Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 2.–4. desember 2014 Fréttir Erlent 17 V ið viljum að útlendingar hætti að hugsa um Taíland sem barnaverksmiðju,“ segir taí- lenski stjórnmálamaðurinn Wallop Tungkananurak. Löggjafar- þing Taílands hefur hafið smíð frum- varps sem bannar staðgöngumæðrun gegn greiðslu. Þeir sem hafa milli- göngu um slíkt gætu sætt allt að tíu ára fangelsi nái frumvarpið að verða að lögum. Talsvert hefur verið um staðgöngumæðrun, það er þegar konur fá greitt fyrir að ganga með barn fyrir foreldra sem geta ekki eða velja að ganga ekki sjálf með barnið. Í slíkum tilfellum er frjóvguðu eggi komið fyrir í legi konu sem gengur svo með barnið. Konan er því ekki blóðtengd barninu og eftir fæðinguna taka blóðforeldrar barnsins við því og staðgöngumóðirin fær greitt. Í raun var þessi tegund stað- göngumæðrunar bönnuð í Taílandi, en þrátt fyrir það höfðu læknar farið fram hjá reglugerðum þar að lútandi. Staðgöngumæðrun í velgjörðar- skyni, það er þegar staðgöngumóðir- in fær ekki greitt, er heimil. Í ár hafa komið upp nokkur staðgöngumæðr- unarmál í Taílandi sem eru afar um- deild. Skemmst er að minnast stað- göngumóður sem gekk með tvíbura fyrir ástralskt par. Annað barnið, lítil drengur, Gammy, reyndist vera með Downs-heilkenni og vildu blóðfor- eldrar hans ekki taka við honum eft- ir fæðinguna og fóru frá Taílandi með systur hans. Gammy varð eftir og gekk staðgöngumóðirin honum í móðurstað. Eftir að mál Gammys komst í hámæli var tekið strangt á staðgöngumæðrun. Eru því margir foreldrar í slæmri stöðu í Taílandi þar sem þeir fá ekki að yfirgefa landið með börnin sín. Taílensk stjórnvöld segja það ekki geta viðgengist að landið sé eins og barnaverksmiðja og þangað komi túristar og sæki sér börn. n Taíland er ekki barnaverksmiðja Stjórnvöld taka á staðgöngumæðrun gegn greiðslu Gammy og móðir hans Gammy var skilinn eftir á Taílandi hjá staðgöngumóður sinni. 1 20 konur sem störfuðu áður sem vændiskonur nærri bandarískri herstöð í Suður-Kóreu hafa tek- ið sig saman og stefnt yfirvöld- um og krefjast miskabóta. Kon- urnar segja suðurkóresk yfirvöld hafa haft milligöngu um vændi og að það hafi leitt til þess að þær búi nú við sára fátækt eftir því sem þær eldast. BBC greinir frá málinu, en í um- fjölluninni kemur fram að konurnar búa allar við mikla fátækt í ellinni. Þær krefjast þess að fá um tíu þús- und bandaríkjadali dollara hver í skaðabætur. Konurnar störfuðu allar í litlu þorpi sem byggðist upp í kring- um herstöð í borginni Uijeongbu. Þar var mikið skemmtanalíf og voru kon- urnar í miklum samskiptum við her- mennina. Þær segja stjórnvöld hafa átt frumkvæðið að þessum samskipt- um og að þeim hafi verið sagt að „gera þá hamingjusama“ og „halda þeim góðum“. „Ættu að koma til móts við okkur“ „Við unnum allar nætur. Ég vil að kóresk stjórnvöld átti sig á því að þeir sköpuðu þetta ástand og þeir ættu að koma til móts við okkur,“ segir ein þeirra við blaðamann BBC. Konurnar segjast ekki hafa verið neyddar í vændi, en þar sem að stjórnvöld hafi sett upp eftirlitskerfi með þeim og fylgst með kynheilsu þeirra hafi þeir verið samsekir og búið til kerfi sem studdi við vændið. Þær voru sendar á tungumálanámskeið í ensku og lærðu „vestræna siði“. Þær segja stjórnvöld hafa stutt dyggilega við vændið. Það hafi verið gert að atvinnugrein