Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 2.–4. desember 2014 Fréttir 13 Í stjórnmálum hefur lengi verið tekist á um ágæti einkarekstrar í opinberri þjónstu. Einkarekstur er ekki það sama og einkavæðing. Þeir sem aðhyllast einkavæðingu eru yfirleitt á móti miklum ríkis­ umsvifum. Þeir telja farsælast fyrir allt samfélagið að enginn rekstur eða starfsemi, þar sem koma má við samkeppni, ætti að vera í hönd­ um ríkisins. Bankakerfið íslenska var að mestu leyti einkavætt á ár­ unum frá 1998 til 2004. Landssím­ inn var einnig einkavæddur og nú ríkir samkeppni á fjarskipta­ og símamarkaði þar sem ríkið gegnir einungis eftirlitshlutverki. Umdeild er einkavæðing á orku­ og orkudreifingarmarkaði þar sem skammt er í fákeppni eða hreina einokun. Andstæðingar slíkrar einkavæðingar benda á hættuna á því að einkafyrirtæki sækist mjög eftir að komast í slíka stöðu og ger­ ast eins konar áskrifendur að buddu neytendanna. Auðvelt er að benda á annmarka einkavæðingar í orku­ dreifingu þótt auðveldara sé að koma við samkeppni í orkuframleiðslu. Fræðilega gæti neytandi í Reykavík keypt rafmagn af Orkubúi Vestfjarða ef lægra verð byðist en á rafmagni frá Orkuveitu Reykjavíkur. Notandinn er þó alltaf háður því að skipta við Landsnet sem einokar dreifingu raf­ orkunnar um landið. Erfitt er einnig að keppa við HS veitur sem nú er að hluta í eigu einkaaðila en fyrirtæk­ ið einokar allar lagnir til dæmis fyrir heitt vatn að íbúðarhúsnæði og fyrir­ tækjum á Suðurnesjum. Góð dæmi og slæm Einkarekstur er annað mál en hann á sér langa sögu. Einkafyrirtæki taka að sér ákveðna þjónustu með samningi við ríkið. Reksturinn er þá greiddur af skattfé almennings. Skiptar skoðanir eru í stjórnmálum um einkarekstur og útvistun verk­ efna eins og fram kemur í orðum Kristjáns Þórs Júlíussonar (Sj.) heil­ brigðisráðherra og Sigríðar Ingi­ bjargar Ingadóttur (S) formanns velferðarnefndar Alþingis hér á opnunni. Vilhjálmur Ari Arason læknir geldur varhug við einkarekstri og útvistun heilbrigðisverkefna. „ Tilgangur ríkisins er að spara með þessu launagreiðslur og fá starfsfólk­ ið til að vinna hraðar. Reynslan víða sýnir að gulrótin minnkar og fólk þarf að hlaupa hraðar. Stjórnend­ ur græða alltaf meira en starfsfólkið á gólfinu. Eins kennir reynslan að í einkarekstri er þeim sjúklingum sem afla mestra tekna fyrir viðkomandi stofnun betur sinnt. Þyngri sjúk­ lingar og vandamál þeirra eru skilin eftir eða þeim vísað annað. Heimilis­ læknar eru illa brenndir á verktaka­ greiðslum og fóru í sex vikna verkfall upp úr aldamótunum. Árangurinn var föst laun eins og sjúkrahúslækn­ ar fá. Þetta gerðist fyrir meðalgöngu kjaranefndar sem skerast þurfti í leikinn. Úrskurðurinn var einn stærsti sigur í kjarabaráttu lækna frá upphafi,“ segir Vilhjálmur Ari. Mikill viðskiptakostnaður Allyson Pollock er prófessor við Queen Mary­háskólann í London og sérfróð um einkarekstur og einkavæðingu í breska heilbrigðis­ kerfinu. Hún kom hingað til lands árið 2008, fyrir bankahrunið, í boði BSRB og hélt fyrirlestra. Hér er vitnað til bókar hennar, NHS –plc– The Privatisation of Our Health Care, sem kom út árið 2004. Poll­ ock varar við því að gera heilbrigð­ isþjónustuna að markaðsvöru. Þannig missi almannavaldið tökin á því hvernig skattfé þess sé raunveru­ lega varið. Pukur og ógagnsæi taki völdin þegar vaxandi hluti skattfjár almennings umbreytist í arð einka­ fyrirtækja. Hún fullyrðir auk þess að með þess háttar breytingum í Englandi á sínum tíma hafi stjórn­ unarkostnaður í heilbrigðis kerfinu tvöfaldast. Um 30 til 50 prósent fjár­ magns í bandaríska heilbrigðiskerf­ inu fari í viðskiptakostnað en ekki lækningar eða eiginlega þjónustu við sjúka. Hún spyr hvort vert sé að líkja eftir einkarekstri bandaríska kerfisins sem kostar skattborgar­ ana meira en gerist í Evrópu en skil­ ur auk þess 50 milljónir íbúa eftir á köldum klaka og án sjúkratrygginga. Pollock segir að allar breytingar sem stjórnvöld gerðu á leið til einkarekstrar og einkavæðingar í bresku heilbrigðisþjónustunni hafi ævinlega verið kynntar sem minni­ háttar tæknilegar breytingar. Notuð voru hugtök eins og „samvinna einkaframtaks og hins opinbera“, „nútímavæðing“ og „meiri verð­ mæti fyrir skattfé“. Tvö dæmi Augljóst virðist að með miklum einka­ rekstri í heilbrigðis­ eða mennta­ kerfinu þurfi að koma til eftirlit með meðferð skattfjár sem stendur und­ ir þjónustusamningum og einka­ rekstrinum yfirleitt. Í vikunni var meðal annars bent á aukinn