Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 2.–4. desember 2014 Fréttir 3 Telur afgreiðslu á 250 milljóna samningi eðlilega Risasamningur um ógreidd fasteignagjöld afgreitt sem hluti af fundargerð en ekki ræddur einn og sér 2 50 milljóna króna samning­ ur um ógreidd fasteignagjöld Háskólavalla kom aldrei til umræðu á bæjarstjórnarfundi heldur var hann afgreiddur sem hluti af fundargerð bæjarráðs sem kom til samþykktar bæjarstjórn­ ar. Samkvæmt áreiðanlegum heim­ ildum DV vissu ekki allir bæjarstjórn­ arfulltrúar að með því að samþykkja fundargerð bæjarráðs frá 5. júní á þessu ári væru þeir að samþykkja samninginn sem felur meðal annars í sér að Reykjanesbær fellir niður kröf­ ur á Háskólavelli vegna greiðslu á fast­ eignagjaldaskuld sem þá var komin upp í 250 milljónir króna. DV hefur fjallað ítarlega um málið að undan­ förnu. Stjórnsýslufræðingar sem DV ræddi við sögðu, ef litið er til sveitar­ stjórnarlaga nr. 138 frá árinu 2011, væri hægt að tala fyrir því að samn­ ingurinn væri í raun og veru ekki lög­ legur þar sem hann hafi ekki ver­ ið borin upp á bæjarstjórnarfundi og greidd atkvæði um hann einan og sér en ekki sem hluta af fundargerð líkt og afgreiðslu málsins var háttað í Reykjanesbæ. Greitt með eignum Þannig gæti 58. grein sveitarstjórn­ arlaga átt við samningin við Kadeco en þar segir meðal annars að einvörð­ ungu sveitarstjórn geti tekið ákvarð­ anir um málefni sem varða veru­ lega fjármál sveitarfélagsins. Til slíkra málefna gætu meðal annars talist lán, ábyrgðir eða aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sveitarfélags og einnig álagning skatta og gjalda. Þessu er Gunnar Þórarinsson, leið­ togi Frjáls afls sem myndaði nýjan meirihluta í Reykjanesbæ ásamt Beinni leið og Samfylkingunni, ósam­ mála. Gunnar var formaður bæjarráðs fyrir hönd sjálfstæðismanna þegar málið kom inn á borð ráðsins 5. júní á þessu ári og sat einnig fyrsta bæjar­ stjórnarfund nýs meirihluta þann 25. júní á þessu ári. Þar var málið af­ greitt með því einungis að samþykkja fundargerðina frá því fyrr í mánuðin­ um. „Já, það kæmi mér á óvart ef ein­ hverjir líta svo á að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum því það var í raun og veru bara verið að ljúka ákveðnu máli í innheimtu,“ segir Gunnar sem ver afgreiðslu málsins. „Ég lít svo á að við höfum bara ver­ ið að ganga frá samningi þar sem ver­ ið var að greiða ógreidd fasteigna­ gjöld. Það var bara verið að ganga frá þeim málum og það er aldrei gert sér­ staklega með samþykki bæjarstjórn­ ar. Þarna var, í þessu tilfelli, verið að greiða þetta með því að afhenda okk­ ur ákveðnar eignir til fullrar eignar. Annars vegar skóla og leikskóla og hins vegar einhverjar lóðir,“ segir Gunnar og bætir við að þessi lending hafi verið eitthvað sem bæjarfulltrúar hafi bara þurft að sætta sig við. „Þeir hefðu átt að kynna sér þetta“ „Vð urðum að sætta okkur við það að Kadeco ætti þessar eignir en ekki dótturfélög Háskólavalla þar sem af­ sal á þessum eignum hafði ekki farið fram. Þess vegna gerðum við samn­ ing við Kadeco á þeim nótum að þeir gera upp þessar kröfur okkar í sam­ bandi við fasteignagjöldin með því að afhenda okkur eignir,“ segir Gunnar. Hvað varðar þá bæjarfulltrúa sem ekki vissu af málinu þá segir Gunnar að þeir verði að eiga það við sjálfan sig. „Þeir hefðu átt að kynna sér þetta, eðlilega. Það lá ljóst fyrir á fundin­ um hvað var verið að gera og með fundargerðinni fylgdu þessir samn­ ingar og menn gátu farið nákvæm­ lega yfir það,“ segir Gunnar og bendir á að hann og Friðjón Einarsson, sem situr í meirihluta í bæjarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar, hafi verið viðstaddir bæði bæjarráðsfundinn þar sem samningurinn var tekinn fyrir og bæjarstjórnarfundinn þar sem fundargerð bæjarráðs var sam­ þykkt. Vilja undanþáguna burt Þegar Bandaríkin skiluðu varnar­ svæðinu á Keflavíkurflugvelli þá voru sett sérstök lög sem heita Lög um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnar­ svæðinu á Keflavíkurflugvelli og eru nr. 176 frá árinu 2006. Þar í 5. grein kemur fram að fasteignir ríkisins og mannvirki sem Bandaríkin eða Atl­ antshafsbandalagið hafa skilað til eignar eru undanþegin öllum opin­ berum gjöldum og skyldutryggingu fasteigna. Þessari undanþágu vilja bæjar fulltrúar í Reykjanesbæ breyta. „Við höfum gert kröfur um að þessi lög verði felld úr gildi. Látum það vera að þetta hafi verið sett þarna fyrst þegar menn voru í raun og veru að koma þessu af stað en síðan eru liðin einhver sjö ár að minnsta kosti og það er nægur tími til að ganga frá öllu lausum hnútum þarna,“ seg­ ir Gunnar en samkvæmt lauslegum útreikningi verður Reykjanesbær af tugum og jafnvel hundruðum millj­ óna króna sem annars væru greidd í fasteignagjöld af eignum á svæðinu. „Ég get ekki séð annað en að það eigi að fella þessi lög úr gildi. Þess­ ar eignir sem hafa ekki verið tekn­ ar í notkun þarna upp frá hafa ein­ faldlega ekki verið teknar í notkun þar sem þau uppfylla ekki skilyrði reglugerða hér á Íslandi varðandi til dæmis rafmagn en það er samt bú­ inn að vera nægur tími til að ganga frá því.“ n „Það lá ljóst fyrir á fundinum hvað var verið að gera og með fundargerðinni fylgdu þessir samningar og menn gátu farið ná- kvæmlega yfir það. Gunnar Þórarinsson Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæjar var formaður bæjarráðs þegar samningurinn kom til umræðu ráðsins og sat einnig í bæjarstjórn þegar málið var afgreitt. Atli Már Gylfason atli@dv.is Ásbrú Svæðið ætti að skila tugum ef ekki hundruðum milljóna króna í kassann hjá Reykjanesbæ en gerir ekki sökum laga sem sett voru þegar íslenska ríkið tók við svæðinu af Bandaríkjamönnum. www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Fagmaður í 45 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.