Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 2.–4. desember 2014 Beiðni um símahlerun nánast aldrei neitað n Héraðsdómur Reykjaness hafnaði aldrei beiðni n Hafnað í 5 tilvikum af 72 S amkvæmt umsögn ríkis­ saksóknara hafa dómstól­ ar aðeins í fimm tilvikum hafnað kröfu lögreglu um símahlustun frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2013. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari dóms­ málaráðherra við fyrirspurn frá píratanum Helga Hrafni Gunnars­ syni um ástæður hlerana. Athygli vekur að í þremur af þessum fimm tilvikum er um að ræða Héraðsdóm Suðurlands sem fékk til sín 11 beiðnir um símahler­ un á umræddu tímabili. Héraðs­ dómur Reykjavíkur hafnaði í einu tilviki og Héraðsdómur Vestfjarða í einu tilviki. Heimiluðu 275 símahleranir Þannig hefur Héraðsdómur Reykjaness aldrei hafnað beiðni þrátt fyrir að vera sá héraðsdóm­ ur sem tekið hefur við og samþykkt flestar beiðnir um símahleranir á þessu tímabili eða 275. Það eru tvö­ falt fleiri heimildir en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur veitt til símahler­ ana eða 137. Þá er einnig áhugavert að skoða fjölda mála þar sem lögreglu var heimiluð símahlerun á árunum 2008 til 2013, greint eftir tegund brots og niðurstöðu. Ef litið er á það kemur í ljós að í þeim málum sem símahlerun var notuð var aðeins sakfellt í 45 málum af 145. Í 78 til­ vikum af 145 var rannsókn hætt hjá lögreglu og ákæruvaldi og því aldrei ákært. Rannsókn hætt í 60 prósentum tilvika Þetta verður sérstaklega áberandi ef aðeins fíkniefnamálin eru skoðuð. Þar hefur í 60 prósentum tilvika rannsókn verið hætt og í 30 prósent­ um tilvika verið sakfellt. Önnur mál eru enn til meðferðar. Þetta þýðir að meirihluti þeirra símahlerana, sem lögreglan biður um og fær, leiðir ekki til sakfellingar heldur er rann­ sókn hætt vegna ónógra sönnunar­ gagna. Því ber að halda til haga að í lög­ um um meðferð sakamála nr. 88 frá árinu 2008 er að finna tvö skil­ yrði sem verða að vera fyrir hendi svo að dómari geti tekið beiðni um símahlerun til greina. Skilyrðið er að brotið, sem rannsakað er, varði allt að átta ára fangelsi ellegar að ríkir almannahagsmunir eða einkahags­ munir krefjist þess og að símahler­ unin gefi af sér upplýsingar sem skipt geti miklu fyrir rannsókn málsins. En ef þessi skilyrði þurfa að vera fyrir hendi hvernig stendur þá á því að rannsókn hafi verið hætt í 60 prósentum tilvika og aðeins í 30 prósentum tilvika verið sakfellt fyrir? Ætti þetta ekki að vera öfugt? Vilja tryggja réttindi borgaranna „Jú, þetta ætti að vera öfugt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þing­ maður Pírata. „Það er svolítið eins og Íslendingar átti sig ekki á því að íslensk yfirvöld geta gengið of langt. Við gerum ráð fyrir því að borgara­ réttindi séu virt að fullu hérlendis. Þess vegna er mikilvægt að spyrja svona spurninga til að komast að því hvernig málin raunverulega eru.“ Helgi Hrafn telur einnig, mið­ að við þessar tölur, að dómstólar treysti lögreglunni um of. „Það er rót vandans. Maður skilur svo sem að lögreglan vilji fá allar þær heim­ ildir sem hún getur komist í. En það er þá hlutverk dómstóla að hafa hemil á lögreglunni og gæta meðalhófs. Það er ljóst að þeir eru ekki að því sam­ kvæmt þessum tölum,“ segir Helgi Hrafn og bendir á að Héraðsdómur Suðurlands sé sá eini sem kemst nálægt því. 99% líkur á að beiðni sé samþykkt „Þegar það eru yfir 99 prósenta líkur á því að beiðni sé samþykkt þá er augljóst að ferlið sem er ætlað að gæta meðalhófs virkar ekki. Það er alveg hægt að segja það. Þetta ferli virkar ekki til að gæta réttinda borg­ ara gagnvart óhóflegu valdi lög­ reglunnar yfir einkalífi fólks,“ segir Helgi Hrafn sem bendir á tvær leiðir til að bæta úr þessu. „Ein leiðin er að skipa verjanda al­ mannahagsmuna sem væri þá lög­ maður sem gætti hagsmuna þeirra sem lögreglan vill hlera.