Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 37
Fólk 37Vikublað 2.–4. desember 2014 Síðasta jólaföndrið Illugi Jökulsson var hálf dapur um helgina, yfir því að vera lík- lega að fara í jólaföndur í Austur- bæjarskóla í síðasta sinn. Hann deildi þessari depurð sinni með Facebook-vinum sínum. „Sam- fleytt í 26 ár hef ég mætt sam- viskusamlega á þessum árstíma á jólaföndur í Austurbæjarskólan- um þar sem ég hef ásamt börn- unum fyrst litlum og svo stórum málað piparkökur með marglit- um glassúr, klippt út jólasveina og bakað laufabrauð. Þetta hafa verið ánægjulegar stundir og óskiljanlegur partur af hverjum vetri. Nú bregður svo við að þriðja og yngsta barnið er kom- ið alla leið í tíunda bekk og þetta verður því í síðasta sinn sem ég fer í jólaföndur Austurbæjarskól- ans,“ skrifaði Illugi. Svo þakkaði hann fyrir sig, nánast með tárin í augunum, að eigin sögn. Veðurteppt í London n Margrét Erla Maack varð fyrir barðinu á storminum n Nær heim fyrir frumsýningu F jöllistakonan Margrét Erla Maack lét það ekki á sig fá að vera aukadag í London en hún var þar veðurteppt ásamt unnusta sínum, Hjalta Þór Þórssyni. „Ég fékk aukadag hér til að borða enn meira sem ekki er hægt að fá á Íslandi,“ segir Margrét sem er ann- álaður sælkeri. Hún var afar kát í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni, þá enn í London. Spurð hvers eðlis heimsóknin hafi verið segir Margrét hana bæði tengjast vinnu og skemmtun. „Ég var meðal annars að kaupa búninga og þannig lagað hér. Fyrir Jólakabar- ett Sirkuss Íslands,“ útskýrir hún en frumsýningin er á fimmtudagskvöld. Fyrir þau sem ekki vita setur Sirkus Íslands upp fágaðan full- orðinskabarett á aðventunni í upp- hituðu sirkustjaldi í Hljómskála- garðinum. Tjaldið Jökla var reist í gærdag og rétt slapp því fyrir horn óveðursins. „Þarna verða jafnvægislistir, sirkusbrögð, loftfimleikar, söngur, skemmtileg og skrýtin atriði, gleði, glens og jólabjór,“ segir Margrét og segist ekki hrædd um að missa af herlegheitunum vegna raskana á flugi. „Ég á flug í kvöld [mánudags- kvöld] og kem því í tæka tíð.“ Líkt og áður sagði var Margrét stödd ytra ásamt unnusta sínum. Sá fann aðeins meira fyrir töfinni að sögn Margrétar. Hjalti átti að hefja störf við nýtt tímabundið verkefni í gær og taka við grafíkerstöðu á Stöð 2 í stað Þórhildar Sæmundsdóttur, sem er á leið í fæðingarorlof. Heimildir DV herma þó að þessi eini dagur til hafi ekki komið að sök á fréttastofunni og ekkert meiriháttar upphlaup orðið yfir grafíkurleysi en ljóst er að áhrifa veðursins á ferða- plön parsins gætir víða. n maria@dv.is Kíktu á frægan fullorðinssirkus Parið lyfti sér upp á La Soirée um helgina. Jökla rís Fágaður fullorðins- kabarett í upphituðu sirkustjaldi í Hljóm- skálagarðinum. MyNd Sigtryggur Ari Garðar á ÍNN Það er aldrei að vita nema knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson sé næsta sjón- varpsstjarna landsins. Garðar, sem hefur starfað á auglýsinga- deild Birtíngs síðustu mánuðina, er kominn með nýtt starf á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Sam- kvæmt heimildum DV eru miklar breytingar fram undan hjá stöð- inni sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Garðar vildi lítið tjá sig þegar DV innti hann eftir því hvort hann myndi sjást á skján- um. „Ég byrja allavega að selja auglýsingar en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er bara gaman að koma inn á þessum tímapunkti og taka þátt í þessari uppbyggingu.