Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Page 2
Vikublað 2.–4. desember 20142 Fréttir Skógræktin bjargaði jólunum n Óslóartéð brotnaði í óveðrinu n Nýtt tré fannst við Rauðavatn D agur B. Eggertsson borgar- stjóri Reykjavíkur óskaði eft- ir hugmyndum um hvernig megi „bjarga jólunum“ eftir að Óslóartréð skemmdist í óveðrinu á sunnudagskvöldið. „Í gær þurftum við að fresta tendr- un ljósa Óslóartrésins og nú er ljóst að óveðrið braut það og eyðilagði. Við stefnum að því að tendra tré á Austur- velli á sunnudaginn næsta en ljóst að hafa verður hraðar hendur og „bjarga jólunum“,“ sagði Dagur á Facebook- síðu sinni. Í kjölfarið var ákveðið að fara í Skógrækt Reykjavíkur, með full- trúa norska sendiráðsins á Íslandi, við Rauðavatn og fella grenitré. Óslóartréð sem reist var í vikunni er númer 63 í röðinni en það hefur ver- ið árleg gjöf frá Óslóarborg til Reykja- víkur. Framan af ári var útlit fyrir að ekkert tré bærist vegna sparnað- araðgerða hjá borgarstjórn Ósló- ar en sú ákvörðun vakti athygli bæði hér heima og í Noregi. Í september sendi síðan borgarstjóri Óslóar, Fabi- an Stang, Degi bréf þar sem hann til- kynnti að tréð myndi áfram berast. Óslóartréð gerðist einnig svo frægt að blandast inn í vélbyssumálið í haust. Þá var því haldið fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang að vélbyssurn- ar hefði verið gjöf frá Norðmönnum til bæta upp fyrir þá ákvörðun að senda ekki Óslóartréð. n asgeir@dv.is Öryggi haft að leiðarljósi Vegna veðurofsans á sunnudag var ákveðið, í samvinnu við al- mannavarnir, að stöðva vagna- flota Strætó bs. Margir farþegar voru ósáttir við þetta, en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó, Guð- rúnar Ágústu Guðmundsdóttur, var ákveðið að láta öryggissjónar- mið ráða för. Öryggi farþega og starfsfólks skipti öllu máli. „Það er út frá þeim forsendum sem sett eru ákveðin vindviðmið sem höfð eru til hliðsjónar við ákvarð- anir sem þessar,“ segir hún í til- kynningu til fjölmiðla. Þar segir enn fremur að ávallt sé reynt að komast hjá því að aflýsa ferðum strætisvagna og stuðst við fyrir- fram samþykkt öryggisviðmið. „Vindviðmiðum fyrir stór öku- tæki er skipt í þrjú stig. Veðurofsi sunnudagsins var slíkur að hann fór í 3 stig vindviðmiða við akstur stórra ökutækja og því var talið nauðsynlegt að stöðva akstur vagnaflotans til að tryggja öryggi. Til að koma mikilvægum upp- lýsingum á framfæri til farþega og almennings eru þær sendar til fjölmiðla, settar á heimasíðu Strætó og á fésbókarsíðu Strætó ásamt því að þær birtast í Strætó- appinu. Strætó biður farþega af- sökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ellefu ný tilfelli HIV-smits Ellefu manns hafa á Íslandi greinst smitaðir af HIV á þessu ári. Það eru jafn margir og greindust í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Með bættu aðgengi að sprautunálum hefur að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, yfir- læknis á sóttvarnarsviði hjá emb- ætti landlæknis, tekist að stöðva faraldur smits sem hefur gengið yfir á undanförnum árum. Flest tilfelli smits verða um þessar mundir með kynmökum. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn var haldinn í gær, mánudag, í 26. sinn. Um 35 milljónir manna eru í heiminum smitaðar af HIV. „Það verður íslenskt,“ Sögðu borgarstarfsmennirnir um leið og þeir tóku niður hið ónýta tré. DV SigtRygguR ARi E yjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að um mismunun sé að ræða með útdeilingu á 617 millj- ónum sem veita á aukalega til háskóla í fjárlögum næsta árs og hefur gagnrýnt hana. Af upphæð- inni fær Háskóli Íslands 299 milljón- ir, Háskóli Reykjavíkur 250 milljónir en Háskólinn á Akureyri 10 milljónir. Eyjólfur segir þetta kúvendingu í stefnu stjórnvalda frá því sem birtist í fjárlögum í september. Vigdís Hauks- dóttir, formaður fjárlaganefnd- ar, segir útreikningana koma frá menntamálaráðuneytinu en sam- kvæmt Sigríði Hallgrímsdóttur, að- stoðarmanni Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, er verið að greiða fyrir svokallaða umframnem- endur. Þeir séu einfaldlega fleiri í HÍ og HR samkvæmt þeim gögnum sem ráðuneytið