Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 2.–4. desember 201416 Fréttir Erlent Bannfærðir túlkar í skotlínu talíbana Túlkar sem unnu fyrir Bandaríkjamenn en voru settir á svartan lista eru í lífshættu í Afganistan T úlkar sem starfað hafa fyr­ ir bandarísk stjórnvöld í Afganistan eru nú hund­ eltir af talíbönum og í mik­ illi hættu. Fjölmargir hafa komist til Bandaríkjanna og feng­ ið hæli, en enn er stór hópur í Afganistan sem telur sig vera í lífs­ hættu. Margir túlkanna störfuðu fyrir Bandaríkjaher og aðila þeim tengdum, en misstu vinnuna og voru jafnvel settir á svartan lista. Þeir hafa því ekki getað fengið land­ vistarleyfi í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi hefur fengið hæli í Bandaríkjunum, en þeir störfuðu allir fyrir The International Security Assistance Force (ISAF). Til að vernda þá var sett af stað sérstakt verkefni sem átti að tryggja þeim aðilum sem þess þurftu landvistar­ leyfi í Bandaríkjunum og tilheyr­ andi vernd. Sjötíu prósent þeirra sem störfuðu fyrir ISAF, voru túlkar. Vildi ekki öskra Einn þeirra var Nadar. Hann starf­ aði fyrir bandarísk yfirvöld, en var rekinn og í kjölfarið færður á svart­ an lista og gat því ekki lengur starf­ að sem slíkur. En þar sem hann hafði áður unnið fyrir bandarísk yfirvöld varð hann skotmark talíbana, sem vilja hann feigan og segja hann svikara. Honum, og mörgum öðrum, er því hvergi vært. Túlkarnir segja að í sumum tilfellum sé vissulega ástæða fyrir brottrekstri þeirra, en bannfærslan sé þess eðlis að hún sé í raun dauðadómur fyrir þá. Nadar var rekinn eftir að hann neitaði að fylgja fyrirmælum þeirra sem hann var að túlka fyrir og öskra á hóp afganskra kvenna. Engin störf – nokkru sinni Svarti listinn virkar þannig að á honum eru nöfn einstaklinga sem tengjast talíbönunum. Listinn var í upphafi þannig að hægt var að rekja ferðir og upplýsingar um einstak­ linga sem tengdust uppreisnar­ mönnum og glæpamönnum. Nú er á honum að finna upplýsingar eins og fingraför og úr augnskanna. Einstaklingar sem eru á listanum geta aldrei fengið vinnu hjá banda­ rískum stjórnvöldum, né öðr­ um erlendum aðilum sem starfa í Afganistan. Þeir geta heldur ekki fengið opinber störf hjá afgönsk­ um stjórnvöldum. Þá fá þeir ekki að ferðast flugleiðis. Mennirnir eru því upp til hópa atvinnulausir og jafn­ vel eina fyrirvinnan í stórum fjöl­ skyldum og komast hvergi. Aðrir sem eru á téðum lista, eða hafa verið bannfærðir, gerðu mis­ tök í starfi. Einhverjir tóku með sér farsíma í eftirlitsferðir, en það var bannað þar sem þeir voru sagð­ ir geta þannig komið upplýsing­ um til talíbana um hvar bandarísk­ ir hermenn væru. Annar gleymdi að skilja eftir hermannabuxur sem hann hafði fengið lánaðar á her­ stöð. Hann var rekinn, þar sem buxurnar hefðu getað ratað til talí­ bana sem hefðu þá átt auðvelt með að dulbúast sem bandarískir her­ menn. Féllu á lygamæli Nokkrir túlkar féllu á prófinu þegar þeir voru látnir undirgangast lyga­ mæli. Lygamælar þykja almennt ekki mæla lygar, heldur aðeins breytingar á líkamsstarfsemi þess sem er mældur, álagsbreytingar. Allir túlkarnir þurftu reglulega að undirgangast lygapróf. Það var gert til að reyna að finna þá sem þóttu vera hliðhollir talíbönum. Einn túlkanna sem voru reknir á grund­ velli slíkra mælinga, Sayid, segist hafa fallið á prófinu þar sem hann var taugaveiklaður. Hann var rek­ inn eftir sjö ára starf hjá banda­ rískum og kanadískum aðilum. „Ef þeir [talíbanarnir] fyndu mig í Kabúl myndu þeir ræna mér, pynta mig, og þeir myndu afhausa mig, þú veist, hálshöggva mig,“ segir Sayid. Mennirnir segjast ekki eiga þessa meðferð skilda. Þeir hafi skil­ að sínu, farið í erfið verkefni með