Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 2.–4. desember 2014 Allir að plotta, nema ég Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Þ að er hörmuleg staðreynd að konur og stúlkur um heim allan upplifa sig ekki öruggar á göngu á göt­ um úti. Hvort sem það er í Reykjavík eða Nýju Delí þá er þetta frelsisskerðing fyrir konur. Konur og stúlkur komast ekki leiðar sinn­ ar til og frá vinnu, skóla eða vegna félagslífs án þess að upplifa ótta. Í öllum borgum heimsins verða konur fyrir áreiti og ofbeldi af ýmsu tagi. Klæðaburður, samfélagsstaða og aldur hefur ekkert að segja um það hvort að konur eða stúlk­ ur verði fyrir ofbeldi eða áreitni í borgum. Þetta er ein birtingar­ mynd ójafnréttis í heiminum, of­ beldi gegn konum og stúlkum á ekki að líðast. Það er ljóst að engin borg í heiminum getur státað sig af því að vera fullkomlega örugg en hægt er að auka öryggi með til­ tölulega einföldum aðgerðum. Ör­ yggi í borgum er hægt að skoða út frá tölfræðiniðurstöðum um of­ beldi, viðhorfi og upplifun einstak­ linga á viðkomandi borg. Tölurnar eru sláandi, 95% kvenna í Nýju Delí upplifa sig ekki öruggar á göt­ um úti, 86,5% prósent kvenna í Eg­ yptalandi finnst þær ekki öruggar í almenningssamgöngum og á Ís­ landi þá upplifa um 70% íslenskra kvenna sig óörugg í miðborg Reykjavíkur að næturlagi. Barátta á mörgum vígstöðvum Landsnefnd UN Women á Íslandi ýtti nýlega úr vör alþjóðlegu átaki UN Women sem kallast Öruggar borgir (Safe Cities Global Initiat­ vie) sem miðar að því að auka ör­ yggi og draga úr ofbeldi í borgum í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök. Markmiðið með átaki UN Women er að skapa öruggt líf í borgum fyrir konur, unglinga og börn. Borgarstjórinn í Reykjavík skrifaði nýverið undir verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur­ borgar. Reykjavík hefur nú bæst í hóp 18 borga víða um heim sem fylgja markvissum aðgerðum í samstarfi við lögreglu til að skapa öruggari borg. Aðgerðirnar beinast fyrst og fremst að almannarýmum í borgum t.a.m. að auka lýsingu, breyta staðsetningu almenn­ ingssalerna og setja upp öryggis­ myndavélar. Kyndbundið ofbeldi á sér stað víðar en í almannarýmum, í skólum, vinnustöðum og innan veggja heimilanna. Til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi þarf því að heyja baráttuna á mörgum víg­ stöðvum. Landsnefnd UN Women á Íslandi fagnar áherslum borg­ arinnar í að vinna gegn heimilis­ ofbeldi. Samfélagsleg ábyrgð Jafnframt skiptir fræðsla og vit­ undarvakning miklu máli í átaki UN Women. Það skiptir sköpum að breyta hinu félagslega sam­ þykki gagnvart kynferðislegu áreiti. Síminn er aðalbakhjarl herferð­ ar UN Women á Íslandi og í sam­ starfi við Tjarnargötuna voru unn­ in gagnvirk myndbönd sem sýna konur í mismunandi aðstæð­ um í Reykjavík upplifa ofbeldi og áreitni. Herferðin hefur fengið mikla athygli en hún er bæði fjár­ öflun og vitundarvakning í senn þar sem áhorfandinn getur haft áhrif á aðstæður. Myndböndin hafa nú verið spiluð um 13 þúsund sinnum á öruggborg.is. Kjarninn kom einnig að herferðinni með birtingu fjölmargra greina tengd­ um átakinu. Afrakstur sms­söfn­ unar UN Women rennur til kvenna í hættulegustu borgum heims þar sem ofbeldi er hluti af daglegu lífi kvenna og stúlkna líkt og í Suður­ Afríku þar sem konu er nauðgað á 90 sekúndna fresti. Það