síma fékk Gísli áfram- sendan tölvupóst frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hafði að geyma rannsóknar- gögn um Tony Omos. Lögreglustjóri hringdi í aðstoðarmann Sigríður Björk Guðjónsdóttir átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson um svipað leyti og skjali, þar sem vitnað var til rannsóknargagna lög- reglunnar á Suðurnesjum, var lekið til fjölmiðla. Nú er hún lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu. Mynd KriStinn MagnúSSon Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var ekki auglýst laust til um-sóknar eins og gert var þegar Stefán Eiríksson var skipaður í embættið árið 2007. Í staðinn var Sigríður Björk flutt til Reykjavík- ur og skipuð í starfið af innanrík- isráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sigríður er skipuð í embætti án auglýsingar. Árið 2007 skipaði Björn Bjarna- son, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hana í embætti aðstoðarrík- islögreglustjóra án þess að starfið hefði verið auglýst. Þá skipaði hann Sigríði sem lögreglustjóra á Suðurnesjum árið 2008 í kjöl- far umdeildrar ákvörðunar um að auglýsa stöðu sitjandi lögreglu- stjóra lausa. Þrír lykilstarfsmenn sögðu upp störfum vegna máls- ins og Lögreglufélag Suðurnesja brást við ákvörðun Björns með harðorðri ályktun um að starfsemi lögreglunnar þyrfti að vera óháð duttlungum stjórnmálamanna. Mikið traust hefur ríkt á milli Sigríðar og Björns alveg síðan hún gegndi stöðu aðstoðarríkis- lögreglustjóra. Björn og Hanna Birna hafa átt náin samskipti í gegnum árin en hann hefur ítrek- að komið henni til varnar í leka- málinu. Björn brást við játningu Gísla Freys með því að taka fram að setningin sem hann bætti við lekaskjalið hefði verið hans eigin „hugarburður“. Sigríður hefur sætt gagnrýni vegna harðrar afstöðu í málefn- um hælisleitenda en sem lög- reglustjóri Suðurnesja lýsti hún yfir vilja til þess að halda áfram að refsa hælisleitendum fyrir fram- vísun falsaðra skilríkja en slíkt er brot á alþjóðasamningum sem Ís- land er aðili að. Ljóst þykir að Hanna Birna, rétt eins og Björn Bjarnason, ber mik- ið traust til Sigríðar en þær hafa þekkst frá unga aldri. Þá er helsti ráðgjafi Sigríðar og einn nánasti samstarfsmaður hennar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, Theódór Kristjánsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn og bróðir Hönnu Birnu. Færði Sigríði til Reykjavíkur Skipuð án auglýsingar dæmdur Gísli Freyr Valdórsson játaði brot sitt. Mynd Sigtryggur ari Vinkonur Mikið traust ríkir á milli Hönnu Birnu og Sigríðar en þær hafa þekkst frá unga aldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.