Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 2.–4. desember 201424 Neytendur
80% munur á
verði jólasería
A
llt að 80% verðmunur getur
verið á jólaseríum milli
verslana. Þetta leiðir verða
thugun DV á hefðbundnum
innijólaseríum í nokkrum
stærðum í ljós. Rúmfatalagerinn er
oftast með lægsta verðið en seríurnar
eru dýrastar í A4.
Klassísku seríurnar
DV gerði verðkönnun í sex stórum
verslunum sem algengt er að fólk leiti
til þegar kemur að því að kaupa jóla
seríur. Byggingavöruverslanirnar Byko
og Húsasmiðjan, Blómaval, Rúmfata
lagerinn, Hagkaup og A4. Úrvalið af
inni og útiseríum er auðvitað mikið
og mýmargar tegundir af perum og
útfærsl um fáanlegar. Í athugun DV var
aðeins horft til þessara gömlu góðu
inniljósa sem flestir kannast við og not
uð eru bæði í glugga innanhúss sem og
á jólatré. Könnuð voru verð á 10, 35, 50
og 100 ljósa seríum. Ekki var tekið tillit
til gæða en sérfræðingur sem DV ræddi
við fullyrti að flestar séu þessar tegund
ir jólasería sambærilegar þó að nafnið á
kassanum kunni að vera mismunandi.
DV hugðist athuga verðin hjá
Bauhaus og Byggt og búið líka en
þar fengust þær upplýsingar að þess
ar hefðbundnu jólaseríur væru ekki í
boði heldur væru ledljósaseríurnar
allsráðandi í ár. Það útskýrir fjarveru
þeirra í úttekt DV.
Mikill verðmunur
Eins og sjá má í meðfylgjandi töfl
um þá kom í ljós að Rúmfatalagerinn
er oftast með lægsta verðið á öllum
gerðunum. A4, sem blaðamaður vissi
reyndar ekki að seldi jólaseríur fyrr en
hann athugaði það á Google, reyndist
afgerandi dýrust í öllum flokkum.
Mestur er verðmunurinn á minnstu
tegundinni, 10 ljósa seríunum eða
rúmlega 80%.
Undarlegur verðmunur
Sömu tegundir jólasería fást í
Húsasmiðjunni og Blómaval. Það er
kannski ekki skrýtið enda tilheyrir
Blómaval verslunarsviði Húsasmiðj
unnar. Í Skútuvogi og víðar á landinu
eru fyrirtækin í sama eða samliggj
andi verslunarhúsnæði.
Það vakti því athygli blaðamanns
við vinnslu könnunarinnar að neyt
endur sem gera sér ferð í þær verslan
ir geta í einum enda hússins keypt sér
hundrað ljósa jólaseríu á 2.790 krón
ur hjá Húsasmiðjunni en í hinum
endanum, fengið nákvæmlega sömu
seríu 24% ódýrari hjá Blómaval.
Verð lækkar í aðdraganda jóla
Þessi verðkönnun gefur lesendum
hugmynd um algengt verð á jóla
seríum. En verðin eru tekin í lok
nóvember og þau geta breyst hratt.
Nær undantekningarlaust hefur
það verið þannig að jólaljós og aðr
ar jólaskreytingar lækka hratt í verði
þegar nær dregur jólum. Ætla má
að þau séu víðast hvar í hæstu hæð
um núna en oft hefur málum verið
þannig háttað að seríurnar fást nán
ast gefins á Þorláksmessu þegar versl
anir reyna að sleppa við að vera með
smekkfullan lager af árstíðarbund
inni vöru í heilt ár. Flestir byrja nú að
setja upp jólaljós og þess háttar í byrj
un desember en fæstir verða sér út
um slíka vöru rétt fyrir eða eftir jól.
