Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Side 10
Vikublað 18.–20. nóvember 201410 Fréttir S igríður Björk Guðjóns- dóttir, fyrrverandi lög- reglustjóri á Suðurnesj- um, hringdi í Gísla Frey Valdórsson, þáverandi að- stoðarmann Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra, og átti við hann samtal að morgni dags þann 20. nóvember 2013. Sama morgun hringdi Gísli Freyr einnig tvívegis í persónulegt síma- númer hennar auk þess sem hon- um barst tölvupóstur frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um málefni Tony Omos. DV leitaði viðbragða þeirra Gísla og Sigríðar við vinnslu þessarar fréttar án ár- angurs. Þennan dag birtust fréttir um hælisleitendurna Tony og Evelyn í helstu fjölmiðlum landsins. Þær byggðu á minnisblaði innanríkis- ráðuneytisins, en þar var sérstak- lega vísað í rannsóknargögn frá lögreglunni á Suðurnesjum. Gísli Freyr var í síðustu viku dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fang- elsi eftir að hafa játað leka á minn- isblaðinu til fjölmiðla. Í samtali við Kastljós þann 11. nóvember hafn- aði hann því að viðbótarsetningin sem hann bætti við skjalið ætti rætur að rekja til lögreglunnar á Suðurnesjum. Skipuð án auglýsingar Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra skipaði Sigríði Björk lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu án auglýsingar þann 24. júlí. Fyrirrennari hennar í embætti, Stefán Eiríksson, hafði þá sagt starfi sínu lausu í kjölfar ítrekaðra afskipta ráðherra af lög- reglurannsókn lekamálsins. Sama dag og Gísli Freyr og Sigríður Björk ræddust þrisvar í síma fékk Gísli áframsendan tölvupóst frá emb- ætti lögreglustjórans á Suðurnesj- um sem hafði að geyma rann- sóknargögn um Tony Omos. Gísli Freyr og Hanna Birna hafa haldið því fram í viðtölum að hún hafi margoft innt Gísla eftir því hvort hann hefði lekið gögnunum. Í ljósi þess að Gísli Freyr játaði á sig brotið þurftu vitnaleiðslur ekki að fara fram. Þar hefði hann án efa þurft að svara fyrir samtöl sín og lögreglustjórans. Einnig má leið- ar líkur að því að Hanna Birna og Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðar- kona hennar, hefðu þurft að svara spurningum um hvað þær vissu og hvað ekki. Vísað í rannsóknargögn á forsíðu Fréttablaðið vísaði sérstaklega í rannsóknargögn lögreglunnar á Suðurnesjum í forsíðufrétt und- ir fyrirsögninni „Grunaður um aðild að mansali“ sem birtist um málið þann 20. nóvember 2013. Fram hefur komið að Gísli Freyr átti fjögur símtöl við starfsmann 365-miðla kvöldið áður. Blaðið fór í prentun klukkan 22:50 og í dreifingu morguninn eftir. Hann hefur nú viðurkennt að hafa bætt eftirfarandi setningu við minnisblaðið: „Ekki liggur ljóst fyrir hver er barnsfaðir henn- ar [innsk. blm. Evelyn Glory Jos- eph], en rannsóknargögn gefa til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja að TO [innsk. blm. Tony Omos] sé faðirinn þó svo að hann eigi nú í sambandi við íslenska stúlku.“ Spurður um þessa viðbót í Kast- ljósi í síðustu viku sagðist Gísli ekki vilja tjá sig um það hvaðan Þrjú símtöl á lekadegi n Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hringdi í Gísla Frey Jóhann Páll Jóhannsson Jón Bjarki Magnússon johannp@dv.is / jonbjarki@dv.is DV sendi Sigríði Björk tölvupóst í gær, mánudag, með eftirfarandi skilaboðum: „Ég þarf að spyrja þig út í samskipti þín við Gísla Frey og Hönnu Birnu um það leyti sem minnisblaði um hælisleitendur var lekið í fjölmiðla. Þetta er í tengslum við frétt sem ég er að vinna. Hvenær og í hvaða síma get ég náð í þig?“ Svar hennar var á þessa leið: „Sæll. Ég er alveg upp- tekin þessa dagana. Getur þú sent mér spurn- ingarnar?“ Í kjölfarið, eða klukkan 14:09, sendi DV meðal annars þessar spurningar á Sigríði Björk: n 1. Vissir þú, þegar þú ræddir við Gísla Frey í síma, þann 20. nóvember, að hann væri sá aðili sem hefði lekið upplýsingum um Evelyn Glory Joseph og Tony Omos til fjölmiðla? n 2. Hvers vegna hringdir þú í hann að morgni dags þann 20. nóvember? n 3. Veittir þú, eða þitt embætti á Suðurnesjum, Gísla Frey eða Hönnu Birnu, með einhverjum hætti upplýsingar úr rannsókn embættisins á hendur Tony Omos? Engin svör höfðu borist þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. DV sendi einnig eftir- farandi spurningar á netfang Gísla Freys: n 1. Um hvað rædduð þið Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, í síma þann 20. nóvember? n 2. Hvers vegna léstu viðbótina um Evelyn Glory Joseph og Tony Omos ekki fylgja í skjalinu sem Morgunblaðið fékk í hendur? n 3. Sendir þú einnig fréttamanni RÚV minnisblaðið? Engin svör höfðu borist þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Svara engu um samskiptin Sigríður Björk bað um að fá skriflegar spurningar en svaraði þeim ekki Fra Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com Allar viðgerðir á framrúðum eru bíleiganda að kostnaðarlau su. Vinnum fyrir öll tryggingaf élög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.