Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 2.–4. desember 201414 Fréttir Viðskipti Keypti í fyrirtæki sem hún átti sjálf að selja n Sala Fjarðalax hjá Straumi og sala Íslandsbanka á Skeljungi líkjast n Sömu leikendur H alla Sigrún Hjartardóttir, fjárfestir og núverandi stjórnarformaður Fjár­ málaeftirlitsins, hætti hjá Fjárfestingarbankanum Straumi síðla árs í fyrra vegna þess hvernig fyrirtækjaráðgjöfin sem hún stýrði stóð að sölunni á eldisfyrir­ tækinu Fjarðalaxi á Tálknafirði. Þetta herma heimildir DV. Starfslokin bar meðal annars að í kjölfar afskipta frá þáverandi stjórn Straums en formað­ ur hennar var Christoper M. Perrin. Fyrirtækjaráðgjöf Straums, sem Halla Sigrún stýrði, hafði verið falið að selja Fjarðalax fyrir þáverandi meirihlutaeiganda Fjarðalax, Cold Northern Seafood. Enginn kaupandi fannst hins vegar að eldisfyritækinu og á endanum keypti eignarhalds­ félagið Fiskisund ehf., sem er í eigu eignarhaldsfélaga í eigu Höllu Sig­ rúnar, Einars Arnar Ólafssonar og Kára Þórs Guðjónssonar, tæplega 59 prósenta hlut í fyrirtækinu. Öll störf­ uðu þau saman í fyrirtækjaráðgjöf Ís­ landsbanka, áður Glitnis, fyrir og eft­ ir hrunið 2008. Heimildir DV herma að Halla Sigrún hafi tilkynnt stjórnendum Straums að hún væri áhugasöm um að kaupa Fjarðalax ásamt öðr­ um fjárfestum og hafi í kjölfarið sagt sig frá því að selja fyrirtækið. Sömu heimildir blaðsins herma að í kjölfar þessa hafi starfslok hennar í fjárfestingarbankanum verið „óumflýjan leg“ þar sem málið hafi verið erfitt og óþægilegt fyrir bank­ ann. Vildi gera aðra hluti Í viðtali við DV í desember í fyrra, eftir að nýbúið var að skipa Höllu Sigrúnu sem stjórnarformann Fjár­ málaeftirlitsins, sagðist hún hafa hætt í Straumi til að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Ég hætti hjá Straumi af því mig langaði að fara í önnur verkefni, meðal annars tók ég að mér stjórnarformennsku í Fjarða­ laxi (…) Ég var búinn að vera í fyrir­ tækjaráðgjöf í tólf ár.“ DV hefur heimildir fyrir því að sannarlega hafi gengið erfiðlega að selja Fjarðalax áður en Halla Sigrún og meðfjárfestar hennar keyptu fyr­ irtækið en reynt hafði verið að koma því í verð um nokkurt skeið. Út­ gerðarrisanum Samherja var meðal annars boðið að kaupa fyrirtækið oft­ ar en einu sinni að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, en fyrirtækið hafði ekki áhuga á því. Halla Sigrún bjó auðvitað hins vegar yfir greinargóðum upplýsing­ um um Fjarðalax þar sem hún var framkvæmdastjóri deildarinnar inn­ an Straums sem átti að selja það. Svipað og Skeljungsviðskiptin Viðskiptin með Fjarðalax vekja tals­ verða athygli fyrir þær sakir að ný­ lega var greint frá því í fjölmiðlum að Halla Sigrún, Einar Örn og Kári Þór hefðu hagnast um ríflega 800 milljónir króna hvert á viðskiptum með hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Heddu ehf. sem átti hlutabréf í olíu­ félaginu Skeljungi og færeyska oliú­ félaginu P/F Magni. Hlutabréf þessa félags voru meðal þeirra sem seld voru til íslenskra lífeyrissjóða í fyrra þegar þeir keyptu Skeljung og P/F Magn fyrir um átta milljarða króna. Í kjölfar þessara upplýsinga greindi Halla Sigrún frá því í yfirlýsingu að hún ætlaði ekki að sækjast eftir að vera stjórnarformaður Fjármála­ eftirlitsins áfram á næsta ári en skip­ unartíma hennar lýkur um áramótin. Viðskiptin með Fjarðalax líkjast Skeljungsviðskiptunum vegna þess að þau Halla Sigrún, Einar Örn og Kári Þór voru öll starfsmenn fyrir­ tækjaráðgjafar Glitnis, síðar Ís­ landsbanka, sem seldi meirihlutann í Skeljungi til þeirra Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar í aðdraganda falls Glitnis haustið 2008. Einn af heim­ ildarmönnum DV segir um þetta: „Þau taka raunuverulega bara annan svona snúning inni í Straumi.“ Fyrirtækjaráðgjöfin hafði einnig verið með P/F Magn til sölumeð­ ferðar en þar sem ekki gekk að selja fyrirtækið seldi eigandi þess, eignarhaldsfélagið Fons, það sjálft í apríl 2009. Glitnir hafði sölutryggt bæði Skeljung og P/F Magn en seldi aðeins annað fyrirtækið. Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækjaráðgjafarinnar eignuðust svo hlutabréf í P/F Magni árið 2011. Rétt eins og í tilfelli starfsloka Höllu Sigrúnar hjá Straumi í fyrra mátti rekja starfslok Einars Arnar Ólafssonar í Íslandsbanka um vor­ ið 2009 til sölu Skeljungs. Starfslok Einars Arnar voru vegna „trúnaðar­ brests“ líkt og DV hefur fjallað um. Nokkrum vikum eftir starfslok sín í Íslandsbanka var Einar Örn ráðinn framkvæmdastjóri Skeljungs. „Greitt með haustslátruninni“ Heimildarmaður DV segir að kaup­ verðið á Fjarðalaxi hafi verið „greitt með haustslátruninni á laxinum“ sem fyrirtækið framleiðir. Með þessu orðalagi er sjáfsagt fært nokkuð í stíl­ inn en í ársreikningi Fjarðalax kemur hins vegar fram að í fyrra hafi hagn­ aður eldisfyrirtækisins numið rúm­ lega 326 milljónum króna. Í ársreikningi Fiskisunds ehf., fé­ lags þeirra Höllu Sigrúnar, Einars Arnar og Kára Þórs, segir að í fyrra hafi það keypt eignarhluti í fyrir­ tækjum fyrir rúmlega 246 milljónir króna. Þá tók félagið lán í fyrra upp á 712,5 milljónir króna. Fiskisund ehf. virðist því hafa keypt meirihlutann í Fjarða­ laxi á góðu verði þar sem keypt­ ir eignarhlutir í fyrra nema 80 millj­ ónum króna minna en hagnaður eldisfyrirtækisins sem það keypti meirihluta í í fyrra. Í árslok í fyrra námu eignir Fjarðalax tæplega 3,4 milljörðum króna en skuldirnar voru rúmlega 3,1 milljarður. Sömu spurningar Sömu spurningar koma upp varð­ andi aðkomu Höllu Sigrúnar Hjart­ ardóttur að sölu Fjarðalax og í til­ felli þeirra Einars Arnar Ólafssonar, Höllu og Kára Þórs Guðjónssonar þegar Skeljungs­ og P/F Magns­við­ skiptin eru skoðuð. Reyndu starfs­ mennirnir sannarlega að selja fyr­ irtækin til hæstbjóðanda eða töldu þau sig hafa persónulega hagsmuni af því að gera það ekki? Hvaða áhrif höfðu þessir persónulegu hagsmun­ ir svo á söluferli fyrirtækjanna. DV hefur greint frá því að erlendir aðilar í olíubransanum hafi til dæm­ is haft áhuga á að kaupa Skeljung. DV hefur traustar heimildir fyrir því að sannarlega hafi gengið erfiðlega að selja Fjarðalax og er því hugsan­ legt að ekki hafi verið maðkur í mys­ unni að því leyti. Viðskiptin líta samt illa út fyrir Straum, rétt eins og Skelj­ ungsviðskiptin líta illa út fyrir Ís­ landsbanka. Eðlilega þarf að spyrja spurninga þegar bankastarfsmenn sem eiga að selja fyrirtæki enda á því að eign­ ast hlutabréf í þeim eða einfaldlega eru hluti af kaupendahópnum sem kaupir fyrirtækið. Þegar málavextir eru með þessum hætti er erfitt annað en að líta á slík viðskipti með öðrum hætti en tortryggnum þar sem þau virðast vera á gráu svæði. n A f gefnu tilefni vil ég taka fram að í öllum mínum fjár­ festingum hef ég ávallt far­ ið eftir gildandi lögum og reglum. Ég hef gætt þess að upp­ lýsa alla hlutaðeigandi aðila um þátttöku mína í íslensku atvinnulífi þegar það hefur átt við. Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi persónulegu viðskipti mín tor­ tryggileg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugs­ anlegum hagsmunaárekstrum í störfum mínum eða jafnvel sagt ósatt. Slíkar ásakanir tek ég alvar­ lega. Í umfjöllun fjölmiðla hefur því verið haldið fram að ég hafi ver­ ið hluthafi í Skeljungi og hagn­ ast á sölu félagsins seint á síðasta ári. Þetta er ekki rétt. Ég keypti hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. Íslands­ banki, þar sem ég starfaði áður, hafði ekkert með þessi viðskipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrotabúi Fons eignarhaldsfélagi. Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréf­ um í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinn­ ing af því félagi. Ég hef kosið að ræða ekki persónuleg fjármál við fjölmiðla. Hins vegar hef ég ávallt upplýst alla sem eiga hagsmuna að gæta um aðkomu mína að þessum við­ skiptum og öðrum. Á það við um fyrrum vinnuveitendur og þegar ég settist í stjórn Fjármálaeftirlits­ ins í desember 2013, þegar farið var ítarlega yfir öll mín umsvif og engu haldið eftir. Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til einstak­ linga sem taka að sér störf á veg­ um hins opinbera. Á það ekki síst við um formennsku í stjórn Fjár­ málaeftirlitsins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athugasemdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar við­ skipti mín eru gerð tortryggileg og fræjum efasemda sáð um heilindi mín. Þegar við bætist að fjölskylda mín er áreitt af fréttamönnum get ég ekki annað en brugðist við. Ég hef því tilkynnt fjármálaráðherra að ég muni ekki óska eftir því að skipun mín sem stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins verði framlengd þegar hún rennur út í lok árs.“ Ætlar að hætta Yfirlýsing Höllu Sigrúnar Hjartardóttur um starfslok sín hjá FME Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég hætti hjá Straumi af því mig langaði að fara í önnur verkefni, meðal annars tók ég að mér stjórnar- formennsku í Fjarðalaxi. Halla Sigrún Hjartardóttir Boðið fyrirtækið Þorsteini Má Baldvins- syni, eiganda Samherja, var boðið að kaupa Fjarðalax en hann segist ekki hafa haft áhuga. Framkvæmdastjórinn Einar Örn Ólafsson er nú orðinn framkvæmdastjóri Fjarðalax eftir að hafa eignast meirihluta í eldisfyrirtækinu í fyrra ásamt Höllu Sigrúnu Hjartardóttur og Kára Þór Guðjónssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.