Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 29
Vikublað 2.–4. desember 2014 Lífsstíll 29 „Hægt að finna allt þarna inni“ n Áslaug stofnaði hópinn Beauty Tips n Konur ræða málin og fá ráð frá kynsystrunum Þ að var svo algengt að stelp- ur væru að spyrja um hin ýmsu ráð á fatasíðum, ekki endilega um föt, þannig mér datt í hug að búa til síðu þar sem væri hægt að spyrja um alls konar stelpumál,“ segir Ás- laug María Agnarsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Beauty Tips sem er orðinn að tæplega þrettán þús- unda kvenna samfélagi, þar sem konur á öllum aldri skiptast á ráð- um um allt milli himins og jarðar. Allt frá því hvaða kjól þær eiga að kaupa upp í þunglyndi, einelti og erfiðari máli. „Fyrst voru þetta bara förðunarráð en núna er hægt að finna allt þarna inni,“ bætir hún við. Engar reglur í fyrstu Síðuna bjó Áslaug til í mars á þessu ári og byrjaði á því að bjóða ein- göngu vinkonum sínum í hópinn, en sagði þeim að bjóða fleiri stelp- um að vera með. „Þetta byrjaði mjög vel og strax fyrsta kvöldið var komið inn mikið af pósti þar sem stelpur voru að biðja um alls kon- ar ráð. Fyrst voru engar reglur eða neitt og allt mjög frjálslegt, en þegar það fóru að koma upp deilur varð að taka á því,“ útskýrir Áslaug sem settist þá niður og bjó til nokkr- ar grundvallarreglur fyrir hópinn, í samráði við fleiri. Eftir kosningu innan hópsins var til að mynda tek- in ákvörðun um að strákar væru ekki velkomnir þangað inn, því stelpur voru feimnari við að setja inn spurningar þegar strákar fylgd- ust með. „Það hafa nokkrir strák- ar beðið um undanþágu til að vera með í hópnum vegna brennandi áhuga á hárgreiðslu, förðun, tísku og fleiru, og eru virkir þar með góð ráð eða spurningar.“ Þrír strákar eru í hópnum í dag, að sögn Áslaugar. „Með tímanum hafa svo bæst við fleiri nýjar reglur til að halda þessu á góðu nótunum. Stærsta vanda- málið er líklega að fólk er stundum að taka skjáskot af umræðum á síð- unni og birta annars staðar. Sumir segja að þú eigir ekki að setja eitt- hvað á síðuna ef þú vilt ekki að það fréttist, en mér finnst að fólk geti bara alveg sleppt því að taka skjá- skot og þess vegna er sú regla í gildi, að það sé bannað,“ útskýrir Áslaug. 2.000 inngöngubeiðnir einn daginn Það hvarflaði ekki að henni þegar hún stofnaði hópinn að hann yrði að svona stóru samfélagi, en það er töluverð vinna að halda síðunni úti. Í fyrstu þurfti hún til að mynda sjálf að samþykja alla sem óskuðu eftir inngöngu, en nú hefur hún feng- ið aðstoðarmenn. „Ég er ótrúlega gjörn á að koma mér í svona sjálf- boðastarf,“ segir Áslaug hlæjandi. „Ég er fegin að vera bara að vinna núna, en ekki líka í skóla. Þetta er nánast full vinna.“ Hún segir verk- efnið hafa orðið örlítið yfirþyrm- andi þegar hún var tölvulaus í nokkra mánuði og þurfti að sjá um síðuna í gegnum farsímann sinn. „Það voru næstum því tvö þúsund inngöngubeiðnir einn daginn og eftir þrjá daga var ég ekki komin niður fyrir fimmtán hundruð. Það bættist alltaf í hópinn. Í dag eru þetta um hundrað til tvö hundruð beiðnir á dag.“ Þarf að fylgjast með umræðunni Í Beauty Tips-samfélaginu lifa flestar konurnar í sátt og samlyndi, skiptast á ráðum og fróðleik, en það kemur þó einstaka sinnum fyr- ir að einhverjar kunna sig ekki. Þá fær Áslaug yfirleitt tilkynningar um óviðeigandi hegðun og hendir við- komandi út úr hópnum. „Þegar tólf þúsund stelpur koma saman og tjá sig mjög mikið þá þarf að fylgjast með og passa ýmislegt. Ég hef al- veg þurft að eyða vafasömum þráð- um, enda er stundum verið að fjalla um viðkvæm málefni.“ Áslaug segir konurnar í hópnum tjá sig mismik- ið og sumar séu mun opnari en aðr- ar um persónuleg mál. „Svo lengi sem umræðan særir ekki aðra, eins og til dæmis með rasisma, þá er mér sama hvað talað er um.“ Vill ekki gera meira úr þessu Vegna þess hve hópurinn er orðinn stór og hve mikla vinnu tekur að halda síðunni úti, þá hafa margir bent Áslaugu á að færa út kvíarn- ar á einhvern hátt og gera meira úr þessu. Sjálfri finnst henni þess ekki þurfa. „Mér finnst þetta fínt eins og þetta er, finnst ekki þurfa að gera meira úr þessu. Það var um tíma hugmynd um einhvers konar kvöld þar sem við gætum hist, en það virtist ekki mikill áhugi fyrir því. En það er alveg mögulegt að það verði gert síðar.“ Ræða erfið vandamál Áslaug er ótrúlega ánægð með við- brögðin við Beauty Tips og finnst mjög jákvætt að svona samfélag gangi jafn vel og raun ber vitni. Það hafi verið þörf á vettvangi fyr- ir konur til að tjá sig á þennan hátt. „Það hafa margar sagt frá erfið- um vandamálum og fengið yndis- leg ráð frá kynsystrum sínum. Það vakna stundum upp spurningar um af hverju stelpurnar ræða ekki erfið mál við vinkonur sínar, en það eru bara ekkert allar sem eiga góðar vinkonur, eða finnst bara betra að ræða við einhverja aðra. Þá er þetta bara frábært. Einu sinni þá póstaði stelpa því að hún þjáð- ist af svo miklu þunglyndi að hún kæmi sér ekki út og þá voru ókunn- ugar stelpur sem buðu henni að koma með sér í Kringluna og rækt- ina, og vildu hjálpa,“ segir Áslaug sem er að vonum sátt með hvernig hópurinn hefur þróast á jákvæðan hátt. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Það hafa margar sagt frá erfiðum vandamálum og fengið yndisleg ráð frá kynsystrum sínum. Samfélagið vatt upp á sig Það hvarflaði ekki að Áslaugu þegar hún stofnaði hópinn Beauty Tips í mars á þessu ári, að hann ætti eftir að verða jafn stór og raun ber vitni. Mynd KRiStjín jónSdóttiR/Kj PhotogRaPhy Nýtt sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími Virka daga: 8:30 til 18:00 Laugardaga: 10-14 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.