sem virtist vera aðlaðandi fyrir konur sem bjuggu við fátækt og erfiðar aðstæður. Þegar þær voru komnar inn í þenn- an heim hafi reynst erfitt fyrir þær að losna. Þær hafi orðið fastar í viðjum melludólga. Í einhverjum tilfellum hafi þær þurft að fá lánaða peninga frá kráar- og skemmtistaðaeigendum og átt erfitt með að losna úr skulda- feni. „Ég fór árið 1972 til atvinnu- miðlunar og ráðgjafinn bað mig að standa upp og setjast svo aftur nið- ur. Hann skoðaði mig gaumgæfilega og bauð mér svo vinnu sem myndi koma þaki yfir höfuðið á mér og afla mér matar. Ég myndi vinna en allt annað væri í höndum atvinnurek- andans,“ segir ein konan sem starfaði sem vændiskona lengi vel. Hún er nú í sömu stöðu og aðrar konur, á erfitt með að sjá sér farborða. Vissu hvað var að gerast Konurnar segja að stjórnvöld hafi vel vitað hvert stefndi. Mikilvægt hafi ver- ið fyrir þjóðarbúið að fá gjaldeyri inn í landið og að hermennirnir hafi greitt í dollurum. Peningar kvennanna hafi verið vel þegnir, en komið var fram við konurnar af miklu virðingarleysi. Þær þóttu ekki vel þokkaðar og miklir fordómar fylgdu starfinu. „Við vorum sagðar vera sannir þjóðernissinnar – harðduglegar suðurkóreskar konur. Vinnan á skemmtistöðunum tryggði flæði af dollurum. Við fengum líka mikið af gjaldeyri,“ segir ein konan. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Hann skoðaði mig gaumgæfilega og bauð mér svo vinnu sem myndi koma þaki yfir höfuðið á mér og aflaði mér matar. Segja stjórnvöld hafa stuðlað að vændi og skapað fátæktargildrur „Við unnum allar nætur“ Vilja bætur Konurnar telja að kóresk stjórnvöld skuldi þeim afsök- unarbeiðni fyrir að hafa stuðlað að vændisstarfsemi við herstöðvar. Mynd ShutterStock Aftur sprenging í Malmö Á sunnudagskvöldið gerðist það í annað sinn á þessu ári að sprengja sprakk við aðalinn- ganginn í héraðsdómshúsinu í Malmö. Skömmu fyrir mið- nætti sprakk öflug sprengja sem braut rúður í nálægum húsum auk þess sem framhliðar þeirra tveggja húsa sem næst standa skemmdust. Fram hefur komið í sænsk- um miðlum að vitni hafi séð fólk koma fyrir hlut við innganginn, skömmu áður en sprengjan sprakk. Fólkið hljóp á brott eftir að hafa komið hlutnum fyrir. Í febrúar varð svipað atvik á sama stað en ekki liggur fyrir hverjir stóðu að verknaðinum. Misnotaði alvarlega veik börn Barnalæknir í Cambridge í Bret- landi hefur verið dæmdur til 22 ára fangelsisvistar eftir að hafa ver- ið fundinn sekur um að hafa beitt 18 alvarlega veik börn kynferðis- legu ofbeldi. Maðurinn, Myles Bradbury, sem er 41 árs eiginmaður og fað- ir, játaði á sig 25 brot og gekkst við því að eiga rúmlega 16 þúsund ósæmilegar myndir af börnum. Fórnarlömbin 18, drengir á aldrinum 10 til 16 ára, voru mörg hver alvarlega veik; með hvít- blæði, dreyrasýki, svo eitthvað sé nefnt. Dómarinn mat það til refsi- lækkunar að maðurinn játaði brot sín skýlaust. Á það hefur verið bent að sönnunargögnin hafi ver- ið svo afdráttarlaus að honum hafi ekki verið stætt á öðru. „Að læknir skuli ráðast á börn og misnota þau kynferðislega er eins gróft brot og hugsast getur,“ sagði dómarinn við dómsuppkvaðninguna. Fra Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com Allar viðgerðir á framrúðum eru bíleiganda að kostnaðarlau su. Vinnum fyrir öll tryggingaf élög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.