Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 18.–20. nóvember 201426 Sport S igríður Sigurðardóttir var fyrst kvenna til að vera kjör- in íþróttamaður ársins, árið 1964. Hún var fyrirliði landsliðsins í handknattleik sem varð Norðurlandameistari ut- anhúss það sama ár en mikið vatn hefur runnið til sjávar í handbolt- anum á þessum 50 árum, en þá lék liðið á grasi á Laugardalsvelli. „Þau höfðu geysilega mikla þýðingu fyr- ir handboltann í heild, kvennabolt- ann,“ segir Sigríður í samtali við DV um verðlaunin. Blaðakona hafði samband við Sigríði og ræddi við hana um ferilinn, handboltann og konur í íþróttum. Konur fengju stór læri Sigríður segir í samhengi við þá þýðingu sem verðlaunin höfðu fyrir handboltann, að það hafi verið fyndið þegar hún fór og sá heimildarmyndina Blikkið – sögu Melavallar, árið 2012, að þá hafi Bjarni Felixson farið að tala um hversu lítið af kvenfólki hefði verið í íþróttum á þeim tíma sem völlur- inn var í notkun. Þá hafi fólk sagt við konur að þær fengju svo stór læri og stóran rass og þær spurðar hvað þær væru að gera í íþróttinni. „Það var verið að reyna að minnka áhugann hjá konum að vera í bolta, eða í íþróttum, frjálsum eða ein- hverju. Við vorum að gera grín að því að eftir þetta, að ég er kjörin, þá jókst alveg geysilega áhuginn á handbolta hjá kvenfólki. Maður fann það bara hjá Val,“ segir þessi fyrrverandi leikmaður Vals. Í bókinni Hetjurnar okkar eftir Hallgrím Indriðason, sem kom út árið 2007, segir einmitt þetta. Að fjölmiðlar hafi sýnt kvennahand- boltanum meiri áhuga eftir kjör Sigríðar og almennur áhugi á hon- um hafi jafnframt aukist. Sigríð- ur er sama sinnis. „Þetta var alveg stórkostlegur tími.“ Æfðu í Keflavík Átján ára gömul var Sigríður valin í landsliðshópinn sem tók þátt í Norðurlandamóti í handbolta í Vä- sterås í Svíþjóð í júní 1960, þar sem liðið lenti í öðru sæti. Eftir þennan góða árangur fór Handknattleiks- sambandið að halda skipulega utan um mál liðsins og var mikið gert til að undirbúa það sem best. Meðal annars fengu stelpurnar að æfa reglulega í stóru íþróttahúsi á Keflavíkurflugvelli þar sem ekkert slíkt hús var til staðar í Reykjavík. Sigríður segir að þetta hafi þjappað hópnum vel saman. „Þú kynnist ekkert, þannig lag- að, manneskju sem þú kemur og hittir á æfingu. Svo labbar maður út og segir bless og sjáumst á næstu æfingu. Um leið og þú ferð að ferð- ast, eins og landsliðið, þá kynn- ist maður fyrst fólki,“ skýrir Sig- ríður, en leitun er að öðrum eins samheldnum hóp og landsliðshóp Sigríðar. Þær hafa hist tvisvar á ári undanfarna áratugi og reglulega gert eitthvað sérstakt saman, eins og að fara í ferðir og út að borða. Vantaði tíma í sólarhringinn Eftir að hafa verið kjörin íþrótta- maður ársins liðu fimm ár þang- að til Sigríður lagði skóna á hill- una. „Við Valsstelpurnar vorum þá í okkar besta formi, unnum öll mót liggur við, þarna á þessum tíma. En svo keppti ég síðasta leikinn minn uppi á Skaga ‘69. Þá vorum við far- in að byggja hérna og ég var komin með tvö börn. Þá bara vantaði mig tíma í sólarhringinn,“ segir Sigríð- ur og hlær, en hún og eiginmaður hennar, Guðjón Jónsson, byggðu sér hús í Breiðholti og hafa búið þar síðan. Guðjón er fyrrverandi lands- liðsmaður í bæði hand- og fótbolta, sem og fyrrverandi þjálfari hjá Fram, en sjálf fór Sigríður aldrei út í þjálfun. Þau eiga saman dæturnar Guðríði, Hafdísi og Díönu. Amma á leikjum Á þessum tíma vann Sigríður á barnaheimili en hún hefur unnið við ræstingar aðra hverja viku hjá Bændasamtökunum í 45 ár. Þá hef- ur hún starfað hjá Íslandspósti og á Laugardalsvelli hjá KSÍ í tíu ár. „Þar komst ég svona aftur í snertingu við hann. En ég hef náttúrlega verið í snertingu við boltann því að dæt- urnar þrjár eru íþróttakennarar, all- ar að þjálfa, og svo náttúrlega hefur amma setið uppi í bekkjum og ver- ið að horfa, því að barnabörnin eru í íþróttum.