hafi. Upphaflega var gert ráð fyrir fækkun ársnema um 499 í fjárlögum 2015 en nú eigi að greiða fyrir þá og viðhalda þeim fjölda sem var árið 2014. Til þess sé viðbótar- fjármagnið. Verið að greiða fyrir umframnemendur „Með þessum 617 milljónum er ver- ið að ná þeim markmiðum að greiða fyrir ársnemendur,“ segir Sigríður. „Sú upphæð sem hver skóli fær ræðst af fjölda nemenda umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpi 2015 á hvern skóla,“ en útreikningarnir byggja á rauntölum áranna 2012 og 2013 og áætlunum skólanna um fjölda ársnema 2014. „Rauntölur ársins 2012 vega 20%, rauntölur ársins 2013 vega 60% og áætlun fyrir 2014 vegur 20% en áætl- unin kemur frá skólunum sjálfum.“ Í sinni einföldustu mynd átti ríkið því mun lengra í land með að greiða HÍ og HR fyrir fjölda umframársnema en HA, en bak við hvert ársgildi geta verið fleiri en einn nemandi. Í um- ræðunni hefur verið gagnrýnt að HR, sem er einkarekinn skóli, fái sömu fjárframlög og aðrir háskólar. „Um HR gilda sömu reglur og um aðra skóla. Þar sem skólinn er með þjón- ustusamning við ríkið og er að sinna sömu skyldum og aðrir háskólar.“ Endanlegar tölur, útreikningar og útskýringar verða síðan birtar í vik- unni. Kúvending í stefnu Eyjólfur segir að ráðuneytið hefði getað stuðst við rauntölur um fjölda nemenda við HA sem hafi verið opin berar um miðjan október. „Strax þar hefði komið í ljós að 80 fleiri nemendur eru við skólann en gert var ráð fyrir.“ Eyjólfur segir það þó ekki aðal- atriðið heldur þá kúvendingu sem um sé að ræða og það umhverfi sem Háskólinn á Akureyri hafi búið við undanfarin ár. Það sé í raun verið að „refsa“ skólanum fyrir að halda sig innan fjárlaga. „Í september ætl- ar ríkisstjórnin að fækka nemenda- ígildum sem nemur þessum umfram- nemendum sem nú er verið að greiða fyrir,“ segir Eyjólfur og bendir á bls. 284 í fjárlagafrumvarpinu. Þar segir: „Í frumvarpinu er framlag til kennslu miðað við 13.536 ársnemendur, sam- anborið við 14.035 í fjárlögum yfir- standandi árs. Þetta er fækkun um 499 ársnemendur eða sem nemur 3,7% og er í samræmi við áform ráðu- neytisins um að leggja áherslu á að viðhalda gæðum náms og þjónustu skólanna við nemendur.“ Nú sé hins vegar verið að greiða fyrir þessa nemendur sem Eyjólfur segir í sjálfu sér gott mál en ómögu- legt fyrir stjórnendur sem séu að gera áætlanir til framtíðar. HA mismunað „Undanfarin ár hefur HA verið gert að draga úr starfsemi sinni til að vera innan fjárlaga. Farið var í sársauka- fullan niðurskurð með því að leggja niður tölvunarfræði og umhverf- is- og orkufræði. Þá var líka fækkað um 20 stöðugildi. Við höfum því ekki getað fjölgað jafn mikið og við vild- um vegna þessa niðurskurðar. Ef við hefðum tekið inn fleiri nemendur og staðið okkur verr í að halda okk- ur innan fjárlaga hefðum við þá ver- ið „verðlaunuð“ fyrir það núna ef svo má að orði komast.“ upphaflega bara HÍ og HR „Þegar þetta kemur fyrst til okkar, sem tillaga frá menntamálaráðu- neytinu, var bara áætlað að bæta við fjármagni til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík,“ segir Vigdís Hauksdóttir aðspurð um aukafjár- veitinguna. „Við sáum að það gengi ekki upp að veita bara tveimur skól- um aukalega fjármagn og sendum tillöguna til baka í ráðuneytið og óskuðum eftir útskýringum á þessu. Hvers vegna aðrir háskólar væru ekki þarna með. Það var skoðað og við fengum síðan þessa útreikn- inga sem birtast í breytingartillög- um meirihlutans til baka frá ráðu- neytinu. Þessir útreikningar eru því alfarið á ábyrgð ráðuneytisins,“ segir Vigdís. n Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Segir að upphaflega hafi aðeins staðið til að greiða HÍ og HR aukalega en fjárlaganefnd hafi farið fram á að allir háskólar yrði teknir með í reikn- inginn. MyND SigtRygguR ARi Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is „Ef við hefðum tekið inn fleiri nemendur og staðið okkur verr í að halda okkur innan fjárlaga hefðum við þá verið „verðlaunuð“ fyrir það núna …? Segir HA „refsað“ fyrir aðhald n Eyjólfur Guðmundsson rektor n Viðbótarfjárveiting upp á 617 milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.