bandarískum stjórnvöldum. Gríðarleg skriffinska Um 9.000 einstaklingar sem störf­ uðu fyrir bandarísk stjórnvöld hafa fengið landvistarleyfi í Bandaríkj­ unum, en hægt verður að sækja um leyfin til ársins 2015. Breski grínist­ inn John Oliver sýndi fram á hversu erfitt það er að sækja um landvist­ arleyfi í þætti sínum fyrr á þessu ári. Hann benti á þá skriffinsku sem liggur að baki hverju leyfi og hversu flókið kerfið er. Bandarísk stjórnvöld segjast nota þetta sérstaka kerfi fyrir land­ vistarleyfi til að verðlauna þá sem studdu þá á erfiðum tímum í Afganistan, og lögðu sig í mikla hættu til þess að aðstoða þau. BBC greinir frá því að einstaklingar sem voru reknir úr starfi komi til með að eiga mjög erfitt með að fá land­ vistarleyfi. Mennirnir segja að með þessu séu þeir í gríðarlegri hættu. Þeir búa flestir í Kabúl, þar sem talíbanar hafa hvað minnst ítök, en óttast samt um líf sitt. Óhemjugangurinn bjargaði lífi hans Nadar þekkir ógnina vel, en hann hefur verið í felum í þorpi skammt frá Kabúl í langan tíma. Í vor var hann heima hjá sér þegar dyrabjöll­ unni var hringt – mjög harkalega. Hann fór til dyra þar sem tveir menn náðu taki á honum og drógu hann út af heimili hans. Þeir fóru með hann að kirkjugarði. „Þegar ég áttaði mig á því að þeir ætluðu að draga mig í burtu og drepa mig byrjaði ég að öskra, garga og berjast um,“ segir hann. Bróðir hans fór á eftir víga­ mönnunum en þegar hann kom að Nadar höfðu þeir þegar skotið hann. Þeir hittu hins vegar ekki betur en svo að skotið hæfði fót hans. Víga­ mennirnir lögðu á flótta og óhemju­ gangurinn varð Nadar til lífs. Hann segist mjög hræddur um sig og sína. „Eini staðurinn þar sem mér leið vel var heimili mitt, nú er það vígvöllur,“ segir hann. „Við þruf­ um að finna leið svo að við séum ekki í svona mikilli hættu og bjarga lífi okkar.“ n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Hræddir Margir túlkar hafa fengið líflátshótanir frá talíbönum. Engin von Nadar segist hvergi eiga griðastað lengur. „Ef þeir fyndu mig í Kabúl myndu þeir ræna mér, pynta mig, og þeir myndu afhausa mig, þú veist, háls- höggva mig. Afganistan Mennirnir störfuðu fyrir bandarísk stjórnvöld í Afganistan. Fimmtíu vígamenn í valnum Al Arabiya greindi frá því að fimmtíu vígamenn Íslamska rík­ isins, hið minnsta, hefðu fallið í bænum Kobane í Sýrlandi um helgina. Sýrlenska mannréttinda­ vaktin greindi frá því að fimm mannanna hefðu verið sjálfs­ vígsárásarmenn. Þetta ku þetta vera eitt mesta mannfall sem orðið hefur síðan ráðist var á bæinn í september. Bandaríkja­ menn gerðu hið minnsta þrjá­ tíu loftárásir í héraðinu Raqqa á laugardag. Piparúði með skordýraeitri Þúsundir mótmælenda úr röð­ um lýðræðissinna komust í gegnum víglínu lögreglusveita í Hong Kong á sunnudagskvöld. Nokkrum klukkustundum síðar tókst lögreglunni að flæma mót­ mælendur úr neðanjarðargöng­ um þar sem þeir höfðu komið sér fyrir. Lögreglumenn beittu kylfum, lögregluhundum og sérstak­ lega sterkum piparúða sem er sagður innihalda skordýraeitur. Flestir mótmælendanna eru háskólanemar og krefjast þess að fá að kjósa sér framtíðarleið­ toga í lýðræðislegum kosning­ um án aðkomu kommúnista­ flokks Kína. Aldrei verið hlýrra Bandaríska haf­ og loftslags­ stofnunin (NOAA) segir að allt bendi til þess að árið 2014 verði það heitasta í 130 ár, eða síðan mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá stofnun­ inni. Fram kemur að maí, júní, ágúst, september og október í ár hafi þeir heitustu sem mælst hafa. Frá janúar og fram í október var meðalhiti 0,68 gráð­ um hærri en meðalhiti á síðustu öld, en þá var hitinn 14,1 gráða að jafnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.