“ Díana þjálfar handbolta hjá HK og Guðríður þjálfar hjá Fylki. Þá æfðu dæturnar handbolta og spil- uðu með landsliðinu. Barnabörn- in eru líka í handboltanum, fyrir utan einn ömmustrákinn, sem er í fótbolta. Sigríður segist spurð yfir- leitt alltaf fara á leiki hjá þeim. „Mér finnst svo gaman að fylgjast með þessu og einhvern veginn, mað- ur er þakklátur fyrir að fá að geta haldið áfram að fylgjast með þessu og hafa gaman af þessu. Mjög,“ seg- ir Sigríður. Situr alltaf á sama stað Það er ekki erfitt að ímynda sér að á leikjum viti allir hver Sigríður er, handboltakempa og hörð stuðn- ingskona. Hún játar því að vera þekkt. „Maður náttúrlega held- ur áfram að sýna sig á leikjum og svona og það breytist ekkert. Mað- ur gerir það, þótt maður sé kominn á áttræðisaldur.“ Þegar blaðakona ræddi við Sigríði á miðvikudag í síðustu viku var hún einmitt á leið á leik hjá HK og KA/Þór. Spurð segist hún alltaf sitja á sama stað á leikj- um, ásamt dætrum sínum. „Mað- ur er svolítið vanafastur,“ segir Sig- ríður, sem kveðst fylgjast vel með deildinni og stöðu í leikjum, og sækja leiki og landsleiki, en hún segist „tippa“ á Fram í deildinni, þær séu bestar. Þá fylgist hún líka með karlaboltanum. Hrindingar og peysutog þekktust ekki Talið berst að því hvaða breytingar hafa orðið á handboltanum á síð- astliðnum 50 árum. Sigríður seg- ir íþróttina hafa breyst mikið. Reglurnar hafi breyst, leiktími hafi verið styttri og hraðinn minni. „Mér finnst hraðinn oft alltof mikill. Þær ráða ekkert við þetta – eru að henda bara upp í bekki eða ótímabær skot og alltaf verið að flýta sér. Þar af leið- andi eru svolítið miklir feilar,“ segir hún, en bætir við að dæturnar láti sig heyra það og segi að svona sé „nýi handboltinn“. „Í gamla daga gátum við hangið á tuðrunni ef maður vissi að maður væri að spila við einhvern ofjarl. Þá var ekkert skotið nema bara það væri öruggt mark.“ Þá hafi hrindingar og peysutog ekki þekkst þegar hún var að spila. „Og eins þessi hraði sko, þú mátt byrja á miðjunni um leið og skorað er. Þá geturðu farið á fulla ferð. Það finnst mér oft gleymast því að kannski er vörnin komin og til hvers að vera með þessi læti? Af hverju ekki bara að spila?“ spyr Sig- ríður og hlær. „Spila það rólega bara og lofa öllum að koma við boltann áður en liðið er búið að missa hann.“ En þrátt fyrir álit hennar á hraðan- um, segir hún að sér finnist miklu skemmtilegra að horfa á handbolta en fótbolta. „Þeir vildu skipta á mér og handritunum“ n Sigríður Sigurðardóttir var fyrst kvenna kjörin íþróttamaður ársins fyrir 50 árum síðan Erla Karlsdóttir erlak@dv.is Verðlaunahafi „Í gamla daga gátum við hangið á tuðrunni ef maður vissi að maður væri að spila við ein- hvern ofjarl. Þá var ekkert skotið nema bara það væri öruggt mark,“ segir Sigríður, sem stendur hér við hlið skáps sem geymir verð- launapeninga hennar og Guðjóns, mannsins hennar. Mynd Sigtryggur Ari Samheldnar Gamli landsliðshópurinn hittist alltaf tvisvar á ári en í ár hefur verið óvenju mikið um uppákomur, í tilefni af því að 50 ár eru liðin síðan hópurinn varð Norðurlandameistari í handbolta. Mynd Sigtryggur Ari „Liðsheildin, hún var alveg sérstök, og er enn í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.