Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 21
Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Umræða 21 1 „En nú höfum við fengið nóg“ Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður er harðorður í garð stjórnvalda. „Stjórnmálamenn reyna að skapa gjá milli lands og borgar. Þau vilja skapa pólitíska spennu með landamærum við Snorrabraut. En nú höfum við fengið nóg,“ segir hann. Lesið: 34.040 2 Sunna Líf komin í leitirnar Lögreglan leitaði að 10 ára gam- alli stúlku, Sunnu Líf, á föstudagskvöld. Hún fannst stuttu síðar heil á húfi, en kona sá umfjöllun um Sunnu í fjölmiðl- um og gat látið lögregluna vita af henni. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Lesið: 23.653 3 „Fyrsta upplifun mín var alger skömm og niðurlæging“ Innanríkisráðuneytið veitti starfsmanni tiltal fyrir að senda einkatölvupóst í nafni ráðuneytisins. Málið varðaði sambandsslit pars og dreifði starfsmaðurinn upplýsingum um einkahagi parsins til Barnaverndarstofu. Lesið: 23.054 4 Efast um að maðurinn hafi farið í Ölfusá Efast er um að maðurinn, sem fannst á gangi skammt frá flugvellinum á Selfossi, nálægt geymslusvæði sem Borgarverk er með, hafi farið í Ölfusá. Lesið: 21855 5 „Það var rosalega óhugnanleg upplifun“ Sif Sigmarsdóttir segist óttast mjög ritskoðunartilburði stjórnmálamanna. „ Þeir reyna allt til að þagga niður í fjöl- miðlum sem þeim líkar ekki. Þeir mæta ekki í viðtöl ef þeim finnst miðillinn ekki nógu hliðhollur flokknum þeirra,“ segir Sif. Lesið: 21.823 Mest lesið á DV.is Að heila sig er lífstíðardjobb Tolli listamaður - DV Einhvern veginn er ég að nota þeirra eigin vopn Snorri Ásmundsson um listaverkið Framsóknarmaðurinn - DV Maður þarf að kreista eigin drauma úr lífinu Sif Sigmarsdóttir, blaðakona og rithöfundur - DV Myndin Jæja, Hanna Birna Mótmælt var á Austurvelli síðdegis á mánudag. Mótmælin báru yfirskriftina „Jæja, Hanna Birna“ og var innanríkisráðherrann ákaft hvattur til þess að stíga til hliðar. Talið er að um 1.000 manns hafi komið saman á fundinum. Mynd SigTryggur ari Þ ingmenn Framsóknarflokks- ins hafa frá hruni, barist fyr- ir bættum hag heimilanna. Framsóknarflokkurinn varði myndun minnihluta ríkis- stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn vantrausti, vorið 2009. Með þeim skilmálum að unnið yrði að því að færa til baka þann forsendu- brest sem varð á verðtryggðum hús- næðislánum. Framsóknarflokk- urinn lagði á þeim tíma til 20 prósent niðurfærslu á stökkbreyttum verð- tryggðum lánum. Skemmst er frá því að segja að sú aðgerð náði ekki fram að ganga. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur, sem kenndi sig við rétt- læti og jöfnuð, hlustaði ekki. Taldi sig ekki geta komið fram með almenna aðgerð til hjálpar heimilum lands- ins. Síðan þá hafa þingmenn Fram- sóknarflokksins komið fram með til- lögurnar Þjóðarsátt árið 2010 og Plan B haustið 2011. Í kosningabaráttunni árið 2013 setti Framsóknarflokkurinn heimilin í forgang, töluðu um al- menna skuldaleiðréttingaaðgerð og afnám verðtryggingar. Flokkurinn er nú komin í ríkisstjórn og lætur verkin tala. Nú, aðeins einu og hálfu ári eftir kosningar, er leiðréttingin í höfn. niðurstöður birtar Hinn 11. nóvember fengu um 90% þeirra er sóttu um leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum, niðurstöðurnar birtar inni á vefn- um leiðrétting.is. Unnið er hörðum höndum við