Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 18.–20. nóvember 201424 Neytendur n Tekin úr sölu vegna kvartana n Jákvæð niðurstaða fékkst með appelsínusafa L yfjafyrirtækið Alvogen hef- ur brugðist við kvörtun- um um hugsanlega gölluð þungunarpróf, sem fyrirtæk- ið flytur inn, með því að láta smásöluaðila fjarlægja þau úr hill- um sínum. Nokkur fjöldi kvenna hefur kvartað yfir því á umræðusíðu á netinu undanfarið að hafa fengið falskar jákvæðar niðurstöður úr til- teknum þungunarprófum sem oft eru kennd við Lyfju, sökum þess hversu vinsæl þau eru undir þeirra merkjum. Prófin eru þó seld víðar og af fleirum, undir öðru heiti. Ein kona lýsir því sem skelfilegu áfalli að hafa fengið falska jákvæða niður- stöðu í ljósi þess að hún sé búin að reyna að eignast barn í þrjú ár án ár- angurs. Forstöðumaður rekstrar- og þró- unarsviðs hjá Lyfju, Þórbergur Eg- ilsson, segir að fyrirtækið fái um- rædd próf frá innflytjandanum Port Farma sem heyrir undir Alvogen. Hann segir að Port Farma beri ábyrgð á gæðum vörunnar gagnvart Lyfju sem fái að merkja prófin með sínu vörumerki. Lyfja hafi brugð- ist við því sem hann kallar innköll- un Port Farma á vörunni, í kjölfar kvörtunar, og tekið hana tímabund- ið úr sölu. Þegar DV spurðist fyrir um málið vísaði hann alfarið á Port Farma. Brugðist við kvörtun Hjá Alvogen fengust þau svör að fyr- irtækinu hafi borist upplýsingar um kvörtun sem lögð hafi verið fram til Lyfju. Ákveðið hafi verið að bregðast strax við og taka þungunarprófin úr sölu. Einnig hafi vinna hafist við að leita skýringa og komast til botns í því hvort eitthvað væri að tiltekinni sendingu af prófunum. Var því póst- ur sendur á framleiðanda prófanna erlendis til að fá að vita hvort mögu- lega gæti verið eitthvað að. Þangað til hafi verið ákveðið að taka prófin úr hillum og vonast Alvogen til að fá upplýsingar um málið sem fyrst. Á vefsíðunni Bland.is hefur í nokkur skipti síðustu daga skap- ast umræða um þessi meintu göll- uðu þungunarpróf sem hafi verið að skila mörgum konum fölskum já- kvæðum niðurstöðum. Sögur kvennanna eru keimlíkar að mestu. Þær fengu jákvæða niður- stöðu með Lyfjuprófinu svokallaða á meðan aðrar tegundir þungunar- prófa skiluðu neikvæðri niðurstöðu. Umrætt próf gefur til kynna þungun með því að sýna tvær litaðar línur í prófglugganum. Af þeim myndum sem konurnar hafa birt má sjá að önnur línan er dauf, en samt sýni- leg og má því auðveldlega túlka þær sem jákvæðar. Þetta skapaði skiljanlega mikla óvissu hjá konun- um og að minnsta kosti tvær þeirra hafa síðan fengið það staðfest, eftir tíma hjá lækni, að þær séu ekki með barni. Áfall eftir þrjú ár Ein kvennanna sem tjáir sig um málið á Bland.is bendir á alvarleika málsins: „Þetta er rosalegt – eftir að vera búin að reyna frekar lengi þá hefði það rústað mér að fá svona línu, sem ég hefði túlkað sem jákvæða, án þess að svo reyndist vera. Öm- urlegt!“ Önnur kona sem varð fyrir því að fá falska jákvæða niðurstöðu kveðst hafa sent kvörtun bæði á Lyfju og innflytjandann vegna málsins enda telji hún ljóst að einhver gölluð sending sé í umferð. „Er búin að senda kvörtun bæði til Lyfju og innflytjandans og lét vita einnig af því að ég hafi verið búin að reyna í 3 ár þegar þetta gerist svo!! Skelfilegt áfall og á ekki að líðast!“ Prófaði appelsínusafa Önnur kona tjáir sig um málið og segist hafa ákveðið að prófa Lyfju- prófið sem hún átti til, með vægast sagt furðulegum niðurstöðum. „Heyrðu, ég prófaði þetta um daginn þar sem ég átti Lyfjupróf og var nýbyrjuð á túr svo ég þurfti ekki að nota það í bráð og dýfði því í app- elsínusafa og fékk ljósa línu svo ég hugsa að ég kaupi þau ekki aftur í bráð.“ Ef prófið segir já – áttu að vera þunguð Þungunarpróf mælir magn með- gönguhormónsins hCG í þvagi. Fljótlega eftir getnað byrjar líkami kvenna að framleiða þetta hormón og um tveimur vikum eftir getnað er nægjanlegt magn af því í þvaginu til að hægt sé að greina það með flest- um þungunarprófum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á vefsíð- unni Ljósmóðir.is segir orðrétt: „Jákvætt þungunarpróf þýð- ir að þú ert þunguð og lítil hætta á að prófið sýni falskt jákvæða niður- stöðu. Ef þú tekur prófið á þeim degi sem blæðingar áttu að byrja er lík- legt að getnaður hafi átt sér stað u.þ.b. 14 dögum áður.