Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 18.–20. nóvember 201438 Fólk M agnea Einarsdóttir fata- hönnuður er meðal þeirra sem tilnefndir eru til Hönnunarverðlauna Íslands, sem haldin verða í fyrsta skipti nú í nóvember. Reyndi að sannfæra sig um skynsamlegra nám Hana hafði alltaf langað að verða fatahönnuður og ákvað að fara til Parísar og London til að læra. „Ég reyndi nokkrum sinnum að sann- færa mig um að ég ætti að læra eitt- hvað „skynsamlegra“. En ég ákvað samt að fara í fatahönnun. Ég lærði í bæði London og París og stefndi á að finna starf þar eftir námið því mig langaði að kynnast tískuiðnað- inum og fá reynslu. Ég fékk ágæt- is reynslu í gegnum námið og líf- ið breyttist hratt á þessum tíma, þannig að ég tók ákvörðun um að koma heim beint eftir útskrift, alla- vega tímabundið.“ Tímabundin heimsókn sem dróst Magnea hefur nú verið hér á Ís- landi í rúm tvö ár. „Eftir á að hyggja var það hárrétt ákvörðun hjá mér að koma heim. Mér hefur geng- ið mjög vel og hef fengið alls konar tækifæri bæði hér heima og erlend- is samhliða því að byggja upp eigið fyrirtæki sem hefði ekki gerst hefði ég verið annars staðar. Það er svo margt að gerast í hönnunarheim- inum á Íslandi og það er virkilega gaman og góð reynsla að taka þátt í þeirri metnaðarfullu uppbyggingu sem er að eiga sér stað hér.“ AW2014 Magnea er tilnefnd fyrir fatalínu sína, Magnea AW2014, en hún seg- ir að megináhersla merkisins hafi alltaf verið prjón og notkun and- stæðra efna. „Það er mikil rann- sóknarvinna og prufugerð sem liggur að baki línunni og á vissan hátt má segja að hver fatalína sé ákveðið framhald af þeirri síð- ustu. Ég skoðaði einnig vinnufatn- að og byggingasvæði. Sniðin, stíliseringin og heildarmynd sýn- ingarinnar var svo hugsuð út frá þeim innblæstri.“ Framúrskarandi tilnefningar „Það er virkilega ánægjulegt og mikill heiður að fá þessa tilnefningu og þrjú önnur framúrskarandi verk- efni eru tilnefnd líka svo það kæmi mér mjög á óvart ef ég ynni. Ef það gerðist myndu verðlaunin koma sér vel varðandi frekari vöruþróun og markaðssetningu. Við erum á fullu í undirbúningi á línu fyrir AW2015 sem við ætlum með á sölusýn- ingu í Kaupmannahöfn sem verð- ur haldin í lok janúar. Línan verður svo sýnd hér á Íslandi í mars,“ segir Magnea að lokum. Vitundarvakning meðal almennings Í ár eru Hönnunarverðlaun Ís- lands veitt í fyrsta sinn en Magneu finnst þau vera góð og tímabær við- bót við vaxandi iðnað á Íslandi. „Mér sýnist fólk innan fagsins al- mennt vera að taka mjög vel í verð- launin. Þau munu án efa verða liður í vitundarvakningu meðal almenn- ings á gæðum og virði hönnun- ar, bæði íslenskri sem og erlendri,“ segir hún. Aðrir tilnefndir eru Stúd- íó Granda fyrir Ljósmyndastúdíóið H71A á Hverfisgötu, Siggi Eggerts- son fyrir verkið Skvís og verkið Des- igns from Nowhere þar sem kann- aður var möguleiki á framleiðslu á Austurlandi. n Hárrétt ákvörðun að koma heim n Magnea Einarsdóttir er tilnefnd til Hönnunarverð- launa Íslands n Fékk inn- blástur frá vinnufatnaði Fatnaður úr vörulínu Magneu- AW2014 Magnea leggur áherslu á prjón og andstæð efni, líkt og gúmmí, í hönnun sinni. MyndiR Aldís pálsdóTTiR „Ég reyndi nokkrum sinnum að sann- færa mig um að ég ætti að læra eitthvað „skyn- samlegra“ Helga dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Magnea Einarsdóttir Hún lærði