“ Svo hægt sé að skilja þetta betur þá skulum við ímynda okkur að lögreglan vilji hlera mann að nafni Jón Jónsson. Fulltrúi lögreglunn­ ar mætir þá með beiðni til dómara auk gagna sem rökstyðja og réttlæta símahlerunina. Þá væri verjandi al­ mannahagsmuna kvaddur til og hann þá kæmi til með að verja Jón gagnvart þessari beiðni lögreglu. Jón myndi ekki vita að verjandi al­ mannahagsmuna væri að verja hann gagnvart beiðni lögreglunnar eins og gefur að skilja enda myndi það spilla rannsóknarhagsmunum. Einkafundur með dómara Eins og staðan er í dag þá hafa þeir sem lögreglan vill hlera engan til að gæta réttinda sinna þegar full­ trúi lögreglunnar krefst leyfi til símahlerunar. Það er enn í dag einkafundur dómara og fulltrúa lögreglunnar. „Önnur er að einfaldlega skýra lögin betur. Það er ljóst að menn túlka almannahagsmuni mjög vítt og þá er spurning hvort það dugi að skýra lögin betur. Breyta ellegar í og eða hækka refsirammann og taka bara út þetta með almannahags­ muni. Það er ýmislegt hægt að gera til að breyta þessu og laga þetta,“ segir Helgi Hrafn sem nú vinnur ásamt þing­ flokki sínum að frumvarpi sem snýr einmitt að þessu. n Atli Már Gylfason atli@dv.is „Þegar það eru yfir 99% líkur á því að beiðni sé samþykkt þá er augljóst að ferlið sem er ætlað að gæta meðal- hófs virkar ekki. Hlerað með Banksy Listamaðurinn Banksy er talinn bera ábyrgð á þessu verki sem blandar saman vegglist og símaklefa sem var fyrir á staðnum. Mynd REUTERS Engin ákvörðun tekin enn Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að kaupa gögn um Íslendinga sem eiga fé í skattaskjólum. Mál­ ið er á borði fjármálaráðuneyt­ isins. Þetta kemur fram í frétt á vef Vísis þar sem haft er eftir Bryndísi Kristjánsdóttur skatt­ rannsóknarstjóra að hún geti ekki einhliða tekið ákvörðun um að kaupa gögnin. Embættið hafi ekki fjárheimildir til þess og geti ekki skuldbundið ríkissjóð til að greiða fyrir þau. Hún segir að von sé á niðurstöðu innan tíðar. Fram kom snemma á árinu að í þeim gögnum sem embættið fékk sýnishorn af hefði mátt sjá vísbendingar um skattaundan­ skot Íslendinga. Einar eða Ragnheiður? Gert er ráð fyrir því að í ljós komi á miðvikudag hver verði næsti innanríkisráðherra, en Hanna Birna Kristjánsdóttir hrökklað­ ist úr embætti vegna lekamáls­ ins á dögunum. Nöfn Einars K. Guðfinnssonar og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hafa verið mest áberandi í umræðunni, en sjálf­ stæðismenn hafa ekkert viljað gefa upp. Einar er reyndasti þingmað­ ur Sjálfstæðisflokksins en fram kemur á RÚV að hann hafi ekki gefið upp afstöðu sína til þess hvort hann sækist eftir emb­ ættinu. Hann gegnir í dag stöðu forseta Alþingis. Þá gæti það unnið á móti honum að skipan hans myndi skekkja kynjahlutföll í ríkis stjórninni. Ríkir almannahagsmunir Lög um meðferð sakamála nr. 88 frá 2008 Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir Pírata vinna að frumvarpi sem tryggja á betur réttindi þeirra sem verða fyrir rannsóknarúrræðum á borð við símhleranir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.