Það mætti hins vegar nota sér
þessa rýmingarsölu verslana á
jólavarningi og kaupa inn fyrir næstu
jól, hafi menn á annað borð geymslu
pláss fyrir góssið. n
n Rúmfatalagerinn oftast ódýrastur n Sömu ljós á mismunandi verði
Verðmunur milli verslana
10 ljósa sería
Ódýrast: 299 kr. í
Blómaval/Rúmf
Dýrast: 699 kr. í A4
Verðmunur: 80%
35 ljósa sería
Ódýrast: 895 kr. í
Rúmf./Byko
Dýrast: 1.299 kr. í A4
Verðmunur: 37%
50 ljósa sería
Ódýrast: 995 kr. í
Rúmfatalagernum
Dýrast: 1.799 kr. í A4
Verðmunur: 57%
100 ljósa sería
Ódýrast: 1.995 kr. í
Rúmfatalagernum
Dýrast: 2.799 kr. í A4
Verðmunur: 33%
Verslun/Innisería 10 ljósa 35 ljósa 50 ljósa 100 ljósa
Byko 325 kr. 895 kr. 1.095 kr. 2.695 kr.
Húsasmiðjan 399 kr. 1.290 kr. 1.790 kr. 2.790 kr.
Blómaval 299 kr. 999 kr. 1.290 kr. 2.190 kr.
Rúmfatalagerinn 299 kr. 895 kr. 995 kr. 1.995 kr.
Hagkaup 399 kr. 949 kr. 1.199 kr. 1.999 kr.
A4 699 kr. 1.299 kr. 1.799 kr. 2.799 kr.
Verð fengið af heimasíðum fyrirtækjanna 27. nóvember.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Ekki láta ljósin brenna ofan af þér
Það eru ekki bara kertin sem
skapað geta eldhættu á heimil-
um í aðdraganda jólanna Rafmagn er
einn stórtækasti brennuvargur nútímans og á ári
hverju verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín
í rafbúnaði. Í bæklingnum Jólaljós og rafmagnsör-
yggi sem Löggildingarstofa gaf út fyrir nokkrum
árum má finna mörg góð ráð sem allir ættu að
hafa í huga fyrir jólin. Nú fer í hönd sá tími þegar
kveikt er á fleiri ljósum á heimilum landsmanna
en á öðrum árstímum. Líta má á það sem hluta af
undirbúningi jólanna að ganga úr skugga um að
þau ljós og skreytingar sem nota á séu í góðu lagi.
Látum aldrei loga á ljósunum á
jólatrénu yfir nótt eða þegar við
erum að heiman Ef ein pera gefur sig
logar yfirleitt ljós á hinum. Eftir því sem logar
á færri perum eykst ljósstyrkur hverrar peru og þar með hitinn.
Perur sem ofhitna skapa brunahættu.
Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér
gengin Ekki halda upp á jólaljósin séu þau orðin lúin. Láttu
fagmann í það minnsta fara yfir þau ef minnsti grunur leikur á að
þau séu í ólagi.
Notum ætíð réttar perur Röng gerð, stærð eða
styrkur getur valdið ofhitnun sem leiðir til eldhættu. Til þess að
fá örugglega rétta ljósaperu í stað bilaðrar peru í jólaljós er best
að taka ljósabúnaðinn með sér þegar ný er keypt.
Gætum þess að brennanleg efni
séu ekki nálægt jólaljósum Rafljós
geta kveikt í gluggatjöldum engu síður en kerta-
ljós. Sýnum sérstaka varúð gagnvart jólastjörn-
um og öðru pappírsskrauti sem sett er utan um
ljósaperur. Ef ljósapera liggur við brennanlegt
efni eins og pappír er stórhætta á íkveikju.
Óvarinn rafbúnaður getur valdið
raflosti Þegar farið er yfir jólaljósin er
áríðandi að skipta tafarlaust um brotnar klær og
brotin perustæði. Göngum einnig úr skugga um
að allar rafmagnsleiðslur séu heilar, að einangrun
sé alls staðar í lagi og að ekki sjái í bera víra.