fatahönnun í Central Saint Martins í London og hægt er að fá vörur hennar í Jör. Mynd þóRdís REynis Með þráhyggju fyrir Donkey Kong Rapparinn Gauti Þeyr Más-son eða Emmsjé Gauti eins og hann er jafnan kallaður hefur þróað með sér glænýja leikjafíkn. Fíknin er þó ekki í fers- kasta tölvuleikinn á markaðinum eins og mætti halda heldur liggur Gauti yfir „retro“ Donky-Kong spila- kassa sem finna má í spilasalnum Fredda við Ingólfsstræti. Spilasalurinn sem var opnað- ur nýverið, býður upp á margs kon- ar tölvuleiki fyrir nostalgíufíkla. Þar hefur rapparinn knái nú sést ítrekað undanfarið og háir hann þar blóð- uga baráttu við annan mann um toppsætið yfir flest stigin. „ Ég er ekki meistarinn „at this point“,“ segir Gauti þegar blaðamað- ur nær af honum tali. „Við Maggi, fé- lagi minn, erum búnir að skiptast á metinu, sitt á hvað. Núna erum við farnir að liggja yfir kennslumynd- böndum á youTube um hvern- ig hægt sé að ná betra skori,“ segir hann og viðurkennir að leikurinn sé orðinn að nokkurs konar þrá- hyggju. „Það er svo fyndið að strák- urinn sem vinnur á Fredda er far- inn að líkja okkur við gæjana í King of Kong. Hann er eitthvað farinn að hóta því að taka okkur upp,“ bætir Gauti við kíminn og á þar við þekkta heimildarmynd um menn sem seilast ansi langt í þörf sinni við að bæta stigametið í leikn- um klassíska. Gauti segir þá félaga þó ekki hafa neina náðargáfu þegar kem- ur að leiknum. Þvert á móti séu þeir að bítast um toppsætið yfir fremur fátæklegum stigafjölda. „Þetta er samt búið að ná mér. Þegar ég er í efsta sætinu þá er það mjög fullnægjandi. Þegar ég er undir þá get ég ekki hugsað um annað en að vinna. Ég kalla því hér með eftir því að hingað komi góðir spilarar og rústi metið svo ég geti sett þessa þrá- hyggju til hliðar,“ segir hann. n maria@dv.is Rapparinn Emmsjé Gauti á sér nýtt og nördalegt áhugamál donkey Kong Gauti einbeittur í leiknum. Kempur á Slade- tónleikum Gamlar kempur fóru að rifja upp stórtónleika hljómsveitarinnar Slade í Laugardagshöll árið 1974 á Facebook-þræði hjá Óla Palla útvarpsmanni. Gunnþór Sigurðsson, ba- ssaleikari Q4U, sagðist hafa verið á tónleikunum og ætti enn mið- ann sem var áritaður af hljóm- sveitinni. Eins sagði hann að langflestir hefðu verið á aldrinum 15–20 ára. Þá kom Gunnlaugur Briem trommuleikari og sagði eftir- væntinguna hafa verið mikla við að sjá töffarana en miðinn hafði kostað hann aleiguna. Hann sagðist aðeins muna eftir miklum hita, troðningi og svita, eins var óbærilegur hávaði og hræðilegt hljóð. Hann fór svo að spá í Deep Purple og „the rest is history“. „Strákarnir léttir í Prag“ Íþróttafréttamennirnir Haukur Harðarson og Guðmundur Bene- diktsson spókuðu sig saman um í Prag, höfuðborg Tékklands, á sjálfum þjóðhátíðardegi Tékka á mánudag. Þeir hafa væntan- lega náð að slaka aðeins á og kasta mæðinni eftir æsilegar lýs- ingar á leik Íslendinga og Tékka í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fór á sunnudag. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Ragnar Sigurðsson kom Íslendingum yfir snemma í leiknum, en hann er þekktur fyr- ir mjög dramatískar og tilfinn- ingaríkar lýsingar á kappleikj- um. Haukur er öllu yfirvegaðri. Þeir birtu mynd af sér saman á Instagram úr gamla bænum: „Strákarnir léttir í Prag á þjóðhá- tíðardegi Tékka!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.