útreikning þeirra lána sem eftir eru og áætlað er að niður- stöður muni birtast á næstu 2–3 vik- um. Leiðréttingin, tvær aðgerðir Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerð- ir. 80 milljarða króna leiðréttingu sem kemur til framkvæmdar í einu lagi og skiptir láninu niður í frumlán og leiðréttingalán. Lántaki greið- ir eingöngu af frumláni og leið- réttingarlánið fellur niður á einung- is rúmu ári. Það er styttri tími en áætlað var. Ástæða þess að ákveðið var að stytta tímann var að minnka vaxtakostnað til fjármálastofnana og setja meira til heimilanna. Það er afar jákvætt. Hinn hluti leið- réttingarinnar eru 70 milljarðar sem fara í skattleysi séreignasparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól lána. Leiðréttingin nær til 91 þús- und einstaklinga í gegnum beina niðurfellingu. Meðal fjárhæð leið- réttingarinnar er 1.350.000 krón- ur. Meðal fjárhæð fyrir hjón er 1.510.000 krónur. Hver einstakling- ur fær að jafnaði 1.100.000 krón- ur. Einstaklingar með 330 þúsund á mánuði og hjón þar sem hvort fyr- ir sig hefur 450 þúsund í mánað- arlaun, er tíðasta gildið í leið- réttingunni. Meðalheildarlaun á mánuði á Íslandi eru 520 þúsund krónur. Forsendubresturinn leiðréttur 80 milljarða króna leiðréttingin leiðréttir forsendubrest umfram 5,8%. Skattfrelsi við innborgum sér- eignarsparnaðar á höfuðstól, það eru 20 milljarðar af þeim 70 færa viðmið leiðréttingarinnar niður í 4% verðbólgu yfir viðmiðunartímabilið við fullnýtingu leiðréttingar. Fram- lag ríkisins til leiðréttingarinnar leiðréttir því alla verðbólgu áranna 2008–2009 yfir 4%. Inngreiðslur sér- eignarsparnaðar eru hrein viðbót við það. Fjármagnað í gegnum bankaskatt Beina leiðréttingin, það eru 80 millj- arðarnir, koma frá þrotabúum gömlu bankanna. Undanþága slitabúa gömlu bankanna frá skattheimtu var afnumin þannig að hægt væri að sækja peninga beint til kröfuhafanna sem eiga þrotabúin. Um er að ræða nýjan tekjustofn þar sem ríkissjóður hefur eingöngu milligöngu. Ánægju- legt er að ríkisstjórn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar sýni kjark og þor í þessum efnum. Kominn var tími til að þær fjármálastofnanir sem fóru ógætilega, séu krafðar til þess að koma á móts við heimili landsins og skila hluta skaðans til baka. Fleiri aðgerðir væntanlegar Leiðréttingin, það að leiðrétta verð- tryggð húsnæðislán, er eingöngu einn liður af 10 úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Aðgerðaáætlunin tek- ur jafnframt á öðrum mikilvægum þáttum eins og t.d. leigumarkaðnum og verðtryggingunni. Á næstu vikum koma frumvörp inn í þingið er varða leigumarkaðinn. Taka þau til þátta eins og húsnæðisbóta sem er jöfnun á stuðningi við þá sem eiga og leigja húsnæði. Uppbyggingu leigufélaga, framboðs og leiguhúsnæðis og lækk- un leigugjalda. Verðtryggingavaktin hefur ver- ið sett á fót. Tilgangur hennar er að tryggja samfellu í framgangi áætlun- ar um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum. Frumvörp er varða afnám verðtryggingar verða lögð fram á vorþingi. Óhætt er að segja að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar standi með heimilum landsins. n Leiðréttingin í höfn Elsa Lára arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari „Nú, aðeins einu og hálfu ári eftir kosningar, er leiðréttingin í höfn. Mynd SigTryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.