“ Minningar fjölskyld- unnar mikilvægastar É g hefði haft mjög gaman af svona bók þegar ég var lítil. Þá var minn stærsti draumur að eignast gönguskó sem voru ekki jafn aðgengilegir og þeir eru í dag,“ segir pólfarinn og fjalla- garpurinn Vilborg Arna Gissurar- dóttir sem er í óða önn að skrifa úti- lífsbók ásamt vinkonu sinni, Pálínu Ósk Hraundal sem býr í Noregi. Áhuginn kviknaði snemma Útivistaráhugi Vilborgar Örnu kviknaði snemma. „Við áttum lít- inn fjallakofa á Rauðasandi og ég var alltaf tengd náttúrunni. Ég gekk samt ekki á fyrsta fjallið fyrr en ég var tvítug,“ segir Vilborg Arna. Bókin, Útilífsbók barnanna, kemur út á vormánuðum. „Það er mjög margt að finna í þessari bók eins og það hvernig er best að klæða sig og velja búnað svo manni líði sem best, hvernig hægt er að byggja upp ferðir og hvar er best að ferð- ast. Svo eru alls kyns hugmyndir um það hvernig þú getur nýtt náttúruna til að læra betur á það sem er að ger- ast í kringum þig. Það er nefnilega hægt að yfirfæra náttúruna á svo margt til að læra að takast á við alls kyns áskoranir,“ segir Vilborg Arna og bætir við að í bókinni sé einnig að finna aðferðir og uppskriftir til útieldunar. „Svo erum við með hug- myndir að náttúruföndri. Við hvetj- um fólk til að fara út í náttúruna til að finna efnivið svo upplifunin haldi áfram þegar heim er komið.“ Ekki með í jólabókaflóðinu Vilborg segir þær stöllur ekki hafa viljað taka þátt í jólabókaflóðinu. „Okkur fannst skemmtilegri tilhugs- un að gefa svona bók út um vor- ið. Við hugsum þetta sem bók fyrir fjölskyldur til að taka með í sum- arbústaðinn eða útileguna. Þarna eru líka sögur og viðtöl við fólk sem hefur verið að gera alls konar spennandi hluti bæði hér á landi og í öðrum löndum. Til dæmis töl- um við við fjölskyldu sem á ekki bíl en ferðast allt á hjóli og krakka sem hafa gengið á Hvannadalshnjúk.“ Bók fyrir alla Vilborg Arna segir markmið bók- arinnar að hjálpa fjölskyldum til að búa til góðar minningar. „Þetta snýst ekki um að klífa hæsta fjall- ið sem hraðast heldur frekar um að skapa góðar minningar sem lifa áfram. Þetta þarf ekki að vera svo flókið í uppsetningu eða dýrt. Þegar maður horfir til baka eru það svona stundir sem maður man best eftir. Það á enginn minningar eftir að hafa horft á sjónvarp í æsku held- ur man fólk best eftir því sem það gerði með fjöskyldu sinni. Og það góða er að þótt þú sért ekki harð- kjarnaútivistarmaður þá er þetta líka bók fyrir þig. Þetta er bók fyrir alla, ekki bara þá sem hafa stundað útivist alla ævi, því við komum með aðferðir og uppástungur sem henta öllum fyrir allar aðstæður, sama hvar á landinu þeir búa. Þarna eru hugmyndir fyrir alla fjölskylduna svo fjölskyldan ætti að geta samein- ast yfir þessu.“ Stefnir á Everest Auk þess að skrifa bókina og halda fyrirlestra er Vilborg að hefja undir- búning fyrir Everest. „Ég verð heima fram að mars en þá reyni ég aftur við Everest. Núna er undirbúning- ur. Ég þarf að vera í góðu líkamlegu formi. Það verður ekkert jólafrí hjá mér,“ segir hún brosandi. n n Pólfarinn Vilborg Arna gefur út bók n Undirbýr sig fyrir Everest indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Það verður ekkert jólafrí hjá mér Vinkonur Vilborg Arna og Pálína hafa báðar mikinn áhuga á útivist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.