“ Með slíkar upplýsingar til hlið- sjónar er því skiljanlegt að mörgum konum sé brugðið ef upp kemst að próf sýni rangar niðurstöður. Þeir þættir sem geta hins vegar spilað inn í eru ef kona hefur nýlega misst fóstur, farið í fóstureyðingu eða fengið utanlegsfóstur. Þá getur hún fengið jákvætt þungunarpróf í allt að níu vikum þó að hún sé ekki lengur þunguð. Þó að það sé ólíklegt þá eru ákveðin lyf einnig talin geta haft áhrif á niðurstöður prófa. Lyf sem innihalda hCG eru stundum notuð við frjósemisvanda. n „Gölluð“ þungunar- próf gáfu falskar vonir Óþægileg óvissa Nokkrar konur segjast hafa verið að fá falskar jákvæðar niðurstöð- ur á þungunarpróf frá Lyfju sem Alvogen flytur inn. Brugðist hefur verið við með því að hætta sölu á þeim meðan skýringa er leitað hjá framleiðanda. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Prófið sem um ræðir Hér má sjá mynd af þungunarprófinu sem Alvogen birtir á vefsíðu sinni. Lyfja er meðal þeirra fyrirtækja sem selja prófin undir eigin merki. Mynd alvogEn.iS Banna sölu á Galdradóti Einars Mikaels „Það vantaði tvö merki, annars vegar CE og svo mynd af rauðum kalli þar sem stendur: Ekki ætlað börnum undir þriggja ára aldri, en þetta var aldrei markaðssett fyrir þann hóp,“ segir töframaðurinn Einar Mikael Sverrisson sem vinn- ur nú hörðum höndum að því að fá að setja Galdrasett og Galdra- dót sitt aftur á markað. Neyt- endastofa hefur bannað alla sölu og afhendingu á vörunum, sem Hagkaup seldi, þar sem þær inni- haldi smáhluti sem geti fest í koki barna og þar með valdið köfn- unarhættu. Á Galdra- settið, sem ekki er fá- anlegt lengur, og Galdradót Einars Mika- els vantaði viðvörun á um- búðirnar þess efnis að þær inni- héldu leikföng sem ekki væru ætl- uð börnum yngri en þriggja ára. Þá vantaði einnig CE-merkingar á umbúðirnar, sem fyrr segir. Í samtali við DV vegna máls- ins segir Einar Mikael að hann sé með prófunarskýrslur um að dótið standist allar kröfur Evrópu- sambandsins og að Neytendastofa sé með það í höndunum. „Eina sem vantaði var bara réttar merkingar og ég er bara að bíða eftir að fá leyfi frá Neyt- endastofu til að fá að merkja vörurnar með réttum merking- um,“ segir Einar Mikael sem viðurkennir að hann hafi verið að gera þetta í fyrsta skipti og því miður hafi þetta misfarist. Galdra- dótið fari því vonandi aftur í sölu við fyrsta mögulega tækifæri. „Ég er bara að vinna í því á fullu núna að svo verði.“ Neytendastofa vill ítreka að öll leikföng, sem markaðssett eru hér á landi, eiga að vera CE- merkt. CE-merkið er staðfesting á því að vara sé í samræmi við allar kröfur sem gerðar eru til hennar í lögum, reglugerðum og stöðl- um. Með því að CE-merkja vör- una staðfestir framleiðandinn að hann hafi uppfyllt allar viðeigandi lagakröfur, svo sem um öryggi, heilsu og umhverfi. Jaguar inn- kallar bíla Neytendastofa vill vekja athygli á Rapex-innköllun frá Jaguar Land Rover Limited á Jaguar-bifreiðum af gerðinni XJ, XF og F-Type. Um er að ræða bifreiðar sem fram- leiddar voru frá 18. ágúst 2014 til 2. október 2014. Í ljós hefur komið að ef drifreimin framan á vélinni eða stýrisdælan losnar verður öku- tækið vélarvana. Það leiðir til þess að erfitt verður að stýra og eykur hættu á slysi. Ef festingin fyrir rafmagnskapalinn er laus getur hann aflagast og skapað eldhættu í vélarrúmi. Ekki er vitað til þess að Jaguar af þessari gerð hafi verið til sölu hér á landi en samkvæmt tilkynn- ingunni er eitthvað af þessum bifreiðum staðsettar á Íslandi. Ilmkerti sem seld hafa verið í verslunum Samkaupa, Nettó og Kaskó hafa verið innköll-uð vegna galla sem haft getur í för með sér mikla eldhættu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Neyt- endastofu eru umrædd kerti frá framleiðandanum UTL - Usa Tealights Ltd. og hafa verið fáan- leg í fjórum ilmtegundum. Jarðar- berja, ferskju, vanillu og lín. Til- kynnt hefur verið um eitt atvik þar sem það blossaði mikill logi af kertinu og sá sem var með kertið tók það upp og þá sprakk það með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut brunasár. Í tilkynningunni kemur fram að viðskiptavinir eru beðnir að kveikja ekki á teljósunum held- ur skila þeim til einhverra of- angreindra verslana gegn fullri endurgreiðslu eða farga þeim með öruggum hætti. Kemur fram að strikamerki á umbúðum geta ver- ið: 853791001059, 8537910010321, 8537910010328, 853791001035 eða 853791001066. Neytendastofa hvetur fólk til þess að taka kertin umsvifalaust úr umferð og skila þeim í viðkomandi verslun. n mikael@dv.is Varasöm ilmkerti innkölluð Skíðlogandi kerti sprakk í höndum manns Tekin úr umferð Kertin frá UTL- Usa Tealights hafa verið að skíðloga og valda hættu og jafnvel meiðslum. Þau hafa verið tekin úr umferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.