Vörum okkur á óvönduðum jóla-
ljósum Í bæklingnum Jólaljós og rafmagns-
öryggi er viðurkennt að raunar sé ekki til neitt eitt
ráð til að ganga úr skugga um hvort jólaljós séu
vönduð eður ei. Vert sé þó að hafa í huga að sérlega ódýr jólaljós
eru yfirleitt ekki eins vönduð og þau dýrari.
Inniljós má aldrei nota utandyra Jólaljós
utandyra eiga að vera sérstaklega gerð til slíkrar notkunar. Á
umbúðum skal alltaf standa, á íslensku, að þau séu eingöngu
til notkunar innanhúss ef sú er raunin. Lífshættulegt er að nota
inniljós utandyra. Útiljósaseríur sem ekki eru tengdar við spennu-
breyti (12V–24V) eiga að vera vatnsvarðar. Perur útiljósa ættu
alltaf að vísa niður svo það safnist ekki vatn í perustæðin.
*Heimild: Jólaljós og rafmagnsöryggi. Löggildingarstofa - rafmagnsöryggisdeild.
Úrvalið mikið Það
eru til nær óteljandi
útfærslur og tegundir af
jólaljósum. Flestir halda
þó tryggð við gömlu góðu
stunguperuseríurnar sem
prýða marga glugga og
mörg jólatré um hver jól.
Sama sería, sitthvort verðið Það
vekur athygli að Húsasmiðjan og Blómaval,
sem eru nátengd fyrirtæki sem vanalega
deila verslunarhúsnæði skuli selja sömu
jólaseríurnar hvor verslun á sínu verði.
Innkalla
tugi Nissan
Qashqai
BL ehf. hefur innkallað 59
Nissan Qashqaibifreiðar af ár
gerðinni 2013–2014. Ástæða
innköllunarinnar er að í versta
tilfelli getur dráttarbeisli losnað
frá grindinni, sem sagt bolta
festingar og rær á dráttarbeisl
isfestingunum geta losnað
frá með þessum afleiðingum.
Frá þessu er greint á vef Neyt
endastofu. Skipta þarf um bolta
og gaddaskinnur á þeim bílum
sem eru með beisli frá Nissan.
Samkvæmt BL ehf. munu
eigendur viðkomandi bíla frá
sent bréf vegna þessarar inn
köllunar.
Þetta er
bíll ársins í
Danmörku
Á dögunum var Citroën C4
Cactus valinn bíll ársins 2015 í
Danmörku af samtals 21 bíla
blaðamanni þar í landi. Athygli
vekur að Cactus vann afgerandi
sigur þar sem hann hlaut sam
tals 148 stig í fyrsta sætið. Langt
var í annað og þriðja sætið,
Volkswagen
Passat hlaut 87
stig en Ford
Mondeo 83.
Fjallað er
um málið á
vef FÍB í vik
unni þar sem
segir að Citroën
C4 Cactus sé sérstakur í útliti
og skeri sig talsvert úr sama
borinn við sambærilega bíla
þótt hann sé ekki jafn afgerandi
sérstakur í útliti og margir fyrri
og eldri bílar franska framleið
andans. Hann þykir talsvert
óhefðbundinn í útliti og ýmsir
hönnunarþætt
ir koma fyrir í
honum þar
sem form
og nota
gildi renna
saman. Slíkt
er nokkur nýj
ung og hefur
varla sést áður. Meðal þessara
þátta eru loftpokamotturn
ar (Airbumps) á hliðum bílsins
sem skapa bílnum sérstakt yf
irbragð en verja jafnframt hlið
ar hans fyrir uppákomum eins
og beyglum og rispum und
an hurðum annarra bíla. Segir
að almennt séð hafi hönnuðir
lagt megináherslu á einfald
leikann og að hafa bílinn sem
léttastan en halda
í gott rými og
notagildi og
verðinu niðri.
„Citroën
C4 Cactus er
fyrst og fremst
hugsaður út frá
notagildinu fyr
ir fjölskyldufólkið bæði í hinu
daglega amstri en líka í fríum og
á ferðalögum.“