kostn­ að og versnandi gæði ræstinga við Landspítalann. Auk þess er vinnuá­ lag ræstingafólksins mikið og kaup­ ið lágt. Fram kom í fréttum RÚV síð­ astliðið mánudagskvöld að ræstingar spítalans hafi verið boðnar út í fyrra. Lægsta tilboð átti Hreint ehf., tæp­ ar 97 milljónir króna. Ingólfur Þór­ isson, rekstrarstjóri Landspítalans, sagði í fréttum RÚV að áður hefði ár­ legur rekstrarkostnaður numið um 60 milljónum króna. Ræstingadæm­ ið af Landspítalanum virðist því falla vel að útleggingum Allyson Pollock. En dæmin eru fleiri. Árin 2007 og 2008 lánaði Hraðbraut ehf., sem rak samnefndan menntaskóla, Nýsi hf. samtals 100 milljónir króna úr sjóð­ um skólans. Ólafur Johnson, skóla­ stjóri og eigandi Hraðbrautar, sagði í samtali við DV að fjármunirnir, sem voru lánaðir út úr eignarhalds­ og rekstrarfélagi skólans, hefðu farið í fasteignaverkefni Nýsis í Aberdeen í Skotlandi. „Hraðbraut er fjármagn­ aður að 80 prósenta leyti með fjár­ magni frá íslenska ríkinu og að 20 prósenta leyti með skólagjöldum. Því má segja að um 80 milljónir af lánun­ um til Nýsis hafi komið frá íslenska ríkinu.“ Fjármálum Hraðbrautar var síðar vísað til rannsóknar hjá Ríkis­ endurskoðun sem hefur eftirlit með meðferð skattfjár borgaranna. Niður­ staða hennar var meðal annars sú að ofgreidd framlög til Hraðbrautar hefðu numið liðlega 126 milljónum króna á tímabilinu 2004 til 2006. Á tímabilinu 2003 til 2009 námu arð­ greiðslur skólans til eigenda hans samtals 82 milljónum króna. Ríkis­ endurskoðun taldi að skólinn hefði í raun og veru ekki fjárhagslegt bol­ magn til að greiða þennan arð. Fram kom í gögnum Hraðbrautarmáls­ ins að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Ríkisendur skoðun taldi þessar lán­ veitingar óeðlilegar. Vandinn á mörkum almanna- og einkahagsmuna Upp úr síðustu aldamótum kom út skýrsla um Íslands á vegum GRECO, nefndar Evrópuráðsins sem fylgist með spillingu í aðildarlöndun­ um. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu um Ísland að á tímum mikillar einkavæðingar væri umtalsvert aukin hætta á spillingu í viðskiptum hins opinbera og einka­ fyrirtækja, enda stækkaði gráa svæð­ ið á mörkum ríkisrekstrar og einka­ rekstrar til mikilla muna við slíkar aðstæður. Sérfræðingar GRECO létu svo um mælt að andvaralausir emb­ ættismenn og opinberir fulltrúar, sem héldu að spilling væri hverfandi lítil á Íslandi, gerðu mest lítið af því sjálfir að ganga úr skugga um hvort slíkt ætti við rök að styðjast. n Kristján Þór Júlíusson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, spá í heilbrigðiskerfið Samvinna hins opinberra og einkafyrir- tækja (Private Public Partnership - PPP) um einkarekstur eða verktöku af ýmsum toga hvílir á hugmyndum um hagræðingu. n Í fyrsta lagi felur slík samvinna í sér ósk um að auka skilvirkni í opinberum rekstri og „færa hann til nútímans“. n Í öðru lagi getur slík samvinna verið leið til þess að afla lánsfjár eða fjármagna á einkamarkaði verkefni eða framkvæmdir á vegum ríkisins eða sveitarfélaga. n Í þriðja lagi er talið að samvinna einkafyr- irtækja og hins opinbera (PPP) geti stuðlað að meiri stöðugleika og trausti í samskipt- um ríkisins og almenna markaðarins. n Í fjórða lagi er unnt að deila áhættunni af rekstri eða framkvæmdum á fleiri staði með slíkri samvinnu. n Í fimmta lagi má líta á aukinn einka- rekstur og útvistun opinberra verkefna með þjónustusamningum eða samvinnu ríkis og einkafyrirtækja sem leið til þess að draga úr umsvifum ríkisins. n Í sjötta lagi er litið svo á að samvinna af framangreindum toga geti falið í sér nýja tegund tengsla milli einkamarkaðarins og hins opinbera og æskilegri valddreifingu en áður. Heimild: Mörth & Sahlin-Andersson (2006): Privat Offentliga Partnerskap Hvað er einkarekstur? Dýrum sjúklingum betur sinnt Vil- hjálmur Ari Arason læknir: „Reynslan víða sýnir að gulrótin minnkar og fólk þarf að hlaupa hraðar.“ MynD SIGTryGGur ArI Stóraukinn viðskiptakostnaður Allyson Pollock prófessor fullyrðir að með auknum einkarekstri í breska heilbrigðiskerf- inu hafi stjórnunarkostnaður tvöfaldast. Þrengingar Heilbrigðiskerf- ið er í sviðsljósinu í skugga verkfalla lækna, húsnæðis- vanda og atgervisflótta. Jóhann Hauksson johannh@dv.is Átök um einkarekstur fyrir opinbert fé n Verða lítt „arðbærir“ sjúklingnar útundan í heilbrigðiskerfinu? „Stjórnendur græða alltaf meira en starfs- fólkið á gólfinu Þú velur náttúrulega Án Parabena og SLS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.