er samfé­ lagsleg ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu öruggi allra borgarbúa. UN Women hvetur því landsmenn til að styðja við átakið og jafnframt að leggja sitt af mörkum til að gera Reykjavík að öruggari borg. n Örugg borg Sáttin rofin Soffía Sigurgeirsdóttir stjórnarkona í UN Women Kjallari „Það er samfélags- leg ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu öruggi allra borgarbúa. „Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensk stjórnvöld, nú aukast líkurnar á því að fólk geti borgað húsnæðislánin sín :D,“ segir Sigurjón Björgvins- son, en DV greindi frá því að rússneskir vísindamenn fullyrði að þeir hafi fundi efnasamsetningu, sem þeir hafa sett í pillur, sem hægir á öldrun. Fólk geti eftir að innbyrða slíkt lifað í 120 ár. „Mér finnst viðbrögðin við greininni hans Bigga sýna vel hvað er að gerast hjá okkur,“ segir Hallgerður Hauksdóttir og tekur upp hanskann fyrir Birgi Örn Guðjónsson lögreglu- þjón. Hann skrifaði umdeilda grein sem fór fyrir brjóstið á mörgum. „Drepið mig ekki með ruglinu …,“ segir Eva Hauksdóttir, í athugasemd við frétt þar sem kemur fram að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telji að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanrík- isráðherra, sé fórnarlamb viðamikils samsæris. „D........ óskapnaður og Níðingsháttur. Fátækt fólk, sem ekki kemst til útlanda, getur ekki lengur leyft sér að skoða sitt eigið land, án samviskubits. Hvenær verður stjörnuskattur settur á? Þetta verður enn einn, nefskatturinn innan fárra ára. Það er ekki lifandi á þessu skeri lengur, nema fyrir, leynda og ljósa peningaþjófa og afætur ríkisins, sem hanga á góðum kjörum þess, þar til þeir hafa stolið bestu mjólkurkúnum í skjóli flokksklíkunnar. Ógeðslegt samfélag, sannarlega,“ segir Kolbrún Bára Guðveigs- dóttir, en fyrir helgina ákvað ríkisstjórn Íslands að setja á náttúrupassa. „Þessi grein á að vera skyldulesning … þakka þér fyrir séra Bjarni. Við sem göfgum okkur með gjöfum okkar til „hinna“ rænum þá reisninni í leiðinni … verður ekki betur útskýrt. Og þess vegna ber okkur að gera góðverkin algjörlega í leyni og í hljóði. Og þess vegna hef ég megna skömm á „góðgerðarfyrirtækjunum“ sem auglýsa gæsku sína,“ segir Magnea Einarsdóttir í athugasemd við viðtal við Bjarna Karlsson prest sem segir skort á pólitískum vilja almennings valda íslenskri fátækt. 26 13 7 8 5 S tundum trúir maður ekki einhverju fyrr en maður tekur á því. Það átti við um mig sem er 1. varaformaður atvinnuveganefndar en nefndin hefur verið með til um­ fjöllunar þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu landsvæða, tillögu verkefnastjórnar 3. áfanga rammaá­ ætlunar um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk. Um þá tillögu ríkir langt í frá sátt en hún hef­ ur þó farið í gegnum þá faglegu ferla sem lög um rammaáætlun kveða á um og er nú í umsagnarferli og í meðferð atvinnuveganefndar. Tvær grímur Formaður atvinnuveganefndar hef­ ur ekki farið dult með áhuga sinn á því að kippa með í leiðinni sjö virkj­ anakostum en fimm þeirra hafa ekki fengið þá málsmeðferð sem lög mæla fyrir um og tveir kostir voru ekki tilbúnir til ákvörðunartöku hjá verkefnastjórn þar sem faghópar höfðu ekki skilað af sér. Þegar formaður nefndarinnar var farinn að kalla fyrir nefndina aðila til að fjalla um aðra virkjanakosti