Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 2.–4. desember 2014 31 V ið elskuðum öll Guns n' Roses. Hvernig var annað hægt? Við vissum jú ekki um það sem koma skyldi; rifrildin, barsmíðarnar, Chinese Democracy. Þetta lofaði svo góðu. Appetite for Destruction var jú besta rokkplata síðan Bollocks, síðan Exile, jafnvel nokkurn tímann. Það var sumarið 1988 að ég safnaði dós- um til að kaupa mér eintak. Ég var að komast á unglingsár og Axl og Slash kenndu mér að það var töff að reykja og drekka. Þetta voru stóru bræðurn- ir sem ég átti aldrei í raun. Árið eft- ir sátu bæði Appetite og Lies inni á topp fimm Billboard-listans. Og síð- an heyrðist ekki neitt. Heil eilífð virt- ist líða, sem var þó ekki nema augna- blik miðað við það sem koma skyldi. Líklega muna allir hvar þeir voru þegar myndbandið við You Could Be Mine úr myndinni Terminator 2 var fyrst frumsýnt á MTV nótt eina sumarið 1991. Það var ekki bara ein ný Gönsenn-plata á leiðinni, heldur tvær. Ekkert var of stórt eða of viða- mikið, sum lög slöguðu upp í 10 mín- útur, hér var kántrí, hér var rapp og hér var klassískt rokk af bestu gerð. Heróín í gólfteppinu Trommuleikarinn Steven Adler hafði verið rekinn, að sögn eftir að hafa reykt teppið sitt í von um að finna í því heróínköggla og Matt Sorum var kominn í staðinn. Verra var að Izzy Stradlin, einn helsti lagahöfund- ur sveitarinnar, hætti í kjölfarið. En það kom ekki að sök, Gilby Clarke sem kom í staðinn virtist ágætis ná- ungi og rétt eins og Izzy sótti hann innblástur sinn til Keith Richards. Hættulegasta hljómsveit í heimi hélt sínu brambolti áfram. Það var svo einn dimman eftir- miðdag í Fellahelli sumarið '92 að ljóst var að eitthvað hafði breyst. Tíu bílskúrsbönd komu fram og fimm af þeim spiluðu Smells Like Teen Spirit. Grönsjið kom í staðinn fyrir leikvangarokkið eins og pönkið hafði gert 15 árum fyrr. Niðurlægingar- tímabil Gönsenn hófst, tímabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fyrir jólin 1993 kom tökulagaplatan The Spagetti Incident? sem átti að stytta okkur stundir þangað til næsta raun- verulega plata kæmi. Sú bið yrði lengri en nokkurn óraði fyrir. Við reyndum að gera okkur sólóplöturn- ar að góðu. Izzy var með kántrírokk og hljómaði meira eins og Ron Wood en Keith Richards. Bassaleikarinn Duff fékk vini sína til að spila með sér á Believe in Me og bætti upp skortinn á hæfileikum með ástríðu, enda pönkarinn í bandinu. Slash var með meira gítargutl í hljómsveitinni Snake pit en stóð illa einn síns liðs, enda sá eini í bandinu sem söng aldrei. Það var helst að Gilby væri með lífsmarki, enda komu flestir meðlima fyrir á sólóplötu hans Pawn Shop Guitars. Hann sást næst dæma Magna úr leik í Rock Star Supernova Sænskur tollvörður bitinn í lærið Jólin 1994 kom útgáfa af Stones laginu Sympathy for the Devil í myndinni Interview with the Vamp- ire. Þetta reyndist vera í síðasta sinn sem þeir Axl og Slash spiluðu saman. Brátt hættu þeir að talast við og hvert áfallið af öðru dundi yfir. Slash hætti, síðan Duff og Sorum og Clarke voru reknir. Hljómsveitin hætti þó ekki að vera til, og árið 1999 kom nýtt lag, í þetta sinn úr myndinni End of Days. Lagið heitir Oh My God og var tek- ið upp með aðstoð meðlima Nine Inch Nails, það sótti í „industrial“- stefnuna sem þá var í tísku og var hið ágætasta. Enn var von, enda átti þetta að vera forsmekkur að hinni væntan- legu plötu Chinese Democracy. Árin liðu. Hljómsveitin byrj- aði aftur að spila opinberlega upp úr 2001 og ég var svo heppinn að sjá þá í Finnlandi fimm árum síðar. Tónleikarnir hófust tveim tímum of seint eins og alltaf þegar Axl á í hlut og aukamenn léku hlutverk Slash og Duffs en það var missir að aðal- leikurunum. Daginn áður hafði Axl verið handtekinn í Svíþjóð fyrir að bíta tollvörð í lærið, en fyrir sögu- lega tilviljun fór þetta vel í Finnana og það var þó gaman að heyra lag eins og Welcome to the Jungle flutt af upprunalegum söngvara. Loksins til Íslands Í millitíðinni höfðu Slash og Duff stofnað hljómsveitina Velvet Revolver og tilkynnt var að þeir myndu spila í Egilshöll sumarið 2005 ásamt Mínus, en aðdáendur urðu af rokkveislu þessari. Hætt var við túr- inn vegna eiturlyfjaneyslu og íslensk- um aðdáendum boðið að skipta mið- um sínum í Iron Maiden í staðinn. Árið 2008 kom svo loksins hin langþráða Chinese Democracy eftir 15 ár í vinnslu, dýrasta plata rokk- sögunnar. Hún bar þess mjög merki að hafa verið unnin svo lengi að allt líf var kreist úr henni. Hún bar þó enn sama titil og stefnt var að, vísun í mótmælin á Tiananmen-torgi árið 1989. Kannski á hún betur við um það sem nú er að gerast í Hong Kong. Ekkert bólar á nýju efni frá Gönsenn, en bæði Axl og Slash hafa gefið út að þeir muni aldrei vinna saman aftur og Axl hefur látið henda fólki út af tónleikum fyrir að vera í Slash-bol. Slash heldur þó sínu striki og gaf nýlega út sína fimmtu sólóplötu, nú með aðstoð The Conspirators sem mun spila með honum í Höllinni þann 6. desember ef allt fer að óskum. n Beðið eftir Guns n' roses n Stiklað á stóru yfir feril Guns n' Roses n Slash væntalegur um helgina Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Gilby sást dæma Magna úr leik Lítið fór fyrir honum þangað til í Rock Star Supernova. Steven Adler Reykti gólfteppið sitt í von um að finna í því heróín. Axl Rose Tók að margra mati undarlega beygju í seinni tíð. Skrautlegir Upprunalegir meðlimir hafa átt skrautlegan feril. Velvet Revolver Slash og Duff risu úr öskunni og tóku að rokka á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.