en Hvammsvirkjun sem var þar til um­ fjöllunar þá fóru vissulega að renna á mann tvær grímur um að honum væri full alvara með að taka með í leiðinni aðra virkjanakosti sem ég tel að við höfum ekkert umboð til að gera miðað við málsmeðferðarreglur laga um rammaáætlun. Hvað gengur mönnum til með slíkum vinnubrögðum sem kalla á að allt rammaáætlunarferlið verði í uppnámi og sú mikla samstaða sem náðist á Alþingi á síðasta kjörtímabili með samþykkt löggjafar um ramma­ áætlun sé hent fyrir róða. Það er eðli­ legt að menn greini á um vernd og nýtingu landsvæða en mikilvægt er að virða þá verkferla og leikregl­ ur sem við höfum sett okkur sjálf og okkur er treyst til að vinna eftir. Hvert á orkan að fara? Núverandi ríkisstjórn hefur ekki farið í launkofa með áhuga sinn á áframhaldandi uppbyggingu stór­ iðju í landinu sem kallar á auknar virkjanaframkvæmdir og hefur hún ekki látið náttúruverndarsjónarmið trufla sig mikið hingað til. Það er umhugsunarvert að í dag fara 80% raforkuframleiðslu í landinu til stór­ iðju, 15% til annarra fyrirtækja og aðeins 5% til heimila landsins. Og á Suðurlandi, þar sem stærstur hluti raforkuframleiðsu í landinu fer fram, fer langstærstur hluti hennar til stórnotenda utan Suðurlands. Við eigum næga orku fyrir landsmenn til langrar framtíðar í dag og í þeim virkjanakostum sem nú þegar eru í nýtingarflokki en það er spurning í hvaða starfsemi við viljum að orkan fari. Það er því ekki skrýtið að íbúar á Suðurlandi spyrji sig hvort nýta megi náttúruauðlindir landshlutans með annað í huga en áframhaldandi upp­ byggingu stóriðju. Ferðaþjónustan hefur verið á mikilli siglingu upp á við undanfarin ár og ferðaþjónustuaðilar óttast að ef gengið er hart fram í virkjanaáform­ um á kostnað umhverfissjónarmiða muni það koma í bakið á okkur síðar meir og tek ég undir þær áhyggjur. Ekki bara eitt tímabil í einu Við verðum að fara að venja okkur á að hugsa til lengri tíma í einu en ekki aðeins til eins kjörtímabils í senn og að hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi en ekki stundargræðgi eins og núverandi stjórnarflokkar eru þekktir fyrir. Hvernig ætlum við að skila landinu til næstu kynslóðar? Ætlum við að vera búin að ráðstafa stærstum hluta auðlinda okkar var­ anlega óafturkræft svo komandi kyn­ slóðir hafi ekkert val? Hvað með umhverfisvæna orku­ gjafa til þess að nýta á skipa­ og bílaflota landsmanna, hvað með þá staðreynd að nær allir ferðamenn sem koma til landsins koma hingað vegna náttúru landsins, hvað með samfélagsleg áhrif vegna umdeildra virkjanaframkvæmda og nýtingu orkunnar, hvað með hugmyndir um sæstreng til Evrópu og hærra orku­ verð til landsmanna í kjölfarið, hvað með hugmyndir um raflínur yfir Sprengisand sem spilla ósnortnu hálendi landsins? Allt eru þetta spurningar sem við sem samfélag þurfum að komast að niðurstöðu um og fara eftir þeim leikreglum sem við höfum sett okkur og ástunda fagleg vinnubrögð. Síðasta útspil formanns atvinnu­ veganefndar er ekki spor í átt til sátt­ ar né faglegra vinnubragða, því mið­ ur. n Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG og 1. varaformaður atvinnuveganefndar Kjallari „Ætlum við að vera búin að ráðstafa stærstum hluta auðlinda okkar varanlega óaftur- kræft svo komandi kyn- slóðir hafi ekkert val?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.